7mm rem mag.

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 5
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri
7mm rem mag.

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 28 Jun 2013 10:02

Sælir/sælar

Hvað geta menn og konur sagt mér um þetta cal 7mm rem mag?
Gott að hafa að leiðarljósi að ég veit minna en ekki neitt um þetta cal!

Kv Gunnar Óli.
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

johann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af johann » 28 Jun 2013 10:30

-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af konnari » 28 Jun 2013 10:44

Hér er ansi góð lesning um 7mm rem mag og segir allt sem segja þarf um þetta kaliber.

http://en.wikipedia.org/wiki/7_mm_Remington_Magnum
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 5
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 28 Jun 2013 11:07

En hver er reynsla manna af þessu cal? Er að hugsa um 6,5 55 sem fyrsta "stóra " calið mitt en sá tikku í 7mm sem mig langar að skoða. Eða ætti ég frekar að halda mig við fyrra plan?
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af maggragg » 28 Jun 2013 11:11

Ég hef reyndar ekki skotið úr 7 mm rem mag en ég myndi mæla með 6.5, þá aðalega útaf bakslaginu sem ég held að sé mun meira í 7mmrm. Bakslagið er vanmetinn factor þegar kemur að því að hitta og æfa sig. Maður þarf miklu meiri reynslu og fleirri skot til að ná tökum á því, auk þess að "þol" til æfinga er minna.

Þetta er aðeins einn factor af mörgum en svona það sem ég bendi á. Stærra er ekki alltaf meira, en stundum vill maður stærra eða þarf það :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 2
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af jon_m » 28 Jun 2013 11:17

Sæll Gunnar

Hvað ætlar þú að nota riffilinn ?

Ætlar þú að hlaða sjálufur eða láta hlaða fyrir þig ?

kveðja
Jón M
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 5
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 28 Jun 2013 11:18

Sæll ég þarf alveg pottþétt ekki svona stórt en langaði að skoða, en sýnist á öllu að ég bíði bara aðeins og fái mér nýjan riffil sem hentar öfughentum manni eins og mér ;) og eftir stutta lesningu á þráðum sem á undan komu þá held ég að 6.5 verði fyrir valinu (enda öxlin ekki uppá sitt besta) en vita menn þá eitthvað hvernig er að fá öfuga riffla.
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 5
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 28 Jun 2013 11:21

Sel, gæs, varg, hreindýr og svo framvegis
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af gylfisig » 28 Jun 2013 11:38

Helsta draw back 7 mm Rem mag. er bakslagið. Sparkar eins og hestur, svo að öxlin finnur hressilega fyrir því. Ég tala nú ekki um, ef verið er með léttan riffil.
6,5 mm caliber er mun hentugra til að skjóta varg, gæs, oþh.
Reyndar hefur 7 mm Rem kosti, s.s. verulega flatt, og nákvæmt, en eins og ég , ásamt fleirum nefndi, þá er bakslagið mjög mikið.
Ég var einhvern tíma að setja kíki, á, og að stilla á léttan Sako, í þessu kaliberi, og þegar því var lokið, þá var ég búinn að fá nóg, eftir 12 skot.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af konnari » 28 Jun 2013 11:54

Gunnar Óli skrifaði: Er að hugsa um 6,5 55 sem fyrsta "stóra " calið mitt en sá tikku í 7mm sem mig langar að skoða. Eða ætti ég frekar að halda mig við fyrra plan?


Sem fyrsta "stóra" caliber er 7mm rem mag ekki góð hugmynd ! Slær of mikið til þess, annars er þetta mjög gott caliber eins og fram hefur komið en það breytir því ekki að 6.5x55 er bara mikið þægilegra og meðfærilegra kaliber sem gaman er að skjóta úr. Svo er annað í þessu að 7mm rem mag er mikill hlaupbrennari ef þú skýtur mikið en 6.5x55 getur þú skotið nánast heila mansævi án þess að þurfa að skipta um hlaup. Einnig kostar 7mm rem mag meira í rekstri ef það er faktor sem skiptir þig máli.
Síðast breytt af konnari þann 28 Jun 2013 17:49, breytt í 1 skipti samtals.
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af TotiOla » 28 Jun 2013 14:39

Sæll Gunnar

Sjálfur á ég 6.5x55 og get glaður mælt með því cal. Skemmtilegt, nákvæmt og hefur reynst mér vel í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Ég var svo í svipuðum sporum og þú núna um daginn þegar ég var að hugsa um að bæta við mig riffil og var m.a. að skoða 7mm Rem. Mag. en hætti snarlega við það eftir að hafa lesið mig aðeins til um það.

