Síða 1 af 1

6,5x47 Lapua

Posted: 29 Jun 2013 20:27
af gylfisig
Í kjölfar umræðu hér um hvað kaliber á að velja, þá langar mig aðeins að stikla á stóru um hið ágæta kaliber 6,5x47 Lapua, ekki síst vegna þess að ég var að hæla því í þeim þræði.

Þetta er einungis nokkra ára gamalt hylki. Fyrirmyndin er það fræga hylki 308 Winchester, (kemur varla á óvart).
Upprunalega var 6,5x47 með large primer, en að höfðu samráði við bench rest skyttur í usa, þá var hylkinu breytt fyrir small primer.
Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að óþarflega öflug hvellhetta komi niður á nákvæmni.
Hentug láslengd, sem þýðir það, að fjölmargir rifflar í cal 22-250, 243 og 308 með léleg hlaup myndu passa í svona breytingu.. þ.e. hlaupskipti.
Hylkið er afar skemmtilegt með 120-125 grs kúlum, s.s. 120 grs Nosler bt , 120 grs Berger, 123 grs Scenar og 123 grs Hornady A-max. Púðrið sem ég notaði í upphafi var N-550. Ég hraðamældi hleðslurnar með því púðri. 40,4 grs var að skila 3015 ft.
Seinna skipti ég yfir í RE-15 púður vegna þess að mér fannst vera mikil sótmyndun í hlaupum með 550 púðri, og ég hætti alfarið að nota 500 línuna.
Hleðslan min í dag er 39,0 grs af RE-15 við 123 grs A max. Hentar vel á pappa og í varg, og ég veit af nokkrum sem eru að nota það sama og ég. Engin sótmyndun með RE 15, svo nota ég eingöngu Bench rest primera.
Þyngri kúlur en 130 grs hef ég ekki prófað, þar sem mér finnast þær heldur þungar fyrir hylkið.
108- 123 grs. eru heppilegastar. Ég og kunningi minn höfum spreytt okkur á svartbaksskytteri, sem er krefjandi, því svartbakurinn er afar styggur fyrir norðan, og færin því alltaf mjög löng.Fyrir nokkrum árum, voru mínar ær og kýr að eltast við svartbak, einkum vegna þess hversu styggur hann var, og einmitt þess vegna þurfti góða riffla til verksins
Algeng færi um 300 metrar, og sum í kringum 400 m. Lengsta færið sem ég skaut á var 402m mælt með rangefinder, einnig nokkur rétt undir 400m, og kunningi minn átti líklega eitt skot sem var töluvert lengra, en þá var rangefinderinn ekki með. Það leið góð stund frá skothvellinum, og þar til kúlan lenti í kvikindinu (:
Ég á lengri færi en þetta, á svartbaka, með öðrum rifflum,en það er ekki til umfjöllunar hér. (:
Auðvitað er hægt að gera svona með öðrum rifflum í öðrum kaliberum líka, en þetta hylki er með þeim skemmtilegri, og ég vil meina að það henti sérlega vel til allra nota á Íslandi.
Pappi, allur vargur, gæs, og síðast en ekki síst, hreindýr.
Þess skal getið að riffillinn sem ég er að tala um, er með Hart hlaupi, beddaður, með uppréttan Sako lás, mikro gikk, og 32 x sjónauka, og ég nota custom S- dia í endurhleðsluna.
Ég er nokkuð viss um að aðrir eigendur riffla í cal 6,5x47 Lapua eru sammála mér, og þeir sem huga að nýju hlaupi fyrir riffilinn sinn, ættu að skoða þennan möguleika.

Re: 6,5x47 Lapua

Posted: 29 Jun 2013 23:03
af E.Har
Glæsilegt :mrgreen:

Re: 6,5x47 Lapua

Posted: 30 Jun 2013 17:12
af Árni
Get tekið undir öll orð þarna.
Er með einn í remington lás og næsti riffill sem ég mun fá mér verður að öllum líkindum bara sama caliber og þá með léttu hlaupi, léttu skepti og sjónauka.

Málið með kúlurnar í þessa riffla er að flestir hér á Íslandi eru með 8.5 twist og þá henta 130gr+ kúlur ekki eins vel, en 100-123gr mjög vel.
Ég er með 8.5twist og næsti mun að öllum líkindum vera með 8 í twisti til að prófa stærri kúlurnar.

Nokkrir kostir / ókostir (að mínu mati :))
+ Bakslag er nánast ekkert
+ Nákvæmni
+ Hlaupending mjög mikil
+ Fyrir þá sem hlaða ekki þá eru seld gríðarlega nákvæm factory skot

- Dýrar patrónur (en endast í góðar 10-12 hleðslur)
- Dýr dæjasett
- Ekki miklar hleðsluupplýsingar ef þig langar að prófa annað en lapua kúlur + vv púður

Re: 6,5x47 Lapua

Posted: 30 Jun 2013 18:49
af Gunnar Óli
gylfisig skrifaði:Hentug láslengd, sem þýðir það, að fjölmargir rifflar í cal 22-250, 243 og 308 með léleg hlaup myndu passa í svona breytingu.. þ.e. hlaupskipti.
sælir en ég er með einn rem 788 cal 22-250! væri slíkur riffill kandidat í slíkar breytingar og ef svo er hvað eru slíkar breytingar að kosta (sirka)

kv Gunnar Óli

Re: 6,5x47 Lapua

Posted: 30 Jun 2013 19:34
af gylfisig
Það ætti að alveg að ganga að fara yfir í 6,5x47 í þessum lás.
Varðandi kostnað, þá fer það eftir verði hlaupsins sem keypt er. Algeng verð á t.d. ryðfríum hlaupum, eru á bilinu 60-80,000 kr.
Næst er að semja við byssusmiðinn,.... að vísu myndi ég byrja á því að tala við hann áður en hlaup er pantað.
það þarf að kaupa hylki, og diasett.
Held að 100 Lapua hylki séu á um 20.000 kr.
Verð á diasettum er mismunandi.
'Eg myndi taka vandaða dia, (Redding eða Forster)
Heppilegt twist í hlaupi myndi ég telja að væri 8-9.
Passar fínt fyrir 108-130 grs. kúlur.