Magnkaup á skotum?

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Árni More Arason
Póstar í umræðu: 2
Póstar:26
Skráður:23 Ágú 2013 16:53
Fullt nafn:Árni More Arason
Staðsetning:Njarðvík
Magnkaup á skotum?

Ólesinn póstur af Árni More Arason » 02 Jan 2014 19:20

Góðann daginn

Hefur eitthvað verið gert af því að sameinast í það að fá tilboð í skot hjá veiðibúðunum hérna á klakanum? Þá grunar mig helst að það hafi verið gert í haglaskotum, þar sem flestir sem eru lengra komnir virðast vera að hlaða sjálfir í stærri caliberin. En hvað með .22lr skot? Er einhver áhygi á því að sameinast í kaup á svoleiðis? Eða finnst mönnum verðið bara vera í lagi og engin ástæða til að vera að reyna að fá eitthvað meira útúr því?

Með vinsemd
Árni
Árni More Arason
Keflavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Magnkaup á skotum?

Ólesinn póstur af Gisminn » 02 Jan 2014 19:54

Þetta er áhugaverð spurning sem ég hef í raun ekkert pælt í.
Mér hefur alltaf fundist lapua 22lr skotin í 500 pakkanum hjá hlað mjög ódýr.
En afhveju finnst mér það og jú svarið er afþví að ég miða út frá 17 HMR sem mér finnst dýr.
Sá umræðu þar sem einhver var að spá í skeet skotum á hlað hvar bestu kaupin væru og hvort hann fengi tilboð vegna magnkaupa 2000 skot og fannst mér það bara gott magn en þá kom annar sem sagði kannski ekki orðrétt að 2000 skot væri bara smáræði .
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Árni More Arason
Póstar í umræðu: 2
Póstar:26
Skráður:23 Ágú 2013 16:53
Fullt nafn:Árni More Arason
Staðsetning:Njarðvík

Re: Magnkaup á skotum?

Ólesinn póstur af Árni More Arason » 02 Jan 2014 20:02

Rak einmitt augun í þetta áðan. 2000 skot eru hvað? 80 pakkar eða svo? Það hljóta að teljast magn kaup. 1000 kall pakkinn eða þar um bil, 80.000 kall, svo það hlítur að muna um þetta hjá búðunum, þó að það sé veittur einhver ágætis afsláttur.

Spurning hvað er hægt að sækja í .22 skot? Þau eru nú ekki beint dýr, en ef það er hægt að fá þau ódýrari, afhverju ekki að reyna það? Held að flestir sem að eigi byssu/r eigi einn .22 sem þeim finnst gaman að plaffa með.
Árni More Arason
Keflavík

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Magnkaup á skotum?

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 03 Jan 2014 00:34

Sæll Árni get sagt þér að þau verð sem þú færð í búðum eru í raun ekki svo há, að gefa td meira en 10% af skotum er mikill afsláttur þar sem skot eru dýr í innkaupum fyrir verslanir vegna legu blessaðs skersinns okkar!! þekki þetta af vinnu í verslun með skot álagningin hérna heima er ekki mikil á skotum!!
En í leirdúfuskotum eru 2000 skot ekki mikið magn. keppnis manneskja fer með 4-9 pakka á æfingu, þannig að þetta er frá svona 12-20+ æfingadagar.
það verslaði td einn 250 pakka hjá okkur og hann fékk 13% afslátt...
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Magnkaup á skotum?

Ólesinn póstur af 257wby » 03 Jan 2014 18:06

Prófið að heyra í Ásgeiri í Sportvörugerðinni (www.sportveidi.is)
Ég hef fengið fín verð hjá honum bæði á leirdúfuskotum og 22Lr undanfarin ár.

kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Bc3
Póstar í umræðu: 1
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: Magnkaup á skotum?

Ólesinn póstur af Bc3 » 04 Jan 2014 11:18

Auðvitað er hægt að fá ódýr 22lr skot eða 10 pakka á um 7 þús en þar sem eg treysti þeim ekki i keppni og kaupi 10 pakka af lapua xact a tæp 24 þús, sem koma best út i anschutz hja mér. 1000 skot eru á 48þus hja hlað en t.d hja edinkille i bretlandi eru 1000skot af xact a. 59þus :) þannig þessar búðir eru nu ekki að leggja það mikið a þessi 22lr skot
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

Svara