204 Ruger þráður

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 4
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54
204 Ruger þráður

Ólesinn póstur af T.K. » 20 Jan 2014 10:58

Gaman væri að heyra frá eigendum 204Ruger hvernig þeim líkar. Hvaða hleðslur eru að virka og endilega senda inn myndir ef stemning er fyrir.

Er sjálfur með T3 varmint. Hef bara hlaðið með N530 og best kom út 26.0grain með 32 grain Nosler kúlu í Norma hylki og CCI primerar. Hraðinn var bara 3750fps en ég þar náði ég bestri nákvæmni eða 0,5"/100m, skotið af tvífót.

Skal finna og setja inn mynd af græjunni en í millitíðinni er eitt gott video af 204 þar sem þeir eru að skjóta þessum pínulitlu kúlum alltof langt eða 650m


http://www.youtube.com/watch?v=JEyb2n2E ... ata_player
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: 204 Ruger þráður

Ólesinn póstur af Gisminn » 20 Jan 2014 13:20

þetta verður vonandi áhugaverður þráður.
Ég er líka með Tikku bara ekki varmint og ég er ekki farin að tegja mig upp á 650 eða þar í kring :-) Lengsta færið sem ég hef hitt er 368 metrar og það var sílamávur sem var svo óheppin en tíkin alsæl að fá að hlaupa svona langt :-)
Ég ákvað strax sem veiðimaður á Íslandi þar sem lognið er alltaf að flýta sér bara mismikið að fara ekki í 32graina kúlurnar.
Mínar bestu hleðslur eru með stórum fyrirvara á að engin á að taka svona hleðsu og prófa beint þetta eru ekki mildar hleðslur þó ég sjái engin hættumerki hjá mér þýðir það ekki að þetta sé í lagi hjá öðrum.
Að þessu sögðu þá eru þetta hleðslurnar.
Hylki í öllum er Hornady og COL 2,300"
45gr Hornady R-15 26,5gr grúbbur 10-12mm á 100 metrum
45gr Hornady IMR 4064 26,5 grúbbur 12-13mm á 100 metrum
39gr Blitxking R-15 28,8gr Grúbbur frá 7mm gati í 9mm á 100 metrum
Það eina sem vantar nú er að þessar kúlur fari nú að fást aftur á klakanum er farið að minka á lagernum
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 204 Ruger þráður

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Jan 2014 13:31

Það væri nú gaman svona í upphafi þessa þráðar að upplýsa okkur sem ekkert vitum um helstu mál og staðreyndir um þetta hylki, svo sem kúlusverleika og helstu mál á hylkinu 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: 204 Ruger þráður

Ólesinn póstur af konnari » 20 Jan 2014 13:40

Siggi !

204 ruger er bara 222magnum nekkað niður í 20cal. (5.2mm). Mjög svipað og .223rem nema örlítið lengra hylki en alveg jafn breitt.
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 4
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: 204 Ruger þráður

Ólesinn póstur af T.K. » 20 Jan 2014 15:40

Endilega komið með reynslusögur ykkar... Til þess er leikurinn gerður.

Mitt álit er að 204 teljist andstæðan við umræðuna sem kemur svo oft upp um "hvað er praktískasta veiðikaliberið". Þetta er enginn 6,5mm vinnuþjarkur. Í mínum huga er þetta bara æðislegt leikfang, varg-sprengir, fáránlega lítið púður, flatur flugferill og svipað duglegt og 22-250 í hliðarvindi. Já ekkert bakslag.....svona eins og maður sé að skjóta úr 22LR. Nema bara þetta teygir mátt sinn útá 400-500metra :)


Mynd
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: 204 Ruger þráður

Ólesinn póstur af Gisminn » 20 Jan 2014 16:57

Það er hverju orði sannara að hún vargsprengir en ég er samt komin uppá lag með að skjóta gæs og skarf og geta nýtt fuglana.En komið 2x fyrir að ég hef klipt hálsin í sundur á gæs :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Konni Gylfa
Póstar í umræðu: 1
Póstar:69
Skráður:24 Oct 2012 19:01

