Viðgerð á gömlum brno

Allt sem viðkemur byssum
frostisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:50
Skráður:06 Jan 2014 17:34
Fullt nafn:Frosti Sigurðarson
Viðgerð á gömlum brno

Ólesinn póstur af frostisig » 13 Jan 2014 18:11

Sælir splallverjar.
Þannig er að ég á einn gamlan Brno ZKW465 cal.22 Hornet sem man betri daga, hlaupið er ónýtt eftir því sem ég best veit, búið að kíkja í það með hlaupsjá og skepti og lás eru farin að láta á slá.
Þetta er hinsvegar fyrsta byssa sem ég skít úr um 10 ára aldurinn og skaut gæsir með henni í mörg ár áður en ég eignaðist fleiri þannig að mig langar mikið til að koma henni í eins gott stand og hægt er, kaupa á hana nýtt hlaup og vinna hana alla upp.
Svo spurningar mínar eru:
Er þetta ekki gæðalegt vopn svona að upplagi?
Er vitlaust að eiða pening í svona gamalt?
Hvaða byssusmiður mundi henta best í verkefnið að ykkar mati?
Og hefur einhver hugmynd hvað svona gæti kostað bara svona sirkabát?
Kveðja
Frosti Sigurðarson
Egilsstöðum

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Viðgerð á gömlum brno

Ólesinn póstur af iceboy » 13 Jan 2014 19:47

Nú er alltaf gaman að gera upp grip sem hefur tilfinningalegt gildi, en ef hann er þetta ílla farinn, er þá ekki spurning að taka hann bara i gegn útlitslega og gera hann að fallegu veggskrauti?

Það er alltaf spurning hvað er eftir af gamla rifflinum þegar búið er að skipta um hlaup, jafnvel gikk og lás.

Er maður þá ekki bara kominn með allt annað vopn og þvi kannski ekki sama tilfinnningalega gildið i því lengur
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 2
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Viðgerð á gömlum brno

Ólesinn póstur af jon_m » 13 Jan 2014 19:51

Sæll

Ég þekki ekki þessa týpu sem þú tilgreinir, en eflaust margir hér sem geta sagt þér allt um riffilinn.

Ég var að láta gera upp gamlan Sako Riihimäki .222.

Keypti nýtt hlaup, lét endurbláma það, bedda riffilinn, sparsla og bæta í spurngur skeptinu, olíubera það og setja á það nýjan púða. Þetta kostaði um 130 þús kr. Ég lagði fyrst og fremst áherslu á að halda útlitinu til að missa ekki karakterinn sem riffillinn hefur verið að safna sl. 50 ár.

Hlað pantaði Hlaupið og Arnfinnur sá um vinnu. Pabbi gamli var vægast sagt mjög sáttur, sérstaklega þegar hann sá groupurnar sem riffillinn skilaði eftir viðgerð. Fyrir hitti maður varla A4 blað.

kveðja
Jón M
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Viðgerð á gömlum brno

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Jan 2014 22:24

Jón....!!!....mynd....TAKK....fyrir og eftir 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 2
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Viðgerð á gömlum brno

Ólesinn póstur af jon_m » 13 Jan 2014 23:27

Var ekki búinn að taka eftir mynd og riffillinn kominn inn í skáp hjá pabba. Ég reyni að muna eftir þessu næst þegar ég er á ferðinni.

Hér er stærri mynd
https://www.facebook.com/media/set/?set ... 746&type=3
Viðhengi
sako222.jpg
Fyrir
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: Viðgerð á gömlum brno

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 14 Jan 2014 08:36

Sæll Frosti

Ég er með samskonar riffil og þú ert að spá í að laga, frábært tæki. Mig hefur lengi langað að koma mínum í gott stand og fara að hlaða í hann. Kostnaðarlega held ég samt að þetta sé ekkert endilega besta fjárfestingin en pottþétt góð skemmtun.

Kv,
Hrafn
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Viðgerð á gömlum brno

Ólesinn póstur af 257wby » 14 Jan 2014 16:46

Líklega sniðugast fyrir þig að fá byssusmið til að meta hvað þarf að gera og hvað það myndi kosta.
Hlaupskipti er svosem nokkuð föst tala og ef lás er í lagi þá fyndist mér ekkert að því að skipta um rörið.
Hinsvegar er alltaf spurning í mínum huga með lagfæringar á skepti,sérstaklega á svona grip þar sem minningar eru tengdar hverri rispu :)

kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

frostisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:50
Skráður:06 Jan 2014 17:34
Fullt nafn:Frosti Sigurðarson

Re: Viðgerð á gömlum brno

Ólesinn póstur af frostisig » 14 Jan 2014 17:47

Takk fyrir svörin, það er náttúrulega rétt, þetta má aldrei verða eins og nýtt :)
Kveðja
Frosti Sigurðarson
Egilsstöðum

emilbb51@gmail.com
Póstar í umræðu: 1
Póstar:5
Skráður:30 Sep 2012 20:25

Re: Viðgerð á gömlum brno

Ólesinn póstur af emilbb51@gmail.com » 17 Jan 2014 08:51

Sæll Frosti
Ég fór í það að gera upp samskonar riffil, skeftisbrotinn og ljótur. Ég vann tréverkið sjálfur með sandpappír trélími og þolinmæði og Agnar blámaði hlaupið. Útkoman varð hin fallegasti gripur og víst er að þetta eru ljómandi fallegir rifflar og að mínu mati vanmetið cal. Finn því miður ekki myndir ,,fyrir og eftir" til að birta. En vandinn er að finna skot í þetta cal. og ekki reyndist mér auðvelt að hlaða fyrir hann með góðum árangri. En S&B koma ágætlega út hvað nákvæmni varðar. Láttu vaða á viðgerð, þú sérð ekki eftir því og er ég ræð rétt í hverra manna þú ert þá á í framtíðinni ein og ein heiðargæs eftir að falla fyrir honum. Gangi þér vel.
Emil Björnsson frá Birkihlíð

frostisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:50
Skráður:06 Jan 2014 17:34
Fullt nafn:Frosti Sigurðarson

Re: Viðgerð á gömlum brno

Ólesinn póstur af frostisig » 17 Jan 2014 10:19

Takk fyrir það Emil, þetta er komið á langtíma fjárhagsáætlun. Mér þykir allt of vænt um þennan riffil til að hafa hann niðurnýddan inn í skáp.
Kveðja
Frosti Sigurðarson
Egilsstöðum

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Viðgerð á gömlum brno

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Jan 2014 10:32

Já frændi, það er lagið auðvitað gerir þú riffilinn upp með tíð og tíma.
Það er ekki svo dýrt að dunda sér fyrst við skeftið og gera það flott, taka afþví lakkið pússa það upp og olíubera, ekki lakka aftur það er svo viðkvæmt þetta lakk.
Síðan er ekki mjög dýrt að pússa upp lásinn og hlaupið og láta bláma, þá er hann orðin nothæfur safngripur, síðan er þá hægt að taka stökkið og láta setja á hann nýtt hlaup ef þú vilt gera það til að hitta betur með honum.
En mndu bara eitt ekki klikka á fyrir og eftir myndunum......taka fyrir myndirnar strax svo það gleymist ekki....svo er bara líka hægt að setja myndirnar af honum eins og hann er hérna inn í þennan þráð það væri gaman :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara