schultz & larsen otterup M70

Allt sem viðkemur byssum
Bc3
Póstar í umræðu: 4
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík
schultz & larsen otterup M70

Ólesinn póstur af Bc3 » 31 Mar 2013 23:58

Jæja sælir ætla henda nokkrum myndum af breytingum af Otterupnum hjá mér sem ég nota
hann var alveg eins og þessi þegar ég fékk hann með gatasigtum sem ég kunni ekkert að nota hehe þannig það var farið í að láta fræsa spor fyrir sjónaukafestingar og smá breytingar á skeptinu, póleraði allt á honum og létti gikkin eða lét hann taka fyr öðruvísi en með stilliskrúfuni sem gerir hann bara stífari :)
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 2
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: schultz & larsen otterup M70

Ólesinn póstur af 257wby » 01 Apr 2013 09:29

Flott vinna á þessum, er hann ekki að skjóta eins og draumur?

kv.Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Bc3
Póstar í umræðu: 4
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: schultz & larsen otterup M70

Ólesinn póstur af Bc3 » 01 Apr 2013 10:06

Hann var hugsaður sem benchrest 22lr en ég hef ekki prufað hann svona full tilbúin svona beddaðan en áður skaut hann mjög vel og vonandi betur núna :) ég prufaði áður líka að sleppa festinguni sem er á hlaupinu og festi hann á 2 stöðum a lásnum eins og er a flestum rifflum en þá skaut hann mjög illa þannig ég festi hann aftur ihlaupið og beddaði að festinguni.
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 2
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: schultz & larsen otterup M70

Ólesinn póstur af 257wby » 01 Apr 2013 12:14

Mér var einmitt bent á að sleppa hlaupfestingunni hjá mér, en þar sem hann var að skjóta mjög vel fyrir breytingu þá ákvað ég að halda henni og pillar beddaði hann í staðinn.

Kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: schultz & larsen otterup M70

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 01 Apr 2013 18:46

Helvíti flottur
-Dui Sigurdsson

Þ.B.B.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:22
Skráður:26 Ágú 2012 16:53

Re: schultz & larsen otterup M70

Ólesinn póstur af Þ.B.B. » 01 Apr 2013 21:47

Þetta er aldeilis glæsilegt hjá þér, þessi er svo flottur að hann þarf ekki einusinni að skjóta.
En að öllu gamni slepptu þá vona ég svo sannarlega að hann skjóti í stíl við lúkkið.
Ég ætla að fá minn til að skjóta ásættanlega áður en ég geng lengra, nú er ég búinn að létta gikkinn og gera gikkdragið styllanlegt, koma á hann góðum sjónauka og styllanlegri skeptisplötu(buttplate), pússaði líka skeptið upp og bar á það skeptisolíu, tók svo hlaupið í heilmikla hreinsun og ruddi úr því miklum skít(þarf líklega að taka aðra slíka umferð svo það sé fullreynt)en annars er það næsta í stöðunni að stytta hlaupið og krína.
Þ.B.B.
Síðast breytt af Þ.B.B. þann 02 Apr 2013 22:42, breytt í 1 skipti samtals.
Kv. Þorsteinn B. Bjarnarson.
monark@internet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: schultz & larsen otterup M70

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Apr 2013 21:56

Alltaf virkilega gaman að fá svona frásagnir og myndir, hjartans þaðkkir og til hamingju með verkfærið.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Bc3
Póstar í umræðu: 4
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: schultz & larsen otterup M70

Ólesinn póstur af Bc3 » 01 Apr 2013 23:00

Takk fyrir þetta strákar. En ja hann skaut ágætlega áður en ég fór út i þessar frammkvæmdir og vonandi að hann skýtur betur núna svona beddaður
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

User avatar
Halldór Nik
Póstar í umræðu: 2
Póstar:17
Skráður:27 Jun 2012 23:26

Re: schultz & larsen otterup M70

Ólesinn póstur af Halldór Nik » 02 Apr 2013 15:20

Glæsilegt hjá þér Alli, hyggstu bláma hann aftur eða halda honum berum?
Mbk.
HN

Bc3
Póstar í umræðu: 4
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: schultz & larsen otterup M70

Ólesinn póstur af Bc3 » 02 Apr 2013 18:37

Takk fyrir það . Heyrðu ég ætla halda honum svona með að setja bónhúð á hlaupið og allt sem er polerað i hverri viku hehe . Hann á hvort sem er aldrei eftir að sjá rigningu haha en ég hef prufað að glæra yfir svona pólerað svart járn en það flagnar bara engin viðlóðun. Veist þú um eitthvað undraefni?
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: schultz & larsen otterup M70

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 02 Apr 2013 19:38

Bóbó hefur sett glært duracoat yfir og bakað það.
-Dui Sigurdsson

User avatar
Halldór Nik
Póstar í umræðu: 2
Póstar:17
Skráður:27 Jun 2012 23:26

Re: schultz & larsen otterup M70

Ólesinn póstur af Halldór Nik » 02 Apr 2013 20:05

Mér líst helv vel á Teflon bón og jafnvel Teflon Olíu, þægilegra að koma henni á ;)

Ég var með Otterup mauser 6.5x55 sem ég póleraði og hafði berann í nokkur ár, ég lét málminn gráta áður en ég fullvann hann og var hann vættur vel í Fin-Lube á eftir.

Eins og þú eflaust veist þá þarf að passa upp á húðfituna, hún getur verið brimsölt :shock:
Mbk.
HN

Svara