Til veiðimeistara !

Allt sem viðkemur byssum
konnari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04
Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af konnari » 01 Oct 2013 11:26

Sæll Sigurður,

Ég spurði á hreindýra-myndaþræðinum á miðju tímabili hvaða kaliber hefðu verið notuð hjá þér í ár.....ertu nokkuð kominn með "lokatölur" eftir tímabilið ?
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Oct 2013 16:01

Sæll Ingvar!
Nei ekki búinn að taka það saman, var bara að koma í hús eftir veiðitímabilið, með viðkomu í Cabelas og Laufskálarétt.
Tek þetta saman í kvöld eða á morgun.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Til veiðimeistara ! (Riffilcaliber milli ára)

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Oct 2013 20:47

Kalíber......2009.......2010......2011......2012......2013
243..............21.........13........12........14..........10
6,5x55.........14.........19........11........12...........11
6,5x65...........0...........1..........3..........1...........1
6,5-284.........4............9..........5..........4...........7
270...............4............4..........8..........7..........6
7-284.............0............0..........0..........0.........1
7 mm Rem...4............4...........2..........3............5
308.............12............9.........13.........6...........5
3006.............4............2...........0.........2...........1
300 Win........3............3...........0.........3............0
300 WSM.....1............2...........0..........1.............0
270 WSM.....0............0............0.........1.............0
2506.............4.............1...........1.........2..........5
7x57.............5.............0...........0.........0..........0
7x64.............1.............0...........0.........0..........0
7x65.............1.............0...........0.........0..........0
300 H&H.....1.............0..........0..........0.............1
375 H&H.....0.............0...........0.........0.............2
338 Blazer....0.............0..........1..........0............0
.........alls......79..........67........56........56..........55

(Smá leiðrétting 12. nóv. og viðbót)

1. sæti 6,5x55 (11)
2. sæti 243 (10)
3 sæti 6,5-284 (7)
4 sæti 270 (6)
5-7 sæti 2506, 7mm Rem, 308 (5)
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 12 Nov 2013 18:42, breytt 6 sinnum samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 10
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af gylfisig » 01 Oct 2013 20:55

Sko... 308 í 5 sæti, talið ofan frá, :D þetta árið á landsvísu... ekki slæmt.
Sannar sig endalaust.
Enda með svipaðan feril, og hið "flata" 6,5x55 SE.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af karlguðna » 01 Oct 2013 21:06

Takk fyrir þetta ,,, gaman að skoða ,, 270 vinnur á en 6,5x55 er heldur að dala í vinsældum,,,
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af TotiOla » 01 Oct 2013 21:25

Aðeins þægilegra að lesa þetta svona :)

Kóði: Velja allt

Kalíber  2009     2010     2011     2012     2013
243        21       13       12       14        9
6,5x55     14       19       11       12       10
6,5x65      0        1        3        1        1
6,5-284     4        9        5        4        7
270         4        4        8        7        6
7 mm Rem    4        4        2        3        5
308        12        9       13        6        5
3006        4        2        0        2        1
300 Win     3        3        0        3        0
300 WSM     1        2        0        1        0
270 WSM     0        0        0        1        0
2506        4        1        1        2        5
7x57        5        0        0        0        0
7x64        1        0        0        0        0
7x65        1        0        0        0        0
300 H&H     1        0        0        0        1
375 H&H     0        0        0        0        1
338 Blazer  0        0        1        0        0
Alls       79       67       56       56       51
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af TotiOla » 01 Oct 2013 21:28

Gaman að skoða þetta og velta fyrir sér, t.d. að þau cal. sem aukast milli ára eru 6,5-284, 7mm rem og 2506 :) Þó þetta sé kannski ekki marktækur fjöldi.
Mbk.
Þórarinn Ólason

konnari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af konnari » 01 Oct 2013 21:45

Mér sýnist .308win ásamt .243win vera á hraðri niðurleið. :D
P.S. og ég hélt að 7mm rem mag væri alveg dottið úr tísku :D
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af TotiOla » 01 Oct 2013 21:53

konnari skrifaði:Mér sýnist .308win ásamt .243win vera á hraðri niðurleið. :D
P.S. og ég hélt að 7mm rem mag væri alveg dottið úr tísku :D
Ætli það sé afleiðing þeirrar umræðu sem hefur verið í gangi um að .308 sé ónothæft til veiða og .243 ráði illa við lágmarksþyngdir á hreindýr? :P
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Oct 2013 22:24

Takk fyrir að skinna upp töfluna Tóti, það er satt þetta er miklu læsilegra svona.
Þróunin er nokkuð skír, það er spurning um orsök eða afleiðingu 8-)
Kannski eru veiðimenn farnir í auknum mæli að nýta sér reynslu gamalla jaxla sem hafa verið í þessu marga tugi ára ;)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af TotiOla » 01 Oct 2013 22:48

Veiðimeistarinn skrifaði:Takk fyrir að skinna upp töfluna Tóti, það er satt þetta er miklu læsilegra svona.
Þróunin er nokkuð skír, það er spurning um orsök eða afleiðingu 8-)
Kannski eru veiðimenn farnir í auknum mæli að nýta sér reynslu gamalla jaxla sem hafa verið í þessu marga tugi ára ;)
Það var nú lítið :D og jú, ætli þetta sé ekki að vissu leyti afleiðing áhrifa- og reynslumikilla manna í skotveiðisamfélaginu ;)
Mbk.
Þórarinn Ólason

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af iceboy » 02 Oct 2013 07:51

Þetta er líka einfaldlega spurning um það hvernig riffil þeir eiga sem fengu úthlutað dýri.

