Fyrsti stóri riffillinn.

Allt sem viðkemur byssum
Sveinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58
Re: Fyrsti stóri riffillinn.

Ólesinn póstur af Sveinn » 28 Jan 2014 13:11

Ekkert mál að fá skot í flestum skotveiðibúðum eða láta Hlað hlaða fyrir sig, kúluúrvalið er ekki alveg eins mikið og í 30 cal og 6.5 mm en feikinóg fyrir alla hluti. Dugir á allt hér heima. Hér er linkur á dóm um Marlin X7:

http://www.longrangehunting.com/article ... view-1.php

og hér almennt um 25-06:
http://www.chuckhawks.com/why_25-06.htm
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Jón R
Póstar í umræðu: 14
Póstar:16
Skráður:15 Apr 2013 18:32
Fullt nafn:Jón Rúnar Pétursson

Re: Fyrsti stóri riffillinn.

Ólesinn póstur af Jón R » 28 Jan 2014 13:38

já mér lýst bara fjandi vel á þennan grip
Jón Rúnar Pétursson

Jón R
Póstar í umræðu: 14
Póstar:16
Skráður:15 Apr 2013 18:32
Fullt nafn:Jón Rúnar Pétursson

Re: Fyrsti stóri riffillinn.

Ólesinn póstur af Jón R » 28 Jan 2014 13:57

Spurning um hvaða gler ætti að fara á þetta?
Jón Rúnar Pétursson

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Fyrsti stóri riffillinn.

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 28 Jan 2014 16:30

Sæll mundi skoða Vortex gler kostar ekki mikið en frábærar græjur einnig er Sightron flottur hef horft í gegnum þessar teg og finnst þeir mjög svipaðir ...
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

Jón R
Póstar í umræðu: 14
Póstar:16
Skráður:15 Apr 2013 18:32
Fullt nafn:Jón Rúnar Pétursson

Re: Fyrsti stóri riffillinn.

Ólesinn póstur af Jón R » 28 Jan 2014 16:46

Jæja lét verða af því fór og keypti mér Marlin XL7 25-06 Hawke sjónaukafestingar og hawke Endurance 2,5-10*56 er spenntur verður gaman að púsla þessu saman og skjóta hann til :)
Jón Rúnar Pétursson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fyrsti stóri riffillinn.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Jan 2014 17:20

Innilega til hamingju, þú átt ekki eftir að sjá eftir þessu :D :D :D :D :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jón R
Póstar í umræðu: 14
Póstar:16
Skráður:15 Apr 2013 18:32
Fullt nafn:Jón Rúnar Pétursson

Re: Fyrsti stóri riffillinn.

Ólesinn póstur af Jón R » 28 Jan 2014 20:01

Þakka þér fyrir það þá er bara næsta mál að skjóta hann inn á blað :)
Ætlaði setja mynd með en hun er of stór getiði græjað það
Jón Rúnar Pétursson

Sveinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Fyrsti stóri riffillinn.

Ólesinn póstur af Sveinn » 29 Jan 2014 00:03

Glæsilegt, svona á gera þetta, láta vaða :D Hér a.m.k. mynd af innvolsinu, Pro-Fire stillanlegur gikkur (svipaður og AccuTrigger Savage), stillanlegur niður í 2,5 pund, pillar beddun, flútaður bolti o.fl. sem er venjulega tengt við dýrari verkfæri. Auðvitað er allt gert til að ná niður verðinu t.d. er innbyggt magasín (ekki laust) sem menn ættu að geta vanist.
marlin x7 2.jpg
marlin x7 2.jpg (15.13KiB)Skoðað 1757 sinnum
marlin x7 2.jpg
marlin x7 2.jpg (15.13KiB)Skoðað 1757 sinnum
Myndi ekki bíða lengi eftir að setja hann í Boyds límtréskefti :) og láta bedda hann.
http://www.boydsgunstocks.com/product.h ... 7&cat=1223

Ef þú ert ekki vanur að setja kíki á þá ætti fagmaður að gera það og létta um leið gikkinn ef þarf.