T.d., eins og aðrir hafa bent á, þá slær hann mikið og hérna er hægt að sjá bakslag mismunandi cal. http://www.chuckhawks.com/recoil_table.htm en þarna kemur fram að "bakslags krafturinn" er tvöfaldur miðað við jafn þungan riffil í 6.5x55 með svipaðri kúlu.

Ef þungt hlaup er á rifflinum er jú alltaf hægt að bæta við hlaupbremsu eða álíka bakslagsvörnum en ég sá ekki fram á að þurfa þennan kraft eða stærð hér á landi og hef gaman af því að skjóta mikið í einu, þannig að ég ákvað að þetta yrði ekki minn næsti riffill.

Ég vona að þetta hjálpi þér eitthvað :) Gangi þér vel með riffilkaupin.

*Bætt við:
Spurning hvort þú hefur skoðað .260 cal.? Ef ekki þá væri alveg þess virði að kynna sér það. Tala nú ekki um ef þú þarft að láta panta vinstri handar hvort eða er ;)
Síðast breytt af TotiOla þann 28 Jun 2013 14:52, breytt í 1 skipti samtals.
Mbk.
Þórarinn Ólason

johann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af johann » 28 Jun 2013 14:43

Samkvæmt recoil töflu frá Chuck Hawkes:

.243 Win. (100gr at 2960 fps)
rifflþyngd (pund) 7.5
recoil orka (pundfetum): 8.8
recoil hraði (fet á sec) 8.7

6.5x55 Swede (140gr at 2650 fps)
þyngd 9.0
orka 10.6
hraði 8.7

7mm Rem. Mag. (160gr at 2950)
Þyngd 9.0
orka 20.3
hraði 12.0


Ekki mikið stökk frá .243 í 6.5x55 en helmingi meiri orka í sparkinu fra 7mm en 6.5, auk þess að sparka 50% hraðar.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
GBF
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 19:57

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af GBF » 28 Jun 2013 15:06

7mm RM er ekki svo galið. Hinsvegar eru til önnur meira spennand að mínu mati. Ég átti einmitt Tikku M695 í þessu ágæta kaliberi sem gerði allt sem hún átti að gera, stytti hreindýrum og gæsum stundir.
Bakslagið er er ekki svo dramatískt, er svipað og 30-06 í jafnþungri byssu, eða 12ga haglabyssu ef það segir eitthvað.
Sem fyrsti "stóri" riffill er 6.5x55 heppilegri. Ef hraðinn og flati ferillinn heillar þá er 270W eitthvað sem gæti verið svarið. Hef prófað og notað öll þrjú nefnd kaliber, 7mm RM er sá eini sem er ekki lengur til staðar ;)
Georg B. Friðriksson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Jun 2013 17:12

Gunnar Óli ég ráðlegg þér að skoða þetta 7 mm Rem. mag. dæmi betur ef þú hefur áhuga á því.
Ef ég þyrfti að velja á milli 6,5x55 og 7 mm. Rem. mag. muni ég tvímælalaust taka sjöuna :D
Hvað sem öðru líður er þetta fanta gott veiðikaliber til þeirra nota sem þú taldir upp.
Hlaupbrennari og ekki hlaup brennari, það er spurningin 8-)
Það fer að mínu viti allt eftir hve hratt er hlaðið í hann eins og aðra riffla.
Ég hallast að því að þessi hlaupbrennsla sem allir tala svo fjálglega um, stundum að því er virðist meira af kappi en forsja, sé að stórum hluta carbon fawling sem er tiltölulega ný uppgötvað vandamál hér uppi á klakanum.
Ég veit dæmi þess að menn hafa fengið sér 7 mm Rem. mag. sem fyrsta riffil og það hefur bara komið vel út og menn verið ánægðir með það val.
Síðan hjó ég eftir því að þú værir örfhentur og þá er 7 mm. riffillinn sem þú talar um væntanlega í vinstri handar útfærslu, þá finnst mér ekki spurning hjá þér að skoða þetta betur, frekar en láta sérpanta fyrir þig vinstri handar riffið, það tekur tíma og kostar sitt, það gæti allavega verið hagkvæmara þegar upp er staðið að taka bara sjöuna.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 5
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 28 Jun 2013 19:48