Nema náttúrulega Siggi sé með lista hjá sér hverjir af hans skyttum sem koma aftur og aftur hafi hreinlega skipt um cal.

T.d. þó svo að hann fari ekki með Sigga en ef við gefum okkur að þessi tafla sé þverskurður af því sem veiðimenn nota, þá fékk bróðir minn ekki dýr í ár, hann notar 243.

Hvað ætli það séu margir sem eiga einungis 308 eða 243 sem hreinlega fengu ekki úthlutað???
Árnmar J Guðmundsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 02 Oct 2013 08:52

Það væri gaman að sjá sambærilega úttekt frá skotprófunum.
mér sýnis 30 cal vera verulega víkjandi fyrir 6,5 mm á þessum tölum.
Ég nota 308 með 125 gr kúlu sem hefur um 960 m/s upphafs hraða og fellur um 9 cm frá 100 út á 200 m
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Oct 2013 10:16

Já Jenni þetta er svipað eða aðeins minna en minn riffill 6,5-284 frá 0 og út í 300 metra.
308 er fínn með 125 gr. kúlum og sumir hafa prufað 110 gr. kúlur sem hægt er að fá frá Hornady og þær hafa verið að koma fantavel út líka, verst hvað margir ef ekki allir sem koma til mín eru fastir í 150 gr. og virðast ekki vita af hvað þeir eru sprækir með léttari kúlum.

Árnmar, það hafa nú ekki margir sem koma til mín reglulega skipt út 308 og 243 fyrir þau caliber sem ég er hrifnari af, en ég get lofað þér því að þeir sem hafa verið að koma nýir til mín oft með lánsriffla sem eru að stærstum hluta í 308 og 243 fá sér undantekningalaust eitthvað annað og sprækara samkvæmt mínum ráðleggingum, svo sem 6,5 í ýmsum útfærslum, 2506 og 270.
Viðhengi
IMG_0177.JPG
Ánægður 2506 kaupandi með sólskinsbros allar götur síðan hann fjárfesti. 2506 blóðgar líka bærilega þó sprækur og flatur sé!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 02 Oct 2013 13:24

Sælir Siggi, takk fyrir síðast

6,5 x 284 er flatur en tæplega svona flatur... til þess að fá fall upp á 9 cm út á 300 með 100 grs Nosler BT þarftu að koma henni upp á 4800 fet c.a.

3400 fet er líklegri hraði fyrir þessa kúlu og þá er fallið 28 cm á 300 miðað við að hann sé núllaður á 100 metrum og 7.1 cm á 200 metrum.

Það virðist því aðeins muna 2 cm á fallinu á .308 með 125 grs kúlu og hinu gríðarlega flata 6,5 x 284 með 100 grs kúlu á 200 metrum.

Þessi caliberaumræða er löngu kominn á síðasta söludag! Öll caliber eru góð bara mismunandi góð!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 02 Oct 2013 14:21

Þú hefur ekki trítlað út á skotvöll í smá Palma kynningu á meðan þú stoppaðir í Ameríku-hreppi Siggi?

.223 eða .308 á 800, 900 og 1000 yards með gata sigti og ól sem stuðning! Það er fyrir lengra komna...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

konnari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af konnari » 02 Oct 2013 14:42

Eitt merkilegt má lesa úr þessari ágætu töflu er að enginn hefur verið með 7mm-08 öll þessi ár :?:
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Oct 2013 14:43

Kúlan hjá mér 100 gr. Ballistic tip er á 3500 fetum 4 cm. yfir á 100 metrum og í enhverri töflu sögð 14 cm undir á 300 metrum.
Þessi caliberumræða er langt í frá komin á síðasta söludag.
Hvað sem allri caliberumræðu líður henta hröðu caliberin fyrir létta kúlu og með flatan feril lang, lang, best til hreindýraveiða hér á landi, það eru allir með praktíska reynslu af hreindýraveiðum sammála um :!:
Ég mundi hins vegar aldrei reyna að troða þessum hröðu, léttu og flötu kaliberum upp á nákvæmnisskyttur sem skjóta benc rest og á pappa, eins og sumir sem stunada þannig skytterí eru stöðugt að reyna að troða upp á veiðimenn :!:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 10
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af gylfisig » 02 Oct 2013 14:56

Hahaha,, nú er gaman !
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Til veiðimeistara !

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 02 Oct 2013 15:43

Sæll Siggi

Ég skal exporta töflu fyrir þig með 100 grs Nosler miðað við 3500 fps, sendi þér hana í e-mail.

Ég var með 6,5 x 284 og ég er reyndar á þeirri skoðun að það sé frábært cal... en fyrir mig sem legg mig mikið eftir því að læra á þá byssu sem ég er að skjóta úr þá skiptir það engu máli hvaða cal ég er með.

Það er hinsvegar rétt að gera eins og þú! Það er að segja að leiðbeina veiðimönnum... og þá er ég alveg sammála því að stýra mönnum frá .243 yfir í 6,5 eða stærra. .243 nýtur sín best sem varmint byssa með léttum og hröðum kúlum... þó létingjarnir .308 o.fl. séu alveg brúklegir til þeirra hluta líka, það því gefnu að þú kunnir á hann.

Veistu c.a. hvar hann er á núlli miðað við 4 cm yfir á 100? ætli það gæti ekki verið c.a. 160 - 170 metrar?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Svara