Þrífa svo milli skota í fyrstu tilkeyrslu og fylgjast vel með hita á hlaupi.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Jón R
Póstar í umræðu: 14
Póstar:16
Skráður:15 Apr 2013 18:32
Fullt nafn:Jón Rúnar Pétursson

Re: Fyrsti stóri riffillinn.

Ólesinn póstur af Jón R » 29 Jan 2014 07:39

með hverju á ég að þrífa hann ? Þarf ég að þrífa hann sérstaklega áur en ég læt fyrsta skotið fara í gegn?
Jón Rúnar Pétursson

Sveinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Fyrsti stóri riffillinn.

Ólesinn póstur af Sveinn » 29 Jan 2014 09:18

Ráðlegg þér að fara í verslunina sem seldi þér riffilinn, fá ráð, hreinsivörur og -búnað til að þrífa. Þeir geta sagt þér hvort eigi að þrífa fyrir fyrsta skot, fer eftir hvað hefur verið sprautað inn í hlaupið frá verksmiðju til að verja það við geymslu.

Almenna reglan (t.d. frá Krieger hlaupaframleiðandanum) við tilkeyrslu (barrel-break-in) er að þrífa eftir hvert skot við fyrstu 5 skotin, síðan á 3-5 skota fresti í nokkur skipti og síðan 15-25 skota fresti. En það eru til ótal sérviskur í þessu, fer eftir hvern þú spyrð. Nota heila grafítstöng og bore-guide. Lélegar stangir og enginn bore-guide hefur stytt líftíma margra hlaupa og er verra en engin þrif.

http://www.kriegerbarrels.com/Break_In_ ... wp2558.htm
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fyrsti stóri riffillinn.

Ólesinn póstur af Gisminn » 29 Jan 2014 10:48

Ég er alveg sammála síðasta ræðumanni með þaetta allt hefði ekki getað orðað það betur.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Fyrsti stóri riffillinn.

Ólesinn póstur af konnari » 29 Jan 2014 14:51

Hún ætlar að vera býsna lífseig sú míta að ekki séu til kúlur í 25 cal. Var staddur í hlað í morgun og taldi í fljótu bragði 12 gerðir ! Í Ellingsen taldi ég um 10 gerðir þannig að bara í þessum tveimur búðum eru til yfir 20 gerðir af kúlum í 25 cal. sem ætti að duga fyrir vel flestar skyttur 8-)
Kv. Ingvar Kristjánsson

Jón R
Póstar í umræðu: 14
Póstar:16
Skráður:15 Apr 2013 18:32
Fullt nafn:Jón Rúnar Pétursson

Re: Fyrsti stóri riffillinn.

Ólesinn póstur af Jón R » 03 Feb 2014 21:07

Jæja þá er það næsta skref í þessu sem var það að ég ætlaði að fara panta skepti frá boyds en lenti í vandræðum með það hafa einhverjir hér pantað skepti þaðan?
Jón Rúnar Pétursson

Sveinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Fyrsti stóri riffillinn.

Ólesinn póstur af Sveinn » 03 Feb 2014 22:54

Pantaði skefti frá þeim fyrir rúmri viku á 22lr og það er komið til landsins, er í tollmeðferð. Þeir senda ekki út fyrir USA ef skefti kostar yfir 100 USD hjá þeim (fyrir utan frakt). Flest límtrésskefti á ameríska riffla eru undir 100 USD hjá þeim. Hnotan (walnut) er dýrari.

Hvernig er hann að grúppa?
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Jón R
Póstar í umræðu: 14
Póstar:16
Skráður:15 Apr 2013 18:32
Fullt nafn:Jón Rúnar Pétursson

Re: Fyrsti stóri riffillinn.

Ólesinn póstur af Jón R » 04 Feb 2014 00:27

Já þetta var einhver klaufi í mér pantaði skepti og samkvæmt tollur.is þá verður það á 25500 heim komið
Jón Rúnar Pétursson

Svara