.22lr skot fyrir pappa

Allt sem viðkemur byssum
Árni
Póstar í umræðu: 2
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar
.22lr skot fyrir pappa

Ólesinn póstur af Árni » 08 Apr 2013 17:23

Daginn,
Langaði að spyrjast fyrir hvaða skot eru að koma vel út hjá mönnum.

Veit að auðvitað er þetta misjafnt eftir rifflum, en eru ekki einhver sem eru svona almennt séð að koma vel út?
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

bjarniv
Póstar í umræðu: 1
Póstar:32
Skráður:04 Mar 2013 20:59
Fullt nafn:Bjarni Valsson

Re: .22lr skot fyrir pappa

Ólesinn póstur af bjarniv » 08 Apr 2013 18:27

Held að Lapua standard og subsonic séu yfirleitt að koma vel út.
Kveðja Bjarni Valsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: .22lr skot fyrir pappa

Ólesinn póstur af Gisminn » 08 Apr 2013 18:32

Þau voru góð hjá mér á pappa
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: .22lr skot fyrir pappa

Ólesinn póstur af 257wby » 08 Apr 2013 18:36

Fiocchi M320 Match hafa verið að koma langbest út hjá mér,
náði mér í pakka af RWS Rifle Match og Federal Gold Medal en á eftir að prófa.
Svo má bæta við að flest öll met sem skráð eru með 22lr eru sett með Eley Tenex.

Kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Bc3
Póstar í umræðu: 2
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: .22lr skot fyrir pappa

Ólesinn póstur af Bc3 » 08 Apr 2013 19:57

RWS rifle match og lapua x-act koma best út hjá mér. Hef ekki enn prufað tenex
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: .22lr skot fyrir pappa

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 08 Apr 2013 23:39

ég var að testa rifle match hjá mér um daginn og gat ekki verið annað en sáttur við þau.
-Dui Sigurdsson

Baldvin
Póstar í umræðu: 2
Póstar:35
Skráður:28 Jan 2013 23:34
Fullt nafn:Baldvin Örn Einarsson

Re: .22lr skot fyrir pappa

Ólesinn póstur af Baldvin » 09 Apr 2013 10:53

Lapua skotin koma best út hjá mér. Sé ekki mikinn mun á milli standard dósaskotanna, standard plus og svo Center-X. Hef ekki farið í dýrari týpurnar. Enda yfirleitt með Standard Plus undanfarið, finnst þau þægilegri og þrifalegri en dósaskotin.
Baldvin Örn Einarsson
Reykjavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: .22lr skot fyrir pappa

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 09 Apr 2013 13:07

Nú er ég alveg mjög forvitinn... hvað er gott þegar við tölum um nákvæmni .22 LR skota?

Hvernig eru menn að prófa þetta og hvað eru þið að sjá litlar grúppur?

Á einhver mynd af því sem hann hefur verið að skjóta með þessum skotum sem hér að ofan eru nefnd?

Sæll Árni

Þú ættir að vera með mjög góð skot ef þú getur reddað þér Lapua X-Act, Lapua Center-X, RWS R50, Eley Tenex, Eley Match og Eley TEAM.

Það er ekki auðvelt að segja hvað eru bestu skotin í þinn riffil, en það er talsverður munur á milli skotana þó yfirleitt ferkar lítill á milli þeirra bestu.

Ég býst þó frekar við að það dugi alveg fyrir þig að kaupa þér SK Standard Plus ef þú ert ekki að fara að keppa með rifflinum þínum.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Árni
Póstar í umræðu: 2
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: .22lr skot fyrir pappa

Ólesinn póstur af Árni » 09 Apr 2013 16:18

Þakka svörin, ég ætla nú að skella mér í einhverjar keppnir sama hver útkoman úr þeim verður.
Þessi skot sem þú ert að nefna Stebbi, veistu hvað þau eru að kosta ca? (bara ca verðbil) og hvar þau fást á íslandi?

