Til veiðimeistara !

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 10
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03
Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af gylfisig » 24 Sep 2014 16:34

Jæja Siggi. Best að ég skori á þig í keppni. Þú mætir með þinn Mauser 6,5x284 og ég mæti með minn Sako 75 cal 308. sem er með Hv Krieger hlaup. Báðir rifflarnir okkar eru ekki alveg original. Skjótum varmint for score. Segjum tvö færi, og þú mátt velja þau. :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Sep 2014 17:07

Jæja Gylfi, það er blessuð bíðan......... :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 10
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af gylfisig » 24 Sep 2014 17:14

:D :D :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 5
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Morri » 24 Sep 2014 19:30

Hahah... þið eruð eðlilegir
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 24 Sep 2014 19:48

gylfisig skrifaði: Segjum tvö færi, og þú mátt velja þau. :D
Gylfi þú ert nú ekkert í sérstaklega góðum málum með þetta ef Siggi fær sér 140 gr Berger kúlu og velur 1050 og 1100 metra færi. nema hlaupið hjá þér sé því lengra svo þú náir að halda kúlunni yfir hljóðhraða alla leið. :)
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 10
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af gylfisig » 24 Sep 2014 19:56

Ég rússsssta Sigga :D :D :D :D :D :D :D :D :D :D :D :D :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af karlguðna » 24 Sep 2014 20:32

:D :D :D :D :D :lol: :lol: :lol: :lol:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Sep 2014 21:22

Jæææja Gylfi minn, ,,alltaf í boltanum" :?
Svona áskorendakeppni með þessum kaliberum yrði aldrei á jafnréttisgrundvelli ;)
6,5-284 sem er sérstaklega útbúinn með tilheyrandi hraðhleðslu með sem flatastan feril til að fella bráð snöggt á mismunandi færum, ekki beint útbúnaður til að grúbbuskjóta með einhverjum tilheyrandi móa fræðum :P
Minn Mauser er bara gerður og útbúinn til að .........Skjóta fyrst og spyrja svo :evil:
Á móti 308 sem er sérsniðinn til mark og pappa skytterís (og ætti reyndar aldrei að nota til neins frekar)og reyndar full boðlegur til þess brúks þó ekki væri til annars.
Má reyndar nota gripinn til veiða hafi veiðimaðurinn á annað borð með sér fjarlægðarmæli og reiknistokk og nægan tíma til einhverra móa pælinga (en á meðan stoltur 308 eigandi væri að stunda reiknikúnstir sínar, væri ég búinn að fella hálfa hjörðina með mínum harðskeytta, langskeytta og beinskeytta Mauser, að ég tali nú ekki um 308 myndatökuna á eftir, ég kæmist heim með bráðina á meðan) :lol:
Það yrði ójafn leikur í varmint for score, þar sem hægt væri að vinna alla móa útreikningana heima í nokkra daga fyrir áskorendakeppnina.
Verst með fjarlægðina.............Fjarlægðin gerir nefninlega fjöllin blá og langt til Húsavíkur :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 24 Sep 2014 21:48

Veiðimeistarinn skrifaði:á meðan stoltur 308 eigandi væri að stunda reiknikúnstir sínar, væri ég búinn að fella hálfa hjörðina með mínum harðskeytta, langskeytta og beinskeytta Mauser,
Það væri þá sennilega betra að hjörðin væri ekki mjög stór Siggi annars er hætta á að Mauserinn bráðni í höndunum á þér :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 10
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af gylfisig » 24 Sep 2014 22:16

Sérstaklega útbúinn ...Það er hægt að hlaða á marga vegu...er það ekki :D :D :D :D
og ég þarf enga útreikninga.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 5
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Morri » 24 Sep 2014 23:31

það þarf nú ekki neina stærðfræði til að skjóta hreindýr
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af sindrisig » 24 Sep 2014 23:37

Nema þú notir 308... er það ekki?
Sindri Karl Sigurðsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 25 Sep 2014 05:46

sindrisig skrifaði:Nema þú notir 308... er það ekki?
Ég skil ekki alveg þetta rugl í ykkur gagnvart 308 það munar 2,5 cm á kúlunni úr 308 rifflinum mínum og kúlunni úr rifflinum hans Sigga á 200 metrum ef báðir eru núllaðir á 100 metrum,
Mig minnir að þau hafi ekki verið mörg hreindýrin hjá Sigga sem voru feld á lengra færi en 200 metrum.

