Deyfir, smíðað eða...

Allt sem viðkemur byssum
Garpur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður
Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af Garpur » 06 Jan 2014 14:37

Sælir, leyfi fyrir hljóðdeyfi datt inn á gamla árinu, hafið þið einhverja reynslu af því að panta þetta eða á ég að láta smíða hann. Hallast frekar að smíðuðu enda er hollur heimfengin...

kv garðar
Kv. Garðar Páll Jónsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 06 Jan 2014 15:24

Fékkstu leyfi frá Ríkislögreglustjóra?

Ég þekki ekki þína færni í járnsmíði en nema hún sé þeim mun meiri myndi ég tala við byssusmiðina okkar eða fá þér að utan.

Get mælt með Hausken - www.hausken.no
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

agustbm
Póstar í umræðu: 2
Póstar:38
Skráður:31 May 2012 16:52

Re: Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af agustbm » 06 Jan 2014 15:55

Sæll Garðar,

Ma eg forvitnast hvaða kaliber þu ert með og hvernig riffil ?
Og jafnvel hlaupþykkt ?

Bestu kveðjur,
Veiðikveðja,
Ágúst Bjarki Magnússon

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 06 Jan 2014 16:06

Ekki spurning að tala við Halldór Nikulásson, hann er hérna inni undir nikkinu Halldór Nik og er með Mbk. HN í fastri kveðju
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Aron Kr Jónsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:29
Skráður:24 Ágú 2012 23:17

Re: Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af Aron Kr Jónsson » 06 Jan 2014 17:26

Sælir mér langar að forvitnast aðeins er mikið mál að flytja inn hljóðdeyfir frá þessum

http://www.hausken.no/
Kveðja
Aron Kristinn Jónsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 06 Jan 2014 17:32

Ekki ef þú ert að ferðast til Noregs :)

Að kaupa hljóðdeyfi í Noregi er jafn mikið mál og að kaupa mjólk.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 Jan 2014 18:13

Ef ég fæ einhverntýman leyfi þá læt ég líklega Albert byssusmið í noregi gera hann vegna kunningskaps :-)
Flottur snillingur og á norsku er orðið Lyddempere
http://www.rafdal-vapen.no/
Síðast breytt af Gisminn þann 06 Jan 2014 19:24, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 06 Jan 2014 19:09

Er hann ekki að selja Hausken og A-Tech
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 Jan 2014 19:24

Jú passar
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 1
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af jon_m » 06 Jan 2014 22:57

Veit um tvo sem fengu leyfi á síðasta ári og Arnfinnur smíðaði fyrir báða. Flott smíði og virkar vel þó svo að ég hafi engan samanburð. Ég læt amk. smíða deyfir þegar ég fæ mér þunghleyptan riffil. Finnst þeir of stórir og þungir á hreindýrariffilinn sem ég þarf hvort sem er nánast aldrei að nota.

Alveg spurning um að fara að gera kröfu um að þetta sé á öllum stærri rifflum á skotsvæðum, eða hvað ?
Viðhengi
DSC_0416-001.jpg
Sako Forrester cal .243 með hlóðdeyfi frá Arnfinni
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 07 Jan 2014 10:58

Fór í veiðiferð til Noregs í fyrra. Veiddi þar með þremur mismunandi veiðhópum. Í tveimur þeirra voru ALLIR með hljóðdeyfi en í þeim þriðja var skiptingin jafnari - með og án. Þetta voru nánast allt mjög nettir hljóðdeyfar á hefðbundnum veiðirifflum, Sako, Tikka o.s.frv. Þvílíkur munur að skjóta úr þessu.

Tók t.d. þessa mynd einn daginn þegar við vorum á gangi. Létt spurning:

Hversu margir veiðimenn á þessari mynd eru með hljóðdeyfi?

Mynd
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Garpur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af Garpur » 07 Jan 2014 12:12

Gísli Snæ skrifaði:Fékkstu leyfi frá Ríkislögreglustjóra?

Ég þekki ekki þína færni í járnsmíði en nema hún sé þeim mun meiri myndi ég tala við byssusmiðina okkar eða fá þér að utan.

Get mælt með Hausken - http://www.hausken.no
Ég ber engan bilbug á það að færni mín til járns er nánast engin, Arnfinnur var búinn að bjóða mér að smíða þegar leyfið væri komið og ég leita trúlega til hans, enda mikill fagmaður þar á ferð og ég hef átt nokkra gripi úr hans smiðju. Ég veit til þess að það hafa verið að koma deyfar erlendis frá og mig langaði að vita hvort menn hefðu einhvern samanburð.Ég fékk keyfi frá lögreglunni á Sauðarkróki eða Sýslumanni öllu heldur.
Verkfærið er Tikka T3, 6-284 með þungu hlaupi, Ég held að það sé mynd af honum einhverstaðar hér .
Kv. Garðar Páll Jónsson

Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af Árni » 07 Jan 2014 12:46

Má spyrja á hvaða grundvelli menn fá leyfi?

Er það ekki eingöngu veitt refa/minka skyttum ?
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Jan 2014 13:22

Varandi spurningu Gísla Snæ. þá eru þrír veiðimenn með hljóðdeyfi á myndinni, það er bara þessi sköllótti aftast sem miðar á hausinn á félaga sínum sem er ekki með hljóðdeyfi.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 07 Jan 2014 13:48

Kíktu betur í vinstri buxnavasann hans :)
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

agustbm
Póstar í umræðu: 2
Póstar:38
Skráður:31 May 2012 16:52

Re: Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af agustbm » 07 Jan 2014 16:03

Sæll Garðar,

Þetta er ansi viða orðið rikjandi við veiðar og ekki að astæðulausu, þessi mynd er fra UK.
Arnfinnur er vandaður gæðasmiður og alveg hægt að treysta þvi sem hann gerir kallinn.
Viðhengi
stalking.2.JPG
stalking.2.JPG (55.99KiB)Skoðað 2460 sinnum
stalking.2.JPG
stalking.2.JPG (55.99KiB)Skoðað 2460 sinnum
Veiðikveðja,
Ágúst Bjarki Magnússon

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 08 Jan 2014 00:06

Garðar.
Spjallaðu við nafna minn í Háuhlíðinni hann gæti frætt þig eitthvað.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

prizm
Póstar í umræðu: 1
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Deyfir, smíðað eða...

Ólesinn póstur af prizm » 13 Jan 2014 17:16

Er búið að liðka eitthvað til í hljóðdeyfamálunum fyrir centerfire hlaupvíddir ?

Árni skrifaði:Má spyrja á hvaða grundvelli menn fá leyfi?

Er það ekki eingöngu veitt refa/minka skyttum ?
Með kveðju
Ragnar Franz

Svara