Svo las ég mér einhverstaðar til að Wolf match væru mjög góð, en veit ekki hvort þau fást á íslandi
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: .22lr skot fyrir pappa

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 09 Apr 2013 17:56

Hér eru tvær myndir af skífum sem ég skaut með Rifle match úr Toz 78-01 á 50m

Hér er frekar við skyttuna að sakast en skotin
Mynd

Hér er þéttari grúppa
Mynd
-Dui Sigurdsson

Bc3
Póstar í umræðu: 2
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: .22lr skot fyrir pappa

Ólesinn póstur af Bc3 » 09 Apr 2013 18:08

Sæll stebbi

ég tók 5 svona blöð eins og er á myndinni og x-act kom lang best út það er 4ms vindur frá kl 8, nema RWS kom aðeins betur út hjá mér, ef þú vilt þá get ég farið út i skúr og fynna blaðið og taka mynd af þvi. þetta er auðvitað skotið úti, efast um að þessar grubbur væru svona lélegar ef þetta væri inandyra. þetta eru 50 metrar
Mynd
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

Baldvin
Póstar í umræðu: 2
Póstar:35
Skráður:28 Jan 2013 23:34
Fullt nafn:Baldvin Örn Einarsson

Re: .22lr skot fyrir pappa

Ólesinn póstur af Baldvin » 09 Apr 2013 18:16

Ég verð nú að játa að prófanirnar hjá mér hafa ekki verið hávísindalegar, ég hef skotið af resti og með sandpoka undir afturskeptinu og mælt svo grúppur aðallega eftir auganu. Með Mossberg rifflinum mínum næ ég að láta fimm skot snertast á 40 metrum innanhúss í hvert skipti með ódýru Lapua skotunum (ef ég klúðra ekki sjálfur) og stundum hef ég náð mun betri grúppum með þeim án þess að ég hafi mælt það nákvæmlega. Það dugar vel í Shilouette-una. Önnur skot í svipuðum verðflokki hafa komið mun verr út.

Þar sem hvorki skyttan né verkfærið eru beint í einhverjum sérklassa hef ég ekki séð ástæðu til að eyða miklu í skot og þar sem ódýrustu skotin sem ég finn standa sig þó þetta vel er ég bara sáttur við þau. :)
Baldvin Örn Einarsson
Reykjavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: .22lr skot fyrir pappa

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 Apr 2013 21:26

Sæll Dúi

Ég get ekki séð neitt út úr þessum tveimur spjöldum hjá þér sem segir til um gæði þessara skota. Grúppurnar eru mjög slappar og Toz er kannski ekki besta græjan til þess að meta það hvort skot eru góð svona almennt. Segja náttúrulega bara til um hvort þinn riffill getur skotið þeim.

Myndin hjá Alferð sýnir hins vegar mjög vel muninn á skotunum, þó þetta sé nú kannski ekki alveg nógu mörg skot til þess að sýna munin til fulls. Ef hin blöðin eru í takt við þetta, sem má alveg gera ráð fyrir.

Það sem er rétt að horfa frekar til þegar maður prófar .22 skot úti er hæðar munurinn á þeim. .22 er nú ekki beinlínis mjög góður í vindi og getur munað þó nokkru ef vindur hættir allt í einu, eða breitir um stefnu.

Ég á blöð upp í Kópavogi með grúppum sem eru samsettar úr bæði 10 og 20 skotum sem eru allavega á pari við X-Act grúppuna þína og sumar talsvert betri. Þær eru allar skotnar með Eley TEAM. Ég skal pósta þeim ef ég man eftir að taka mynd af þeim við tækifæri.

Þetta þýðir samt ekki að þetta sé bestu fáanlegu skotin. Finni á grúppur sem eru alveg á pari með Eley Match og Lapua X-Act. 10 skot sem eru kannski c.a. 13 mm að utanmáli.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Magnus
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:18 Feb 2013 15:23
Fullt nafn:Magnús Sigmundsson

Re: .22lr skot fyrir pappa

Ólesinn póstur af Magnus » 01 Jun 2014 21:00

Hvar fást Eley skotin núna þegar byssudeildin hefur verið lokað í Intersport?
Magnús Sigmundsson

User avatar
Árni More Arason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:26
Skráður:23 Ágú 2013 16:53
Fullt nafn:Árni More Arason
Staðsetning:Njarðvík

Re: .22lr skot fyrir pappa

Ólesinn póstur af Árni More Arason » 02 Jun 2014 20:15

Skaut þetta á 50 metrunum í Höfnum um daginn með Lapua SK Standard Plus http://hlad.is/index.php/netverslun/sko ... uper-club/

Mjög sáttur við þau, hef verið með Remington Target og þau voru góð líka, en S&B skotin hafa ekki verið að henta mér vel. Ætla að halda mig við Standard Plus eitthvað áfram.

Riffillinn er Savage FVXP óbreyttur.
Viðhengi
123.jpg
.22LR á 50m
123.jpg (75.39KiB)Skoðað 2130 sinnum
123.jpg
.22LR á 50m
123.jpg (75.39KiB)Skoðað 2130 sinnum
Árni More Arason
Keflavík

Svara