Ég er vissum að það er innan skekkjumarka munurinn ef ég stilli riffilinn minn á 0 á 170 metrum þá er hann 3 cm yfir á 100 og 3,3 undir á 200 metrum.
Svo við skjótum svo báðir í punkt á hvaða færi sem er á milli 100 og 200 metrum og slepptum öllum reiknikúnstum.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Sep 2014 08:05

Jens hvaða kúlu og hleðslu ert þú að tala um í þinn 308?
Ég er með 100 gr. Hornady A-Max með 60 gr af Norma MRP púðri, sem skilar kúlunni á 3400 til 3500 fet á sekúndu!
Hvaða voðalega eru menn tregir til að viðurkenna reiknikúnstirnar sínar 8-)
Þa voru óvenju mörg hreindýr skotin á milli 200 og 300 metra færi hjá mér í haust eða 10 af 45.
Færin yfir 200 metra voru, 260-260-250-210-275-200-200-260-240-285-.
244 metrar að meðaltali.
Styttri færin voru á bilinu 15 metrar til 196 metrar.
126-130-182-160-132-136-15-130-150-140-160-70-126-56-170-180-170-100-115-55-140-107-180-159-138-90-190-196-109-110-100-130-160-170-126-.
130 metrar að meðaltali.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 28 Sep 2014 11:03

Veiðimeistarinn skrifaði:Jens hvaða kúlu og hleðslu ert þú að tala um í þinn 308?
Ég er að nota 125 gr Nosler BT með 46 gr af VV N133 og kúlusett alveg fram við rílur
þetta er heit hleðsla í mínum riflli og ráðlegt að byrja á mildari hleðslu
þetta skila kúlunni á 3200 fps með fall uppá 9 cm á 200 m ef núllað er á 100 m
Ef ég núlla á 170 metrum þá er hann 2,8 cm yfir á 100 og 3,3 undir á 200 með nákvæmni uppá ca 0,6 til 0,7 MOA
Ég er því alveg til í að spreyta mig og riffilinn minn í keppni þar sem skotið væri á miðpunkt á hreindýraskífunni á hvaða færi sem er á milli 50 og 200 metrum og árangurinn metinn til stiga.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 10
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af gylfisig » 28 Sep 2014 13:45

LÆK :D :D :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 5
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Morri » 29 Sep 2014 20:38

Ég hef heyrt af því á förnum vegi að það standi til að stofna sérstakan veðbanka ef til þessa einvígis kemur......

Selt ódýrt
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 10
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af gylfisig » 29 Sep 2014 23:45

Hvar veðjar maður? :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af sindrisig » 02 Oct 2014 22:13

Þetta svar mitt er jafn ruglað og hitt fyrra: Smelltu veðbankatíkallinum ofan á tánna, besta brynvörn sem fæst fyrir 308....

Kv.
Sindri
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 02 Oct 2014 22:40

sindrisig skrifaði:Þetta svar mitt er jafn ruglað og hitt fyrra: Smelltu veðbankatíkallinum ofan á tánna, besta brynvörn sem fæst fyrir 308....

Kv.
Sindri
.308 þýtur í gegnum tíkall á rúmlega meters færi, það væri líkega betra að hafa það hundraðkall, hann er þykkari... sérstaklega ef menn eru með þyngri kúlurnar 30 cal!

... og hafðu hann þá endilega upp á ristinni Gylfi, en ekki tánni! :lol:
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Svara