Veit einhver rökin

Allt sem viðkemur byssum
Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar
Veit einhver rökin

Ólesinn póstur af Árni » 10 Oct 2013 14:14

fyrir því afhverju drengirnir á dalveginum banna skepti á haglabyssur með pistol-gripi ?
Veit þetta er sennilega gömul tugga en mér tekst samt ekki að finna neina skynsamlega skýringu.

Nú asnaðist ég til að panta mér svona
http://www.atigunstocks.com/remington-t ... rend-.html

En fæ ekki leyfi fyrir því... þeir leyfa ekki pistol-grip á haglabyssur en þeir leyfa það á riffla sagði hann Jónas mér.
Hver ákveður þessi mörk? er þetta geðþáttaákvörðun? er byssan hættulegri svona? er ég hættulegri svona? er ég líklegri til að slasa einhvern eða líklegri til að ræna banka ef svartfuglsbyssan mín fær pistol-grip? eru svona takmarkanir í öðrum löndum?

Ég las nú vopnalögin áður en ég pantaði og það eina sem ég fann var þetta
" 38. gr. Allar breytingar, svo sem á lásgerð, mögulegum skotafjölda eða aukabúnaði sem hefur áhrif á eiginleika skotvopns eða verkan, eru óheimilar nema með leyfi lögreglustjóra."

Nú fellur þetta ekki undir neitt af þessu svo hvað er málið? er þetta bara gömul óskrifuð vinnuregla? eru eða hafa ekki verið seldar haglabyssur hérna með pistol-gripi? (saiga 12)

Já og veit einhver e-mailið hjá þeim félögum þarna uppfrá, mig langar eiginlega að spyrjast betur fyrir og fá gott skriflegt svar...
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Veit einhver rökin

Ólesinn póstur af karlguðna » 10 Oct 2013 19:36

Þetta er náttúrulega bara fáránlegt,,, það þarf einhver að kæra þessar "geðþóttaákvarðanir" og ef og þegar einhver hefur kjark til þess ,legg ég til að sett verði af stað söfnun fyrir lögfræðikostnaði þess kjarkmikla manns .!!! Það eru búin til lög af mikilli nákvæmni en svo er eins og lögreglan géti bara haft sína hentisemi með að "túlka" þau eins og henni þóknast ,,,,,, :evil: :evil:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
gudmundurkr
Póstar í umræðu: 1
Póstar:2
Skráður:26 Nov 2013 13:40
Fullt nafn:Guðmundur Kristinn Árnason

Re: Veit einhver rökin

Ólesinn póstur af gudmundurkr » 26 Nov 2013 14:02

Ég lenti akkurat í því sama, skeptið var komið hingað heim var búinn að skoða og athuga hvort það væri einhverstaðar bannað að vera með svona skepti eina sem mér var sagt var að það er bannað að vera með samfellanlegt skepti. Svo þegar ég ætlaði að fá þá til að undirrita reikninginn kom í ljós að þeir leyfa ekki pistol grip, einu rökin sem þeir gátu einhvað notað var að þetta er ekki "hefðbundið" skepti. Svo sagði hann mér að þeir hafi ekki leyft neinum að fá svona skepti og það hafi verið búð hérna í bænum sem hafi reint að fá leyfi fyrir þessum skeptum og hafi ekki fengið það. sagði svo við mig að það þýddi ekki að fara með þetta lengra. sagði líka að ef svona skepti væri á þá væri þetta hætt að lýta út eins og veiðivopn og meira "hernaðar".
Guðmundur Kr. Árnason

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veit einhver rökin

Ólesinn póstur af E.Har » 27 Nov 2013 21:52

Er þetta ekki að breytast.
Við erum farnir að sjá thumbhole á skeetbyssum.
Varla halda menn að það eigi af afsaga þetta allt!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: Veit einhver rökin

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 02 Dec 2013 19:42

Menn úti á landi hafa fengið reikninga fyrir svona skeptum samþykkta og fengið inn í landið.
-Dui Sigurdsson

Svara