Savage B-Mag og .17 wsm

Allt sem viðkemur byssum
Sobbeggi
Póstar í umræðu: 5
Póstar:17
Skráður:23 Ágú 2012 04:45
Savage B-Mag og .17 wsm

Ólesinn póstur af Sobbeggi » 26 Apr 2013 21:29

Jæja, byssufólk, ég sakna þess að hafa séð hér umræður um nýja kalíberið frá Winchester, nefnilega .17 Super Magnum. Kunnugir segja það taka fram .22 hornet hvað varðar slagkraft, vel yfir 200 metra. Í ofanálag er þetta randkveikt hylki og því mun ódýrara að skjóta því.

Savage hefur þegar sett í sölu B-Mag-riffla fyrir þetta nýja kalíber og þeir ættu að vera lágt verðlagðir líka.

Er enginn spenningur fyrir þessu hér? Þetta ætti að vera upplagt refakalíber, er það ekki?

Svo er bara að sjá hversu snöggir verslunareigendur verða til að hafa þetta í boði.
---

Birgir Baldursson
sobbeggi@gmail.com

Veiðum fallega

Sobbeggi
Póstar í umræðu: 5
Póstar:17
Skráður:23 Ágú 2012 04:45

Re: Savage B-Mag og .17 wsm

Ólesinn póstur af Sobbeggi » 26 Apr 2013 21:44

---

Birgir Baldursson
sobbeggi@gmail.com

Veiðum fallega

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Savage B-Mag og .17 wsm

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 27 Apr 2013 09:06

Ég er nú svo sem enginn refaskytta en mér finnst þessi ultra "litlu" og hraðfleygu cal ekkert sérstaklega spennandi. CCi .17 HMR skotin kosta 70 krónur skotið hjá vesturröst og það má gera ráð fyrir því að þetta verði í það minnsta jafn dýr skot ef ekki dýrari.

Ég spyr mig að því, hvað getur þú gert með þessu cal í refaveiði sem þú getur ekki gert með 22-250, 243, 6-284 o.s.frv. mikið betur fyrir lítið dýrari skot sem þú hleður sjálfur í og leikur þér að því að skjóta tófur út á og út fyrir 300 metra færi.

Ég get ekki séð að kostnaðar munur setji menn á hausinn fyrir 50 - 100 skot á ári. Ég tek það reyndar fram að ég hef aldrei átt riffil í þessum caliberum. Svo ég er nú kannski ekki besti maðurinn til þess að dæma þau.

Gallinn við þessar litlu kúlur að mínu mati er sá að þau þola svo lítinn vind.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Savage B-Mag og .17 wsm

Ólesinn póstur af konnari » 27 Apr 2013 09:49

Þetta er ekki rétt hjá þér ! 22 hornet er mun ódýrara að hlaða heldur en að skjóta þessu nýja randkveiktu hylki. T.d kostar kúlan um 37 kr og hvellettan um 9 kr og púðrið nokkrar krónur í 22hornet hylki......samtals í kringum 55 kr skotið. 17 HMR kostar 70 kr skotið og þetta nýja win 17 super verður örugglega töluvert dýrara en 17 HMR ! Svo er það vindrekið sem Stefán bendir á sem er mjög mikið fyrir svona litlar og léttar kúlur ! Ég held að þetta henti ílla fyrir íslenskar aðstæður.
Kv. Ingvar Kristjánsson

bjarniv
Póstar í umræðu: 2
Póstar:32
Skráður:04 Mar 2013 20:59
Fullt nafn:Bjarni Valsson

Re: Savage B-Mag og .17 wsm

Ólesinn póstur af bjarniv » 27 Apr 2013 14:12

Ég á sjálfur 17HMR og finnst það mjög skemmtilegt. Það er nákvæmt og ekkert bakslag. En það er svo sem alveg rétt að stærri caliberin eru öflugri og betri í vindi. Svo er kannski ekki allir í aðstöðu til að hlaða sjálfir. Get alveg ímyndað mér að 17WSM væri mjög skemmtilegt líka ef það er jafn nákvæmt.
Svo er kannski við þetta að bæta að ef 17 WSM er með helmingi minna vindrek en 17HMR þá er það nú farið að nálgast sum stærri caliber í vindreki.
Kveðja Bjarni Valsson

Sobbeggi
Póstar í umræðu: 5
Póstar:17
Skráður:23 Ágú 2012 04:45

Re: Savage B-Mag og .17 wsm

Ólesinn póstur af Sobbeggi » 27 Apr 2013 14:22

Jamm, ég gerði ekki ráð fyrir endurhleðslu, enda ekki víst að ég kæri mig um að fást við slíkt.

En sem refakalíber ætti feldurinn að sleppa lítið skaddaður, ef menn eru að spá í að flá og hirða. Stærri kalíber á borð við .243 tæta dýrið of mikið, geri ég ráð fyrir.

Þetta með vindrekið gætu verið hleypidómar, eða hvað sýnist ykkur þetta myndband segja?

http://www.youtube.com/watch?v=qbHk--bn ... ata_player

Þakka svörin.
---

Birgir Baldursson
sobbeggi@gmail.com

Veiðum fallega

Baldvin
Póstar í umræðu: 1
Póstar:35
Skráður:28 Jan 2013 23:34
Fullt nafn:Baldvin Örn Einarsson

Re: Savage B-Mag og .17 wsm

Ólesinn póstur af Baldvin » 27 Apr 2013 19:56

Svo má ekki gleyma .17 Hornet, bara svona til að flækja málin :D
Baldvin Örn Einarsson
Reykjavík

bjarniv
Póstar í umræðu: 2
Póstar:32
Skráður:04 Mar 2013 20:59
Fullt nafn:Bjarni Valsson

Re: Savage B-Mag og .17 wsm

Ólesinn póstur af bjarniv » 27 Apr 2013 23:14

Já það er örugglega skemmtilegt líka. Hefur einhver svoleiðis rifill verið fluttur inn?
Kveðja Bjarni Valsson

Sobbeggi
Póstar í umræðu: 5
Póstar:17
Skráður:23 Ágú 2012 04:45

Re: Savage B-Mag og .17 wsm

Ólesinn póstur af Sobbeggi » 28 Apr 2013 00:42

Ég hef ekki kynnt mér það kalíber. Er það jafnöflugt og wsm?

Nevermind, ég gúggla það bara sjálfur.
---

Birgir Baldursson
sobbeggi@gmail.com

Veiðum fallega

Sobbeggi
Póstar í umræðu: 5
Póstar:17
Skráður:23 Ágú 2012 04:45

Re: Savage B-Mag og .17 wsm

Ólesinn póstur af Sobbeggi » 29 Apr 2013 16:49

---

Birgir Baldursson
sobbeggi@gmail.com

Veiðum fallega

Svara