Sælir

Sjöan er léttur hægrihanda riffill, en ætli það endi ekki með að ég fái mér bara vinstri í einhverju viðráðanlegu caliberi (fyrir öxlina).
En ég þakka skjót og góð svör drengir :D
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 2
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af jon_m » 28 Jun 2013 20:43

Tékkaðu á þessu Sako 6,5x55 fyrir örvhenta
http://veidiflugan.is/is/vorur/flokkur/sako

JM
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af E.Har » 29 Jun 2013 10:25

Persónulega finnst mér 7 an ekkert berja neitt ferlega, svo má bæta við bremsu og / eða sissybag ( púði á öxl) :mrgreen:

Ef við förum nokkur á aftur í tíman þá taldi Steinar í kolsýruhleðslunni 7 mm rem mag vera svarið við ÖLLUUM spurningum!

Finni var og er mjög hrifin af að stækka þetta hylki helling og fara með það í 7 mm Stw en það er alveg fullorðins :-)

Kostir eru flatt, algengt aflmikið
gallar eru bakslag, hlaupbrennari, kannski beltið kannski í stærrikanntinum miðað við hvað þú þarft!

Margir eru ekki sammála mér um að belti sé galli, en èg set það svo sem ekki fyrir míg.
Hlaupslit og rekstrarkostnaður....... Öll flöt cal brenna hlaupum, :D En það þarf ekki að vera galli frekar ástæða fyrir að fá sér annað hlaup :-)
Soldið með þetta eins og eiga sportbil og tima ekki dekkjaslitinu!

Fin hugmynd með 260 :D

Hef svo sem sagt það áður að mér finnst 243 alveg í làgmarkinu f. hreondyr vegna 100 greina kröfunnar.
Fonnst einngi 6,5-55 ekki skera sig mikið frá td 308 í ferli, er hrifnari af flatari ferlum, en skitir svo sem ekki máli flest dyr felld undir 200 metrum :!:

260 rem, 6,5-284 25-06. 270 win og wsm og síðan má alveg laumast í einhvað stærra, hef enn ekki séð of dautt hreindýr! :mrgreen: :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Jun 2013 10:37

.260Rem og 6.5x55 eru með nákvæmlega sömu ballistics. Nota sömu kúlur og ná svipuðum hraða. Og ef menn nýta 6.5x55 hylkið allveg til fulls þá er það jafnvel aðeins hraðara en .260Rem og þá jafnframt örlítið flatara.

En á móti myndi ég velja .260 vegna hylkisins. Byggt á yngri hönnun .308Win sem er þekkt fyrir nákvæmni og er short action, semsagt styttra og meðfærilegra og býður upp á léttari riffill án þess að fórna hlaupi ef hann er short action. Einnig fást orðið lapua hylki í .260Rem og einnig hægt að necka niður .308Palma hylki til að nota small primer og allskyns svona hleðslu trix.

Svona til að bera saman þessi tvö :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af gylfisig » 29 Jun 2013 13:31

Svo má ekki gleyma því nýjasta í 6,5 mm hópnum; nefnilega hinu stórskemmtilega 6,5x47 Lapua sem er líklega nákvæmast af þessum þremur. Skilar 120 grs Nosler bt á 3000 ft. hraða, og er afar nákvæmt, brennir um, og innan við 40 grs af púðri, og er þægilegt að skjóta með.
Hentar í allt hér heima, varg, gæs pappa, og hreindýr.
Af þessum þremur, 6,5x55, 260 Rem. og 6,5x47 Lap. þá veldi ég það síðast nefnda.
Enda á ég svoleiðis :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: 7mm rem mag.

Ólesinn póstur af Gisminn » 29 Jun 2013 18:09

Og hefur reynslu af hinum ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara