Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af E.Har » 07 Oct 2013 18:05

Ok þar sem það er einhvað rólegt yfir öllu.
Er fínt að stofna smá þráð um hvaða hólka þið notið mest úr byssuskápnum og hversvegna. :P
Svo máminnast á annað áhugavert, en ekki telja upp lager af járnii.

Hjá mér er mest notuð rem 11-87 1987 árgerð keypt í veihúsinu.
Er á sínu þriðja forskepti öðru afturskrfti, þriðja gormasetti :-)
Hlaup stytt í 21 " lengdur kónn og portað musslebrake :mrgreen:

Mest notaði ruffillinn er Blaser R-93
3 hlaup 300 wsm , 6,5-284 og 9,3:62
Zeiss 3-12 og 6-24

Annað áhugavert er sennilega helst Anton Francotti tvíhleypa ca 1870 og 50 cal rem rollingblock sama ár.

Þar fyrir utan 2 Browningar og svo járnadót.


Hver vill koma næstur höfum þennan þráð langann og lifandi :lol:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af iceboy » 07 Oct 2013 18:45

Uppáhalds vopnið í skápnum er vopn sem ég eingaðist fyrir 21 ári síðan, þá 14 ára gamall.

Það er sako vixen í cal 222.

Það hafa liklega yfir 2000 gæsir fallið fyrr honum.

Svo er það 870 remminn minn sem ég eignaðist fyrir 17 árum.

Sv0 væri hægt að telja upp fleira dót en þetta er svona það sem er í uppáhaldi hjá mér
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af Gisminn » 07 Oct 2013 19:02

Í augnablikinu er það 11-87 og er hún líklega 89 módelið og svo er það nýji villikötturinn minn
204 ruger
Síðan er það ef það er hreindýr 6,5x55 Sako hunter 85
en minnst notaða byssan er 89 módel af tvíhleypu Bettisoli u/y
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af gylfisig » 07 Oct 2013 19:46

Viskýflaskan sem ég geymi í mínum byssuskáp, er ekki slæm.
Ótrúlega bragðgott, innihaldið sem hún geymir. Hún er að vísu í glettilega góðum félagsskap Sako TRG 42 sem skipar alltaf töluvert háan sess í dótinu mínu Síðan er þar einnig riffill sem ég á þrjú hlaup til að setja á. það er Sako í cal 6 Br með hv. Krieger hlaupi. Einnig 6,5x47 HART Lv hlaup, og svo 308 win hv krieger hlaup !
Já.. flaskan sú er bara ánægð með sig í þessum félagsskap.
Síðast breytt af gylfisig þann 07 Oct 2013 20:51, breytt í 1 skipti samtals.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Oct 2013 20:11

Það sem mér líkar best við í byssuskápnum er að þar skuli ekki vera neinn 308 :lol: :lol: :lol: :lol:
Ja og svo eru það þáttlega Evrurnar mínar, tvær eða þrjár sem eru þar 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af gylfisig » 07 Oct 2013 20:13

Siggi minn,, ég á tvo..... get leigt þér annan þeirra.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af sindrisig » 07 Oct 2013 20:46

Ég kann best við það að setja lykilinn í skráargatið. Þá er eitthvað í bígerð. Það er ekkert vopn best í mínum skáp, það er einungis valið vopn við hæfi hverju sinni.

kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af E.Har » 07 Oct 2013 21:45

Samt, það eru einhverjir hólkar meira notaðir en aðrir :-)
Ég tok mig til þegar ég fekk mér Blaser og seldi öftustu röðina. :-)

T.d Browning 325 virðist altaf vera heima meðan 11-87 fær að viðra sig :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 2
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af 257wby » 08 Oct 2013 07:41

Uppáhaldið er Zoli Kronos u/y sem ég keypti 2007 og hef notað í keppni síðan.
Búinn að skjóta yfir 50.000 skotum úr henni og hún er enn eins og ný :)
Af kúluverkfærum þá stendur Otterup M70 uppúr,keyptur í Hlað og var föndur verkefni
síðasta vetrar.

kv.Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 08 Oct 2013 09:52

Ég er eins og Guðmann, uppáhalds byssan mín er sú sem ég keppi með... Feinwerkbau 2600 í .22 LR! ég er kannski búinn að skjóta 25 þúsund úr henni síðan 2008, er ekki alveg viss hvoru meginn við 5000 skot á ári ég er.

50 þúsund skot úr haglabyssu... það er vel gert! Er þá ekki skotakosnaðurinn í kringum 1,5 millu? phew... mikið er ég feginn að hafa sýkst af riffildellu en ekki haglabyssu!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af konnari » 08 Oct 2013 15:24

Það er soltið erfitt að gera upp á milli barnanna sinna :D .....en ég held að mér líki best við Sauerinn minn (á 3 hlaup, 25-06; 30-06; 9.3x62) ásamt Sako Varmint Lam. í 260 rem og Sako Laminated 300wm sem er nánast eingöngu notaður í hreindýr og stendur sig með mikilli prýði þar. Svo má ekki gleyma uppáhalds haglabyssunni en það er gamli góði Benelli Super 90 sem ég er búinn að eiga í 15 ár og hefur aldrei klikkað !
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
kakkalakki
Póstar í umræðu: 1
Póstar:21
Skráður:31 Mar 2013 20:14
Fullt nafn:Andreas Jacobsen

Re: Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af kakkalakki » 08 Oct 2013 20:21

Fjölþjóðlegur skápur hjá mér:
Beretta Xtrema2 í gæs & rjúpu.
Mossberg 500 í sjóslarkið.
CZ 550 Varmint .308 á hreindýrið.
Tikka T3 Varmint 22-250 á pappír og gæs.
Andreas Jacobsen

Kvartanir til kokksins...geta haft hættulegar afleiðingar ! 

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af karlguðna » 09 Oct 2013 15:29

Breda Astro , u.þ.b. 13 ára alger snylldar byssa , og svo er nýjasta gersemin Tikka Varmint , 270 win, óþægilega hávær (eins og mín fyrverandi) en verulega gott verkfæri en þyrfti á hljóðkút að halda ,,,
svo er maður nú alltaf pínu skotin í cbc einhleypunni en hún er nú varla talin með lengur :lol:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 2
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af 257wby » 09 Oct 2013 21:30

Stebbi Sniper skrifaði:Ég er eins og Guðmann, uppáhalds byssan mín er sú sem ég keppi með... Feinwerkbau 2600 í .22 LR! ég er kannski búinn að skjóta 25 þúsund úr henni síðan 2008, er ekki alveg viss hvoru meginn við 5000 skot á ári ég er.

50 þúsund skot úr haglabyssu... það er vel gert! Er þá ekki skotakosnaðurinn í kringum 1,5 millu? phew... mikið er ég feginn að hafa sýkst af riffildellu en ekki haglabyssu!
Ég forðast eins og heitan eldinn að hugsa um skota kostnað :) Hef mest farið í rúm 12.000 skot á ári.
Er með 2 aðrar u/y í skápnum, önnur komin í um 100.000, seldi hana en saknaði hennar svo mikið að ég keypti hana aftur :lol: (skaut fyrstu 25una með henni), og hin samkvæmt "áræðanlegum" heimildum mun meira skotin (báðar keyptar notaðar).

kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Haglari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af Haglari » 10 Oct 2013 09:45

Brno Model 1 22LR fæ aldrei leið á því að skjóta úr honum, hann er sennilega uppáhalds.

Bredo Echo Black, einföld og bara virkar, gerir það sem hún á að gera.... ekkert spennandi við hana þannig séð...

Það nýjasta er síðan Sako 75 Hunter með rústfríu hlaupi í 6,5x55. Ég prófa hann nú bara í fyrsta skiptið um helgina síðustu og miðað við útkomuna þá grunar mig að hann eigi eftir að færa sig hratt upp vinsældarlistan í byssuskápnum :D

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af TotiOla » 11 Oct 2013 22:38

Ég er nú bara með 3 stk. í skápnum og allt í sitt hvert sportið en ef ég þyrfti að velja þá væri það Tikka T3 SS Varmint 6.5x55 SE með Vortex Viper PST 6-24x50 MRAD EBR-1 þar sem ég er meiri riffilmaður en haglabyssu. Hitt er svo ein hálfsjálvirk í veiðina og U/Y í leirinn :mrgreen:

P.s. Ef menn eiga myndir eða hafa gaman af myndum þá má endilega endurvekja/uppfæra gamlan þráð: byssur/verkfaeri-manna-myndathradur-t486.html
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af sindrisig » 12 Oct 2013 01:11

Sumum þótti ég þurrpumpulegur hér að ofan svo ég ákvað að bleyta aðeins upp í umræðunni og hrista upp í sumum um leið því ég veit að þessi kassi gæti freistað.... "Goðaborg" sími og krónutala á sumum skotapökkunum. LC Smith (ekki alveg sjúr á því hvenær þessi kom í heiminn, en fyrir 1930 er nokkuð víst, 1928 er í mínum kolli, þó svo að hann sé nokkuð nær í tíma...

Þessi Hr. Smith er spari einungis notuð í tvenna hluti, ræsa kappróður á sjómannadaginn og taka til á bryggjunni þegar flugrottunum er algerlega ofaukið... Honum munar þó ekkert um að taka 3" nútíma dót og lúðra því, hvort sem um er að ræða slögg, bökkshot eða eitthvað annað. Enda marga fjöruna sopið.

kv.
Viðhengi
IMG00484-20131012-0038 (1).jpg
Hér er ýmisleg skemmtilegt...
IMG00484-20131012-0038 (1).jpg (62.34KiB)Skoðað 1974 sinnum
IMG00484-20131012-0038 (1).jpg
Hér er ýmisleg skemmtilegt...
IMG00484-20131012-0038 (1).jpg (62.34KiB)Skoðað 1974 sinnum
IMG00483-20131012-0035 (1).jpg
Jamm þetta er LC Smith, Field grade 3"
IMG00483-20131012-0035 (1).jpg (52.2KiB)Skoðað 1974 sinnum
IMG00483-20131012-0035 (1).jpg
Jamm þetta er LC Smith, Field grade 3"
IMG00483-20131012-0035 (1).jpg (52.2KiB)Skoðað 1974 sinnum
IMG00478-20131012-0033 (1).jpg
Sumir vilja hafa löng hlaup... þetta er langt.
IMG00478-20131012-0033 (1).jpg (39.09KiB)Skoðað 1974 sinnum
IMG00478-20131012-0033 (1).jpg
Sumir vilja hafa löng hlaup... þetta er langt.
IMG00478-20131012-0033 (1).jpg (39.09KiB)Skoðað 1974 sinnum
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Hvað líkar ykkur best við í byssuskápnum.

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 14 Oct 2013 22:06

Sæll Sindri.
Jú kassinn vekur áhuga. Sá straks skotapakka sem hefur ekki ennþá ratað til mín ;) þ.e. Faunia frá Gevelot. Hann rekur vonandi síðar á fjörur mínar.
Til lukku með áhugaverða byssu, sem greinilega er vel hugsað um.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

Svara