Spurningar frá nýliða

Allt sem viðkemur byssum
Breki
Póstar í umræðu: 1
Póstar:4
Skráður:06 Oct 2013 22:47
Fullt nafn:Breki Atlason
Spurningar frá nýliða

Ólesinn póstur af Breki » 08 Oct 2013 21:59

Sælir

Þar sem ég er nýbyrjaður í sportinu langaði mig að spyrja reyndari menn nokkurra spurninga með von um góð svör.

Mér áskotnuðust skeet skot sem höfðu staðið utandyra en þó í skjóli fyrir rigningu, í tæplega eitt ár. Það er lítill ryðblettur á öllum patrónum en þó ekki stór, og púðrið brennur ekki allt þegar að þeim er skotið og þar af leiðandi verður hlaupið fljótt óhreint.
Með hverju mæla menn, hreinsa ryðið með stálull eða einhverju slíku og skjóta þeim með bros á vör og reglulegum þrifum eða er eina vitið að henda skotunum ?

Næst langaði mig að spyrja hvaða aðferðir menn hafa notað til að liðka upp á Baikal y/u tvíhleypum. Þrátt fyrir að hafa þrifið og smurt nokkrum sinnum ásamt því að hafa setið kvöldstund að opna og loka byssunni, þá er hún leiðinlega stíf þegar ég loka henni. Ég rakst á spjallþráð á netinu þar sem menn í sama vandamáli styttu gormana á útkösturunum og sögðu byssuna allt aðra á eftir. Hafa einhverjir notað þetta ráð hér heima ?

Með kveðju
Breki Atlason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Spurningar frá nýliða

Ólesinn póstur af Gisminn » 08 Oct 2013 22:19

Sæll Breki og velkominn á spjallið.
Við fyrri spurninguni þá held ég að ryðið skipti ekki öllu og sumar skottegundir hreinlega drulla hlaupin meira út.
En seinni spurningin er ég ekki eins góður að svara en þó ég átti mjög stífa tvíhleypu og leysti ég það mál með Kroil ryðolíu sem er líka frábært hreinsiefni fyrir riffla en það þarf að mæla hvort útkastarin er að rekast í því það segir sig sjálft að ef hann er ekki að snerta þá skiptir engu að stytta gormana.
Síðast breytt af Gisminn þann 08 Oct 2013 23:54, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Spurningar frá nýliða

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 08 Oct 2013 23:35

Sæll.
Ég hef framkvæmt þessa aðgerð og fl. til að létta svona Baikal, mín opnast undan þunganum á hlaupinu einu í staðinn fyrir að leggja hana þvert í skurðin og hoppa á henni til að opna eða berja henni við næsta staur, ef þú villt meira info máttu hringja í mig í 8691759 mér er ekkert vel við að tjá mig um svona aðgerðir opinberlega ef svo eh. aulinn klúðrar þessu og kennir mér um.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

Svara