Re: 204 Ruger þráður

Ólesinn póstur af Konni Gylfa » 20 Jan 2014 19:25

Sælir. Mikið var þetta gott framtak hjá þér Þórir. Ég er búinn að vera með mína tikku t3 varmint í rétt rúmt ár og það er búið að segja allt sem segja þarf um þetta cal. lítið bakslag, lítið púður, lítið fall, mikill hraði, mikill vargsprengir og bara frábært leikfang fyrir vargveiðimenn.
Ég notaði einungis verksm.hlaðin skot fyrsta árið með flottum árangri. Það var fraleitt af federal með 39gn blitz king kúlu með hraða á ca 3700fps-3800fps. Svo hætti það að vera til svo ég keypti 100 norma hylki hjá hlað og fór að prófa reloder-15 og hogdon H-4895 púður á bak við 39gn blitz king og aðeins bak við 40gn V-MAX og það var nánast sama hvað ég hlóð í þetta það var allt undir 1" á hundrað og flest mikið betra en það. Það sem kom best út hjá mé í þessu var:
ATH... ÞESSAR HLEÐSLUR ERU MARGAR YFIR MÖRKUM OG ÉG TEK EKKI ÁBYRGÐ Á ÞVÍ AÐ ÞÆR SÉU Í LAGI Í AÐRA RIFFLA EN MINN!
COL 2,300"
H-4895 27,6gn og 39gn BK með hraða uppá 3750fps
H-4895 27,4gn og 39gn BK með hraða uppá 3730fps
H-4895 27,2gn og 39gn BK ekki hraðamælt.
H4895 27gn og 39gn BK ekki hraðamælt. MJÖG GÓÐ.
RL-15 28,8gn og 39gn BK með hraða uppá 3720fps
RL-15 28gn og 39gn BK ekki hraðamælt.

Ég hlóð upp í 29ng af RL-15 bak við 39gn BK kúluna og þá fór bara að hægjast á henni svo púðrið hefur sennilega ekki náð að brenna enda vantar okkur RL-10x sem er hraðara og flestir nota það í US and A Kv Konni Gylfa
Konráð Gylfason konni.mve(hjá)gmail.com
8494968

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 4
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: 204 Ruger þráður

Ólesinn póstur af T.K. » 21 Jan 2014 07:12

Við erum eflaust ekkert rosa margir með 204R, mér skilst þó að Arnfinnur hafi verið að smíða nokkra nýverið svo eitthvað er að fjölga sérvitringunum :)

Annars keypti ég Hornady verksmiðjuskot sl haust, 32gr varmint express. Þau voru glettilega nákvæm og flugu sannarlega á 4200fps :)

Mynd
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: 204 Ruger þráður

Ólesinn póstur af Gisminn » 22 Jan 2014 13:16

Sæll konni ég sé að þú notar sömu hleðslu með R-15 og ég og kúlusetningu er þinn að skila henni svona vel og minn ? =>7-9mm grúbbum
Er að fara að fá 40gr Hornady kúlur ekki notað þær notaðir þú eitthvað R-15 í þær ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 204 Ruger þráður

Ólesinn póstur af E.Har » 23 Jan 2014 16:27

Til að græja sér svona er 223 eða 222 lás hentugastir?
var að frétta af 700 remma sem gæti verið fínn doner :-)
Sýnist það sleppa í magasínið og heildarlengd með svona dverga kulum er fín :-)

Eða kannski frekar að nálgast hlaup á Blaser! :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: 204 Ruger þráður

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Jan 2014 19:07

Nei Einar bara kaupir tilbúna Tikku í 204 :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 4
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: 204 Ruger þráður

Ólesinn póstur af T.K. » 23 Jan 2014 20:40

Það eða talar við Finna. Hann hefur reynslu af smíði 204
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: 204 Ruger þráður

Ólesinn póstur af skepnan » 24 Jan 2014 12:56

Sælir, svo er Howa með .204 Ruger hlaup, bæði stór og smá :mrgreen:
Svo er líka hægt að fá Savage í .204 osfrv...

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 204 Ruger þráður

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Feb 2019 21:42

Endurvek hér þráðinn aðeins.

Hvaða hlauplengdir voru þið með sem hafið verið að hlaða í þessa riffla. Er að byrja að hlaða og eins og er með N540 en ef eitthvað kemur betur út þá er það snilld. Sá að 8208 XBR púðrið virðist koma virkilega vel út. En held það fáist ekki hér heima.

@Gisminn @Konni Gylfa @T.K.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara