Nýr Riffill ??? valkostir

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur
Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 25 Jan 2014 15:18

Sælir.
það væri fróðlegt að heira í mönnum hvernig riffil þeir mundu velja sér miðað við eftifarandi forsendur
verð: 150.000- +/- nýtt/notað
Skilyrði:
Langur Lás (30-06 eða svipað)
Timbur/límtré í skefti (Thumbhole/varmit er +)
kostir en ekki nauðsin:
Þungt hlaup (þá 6,5 mm)
stillanlegur gikkur

Loks aðgengi að aukahlutum skefti gikkir og þess háttar grams.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af Gisminn » 25 Jan 2014 23:36

Þetta er skemtileg pæling en sem aðdáandi 6,5x55 vegna þess að ég er búinn að læra mikið á það og á Sako í þessu cal en er ekki í þessari verðhugmynd þá tæki ég þennan vegna möguleika á að geta notað svipað og axiom en haldið cal :-)
http://www.veidimadurinn.is/Default.asp ... 42&vID=318
Og það er mjög auðvelt að létta gikkinn ef menn vilja en verða bara að kunna það !!!!!
Síðast breytt af Gisminn þann 26 Jan 2014 01:59, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 25 Jan 2014 23:55

Ég hugsa að myndi bjóða Ómari að losa hann aftur við Tikkuna á sama verði og ég seldi hana á. minnir að það hafi verið 160 þúsund með optilock festingum og c.a. 100 hylkjum...

Það var upphaflega 6,5 x 55, en rýmaður út í 6,5-284. Tikka T3 Varmint SS í plast skepti... ekta vinnu þjarkur!

Semsagt ég myndi líklega byrja á að leita mér að notuðum. Þetta skepti á Howuni finnst mér æfintýralega ljót. En misjafn er smekkur manna sem betur fer.... Annars held ég að Howa geti verið ágætir rifflar.

svo myndi ég að sjálfsögðu fá mér seinna KKC eða GRS límtré.... ;)

Það eru Tikka aðdáendur eins og ég út um allan heim og til haugur að aukahlutum í þá... annar augljós kostur væri REM 700.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af 257wby » 26 Jan 2014 00:03

Sælir.

Ætli ég myndi ekki skoða Howa Euro Varminter eða Ambi Varminter.

Ágætir lásar og fín skepti,og svo er til slatti af aukabúnaði og "upgrade-um"
fyrir þá.

kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 26 Jan 2014 00:15

257wby skrifaði:Sælir.

Ætli ég myndi ekki skoða Howa Euro Varminter eða Ambi Varminter.

Ágætir lásar og fín skepti,og svo er til slatti af aukabúnaði og "upgrade-um"
fyrir þá.

kv.
Guðmann
Þessir rifflar eru samt bara til í stuttum lás og getiði hvað, caliberum gærdagsins, fyrradagsins.... svo er .223 líklega eitthvað miklu eldra... :lol: :?

Er eitthver til í að senda Japönum símskeyti og láta þá vita að það sé komið 2014...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 26 Jan 2014 00:42

Ég myndi byrja á að skoða.
http://hlad.is/index.php/netverslun/rif ... orter-dbm/
Miða við gefnar forsendur 270 win

Kannski hafa þessa grein til hliðsjónar
http://www.accurateshooter.com/technica ... y-formula/
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af Gisminn » 26 Jan 2014 02:01

Sæll stebbi ég er alveg sammála að skeptið er smekksatriði en gæti verið notadrjúgt til síns brúks :-)
Eins og mér finnst þessi bleiku eða bláu skepti ekket falleg á BR rifflunum og fleiri en þetta eru bara smekkusatriði manna og ekkert að þeim :-)
Síðast breytt af Gisminn þann 26 Jan 2014 02:09, breytt 2 sinnum samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 26 Jan 2014 02:03

Sælir.
Er búinn að horfa þennan Howa Sporter Ambi riffill hefur flest sem ég er að leyta að, flott skepti, 6,5mm hlaup til byrja með, það er bara spurningin hvort 6,5x55 lásinn tekur 61mm hylki?? skemmtilegra að geta sett meira en 1 skot í í einu og þurfa ekki að taka boltan úr til að afhlaða heilu skoti. Menn hafa jú verið að ná ágætum árangri út úr þessum lásum, er ekki 308 Skepnan með svona græju í löngum lás (.270 win).
Remmin er alltaf góður kostur tími bara varla að kaupa heila byssu til að nota ekkert nema lásin þá er Mauser líkalegast gáfulegastur, alltaf klassík ætli að maður endi ekki bara með otterup langar bara í eh. annað en allir aðrir eru með. Og skynsemi í þessum málum er bara hreint ekki skemmtileg :twisted: , og Steini það er fernt sem ég mun aldrei eignast í byssum og það er Sako, Zeiss, Berretta og riffill í plasti, þetta er bara svo hrillilega óspennandi dót alveg laust við allan karakter og sérvisku :o .
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af Gisminn » 26 Jan 2014 02:07

Hahaha hver hefur sinn smekk á því gamli :-) og svo ég stundi reglulega iðju að leiðrétta þig þá er Zeiss ekki byssa heldur sjónauki :twisted: fyrir mér er tréið í sakónum ljúft og gott með notalega viðkomu og hlaupið traust ekkert að svíkja mig og gikkurinn léttur eins og golan og fellur mér eins og flís við rass.
Hin atriðin þekki ég ekki 8-)
En miskildi ég spurninguna í upphafi ? Var verið að spyrja um eitthvað annað en traust og notagildi ?
Ef svo er þá á kannski mitt svar ekkert erindi hérna :o
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af skepnan » 26 Jan 2014 13:28

Sæll Jón, ég er með 270 í Talon skepti (plast :oops: ), með flútuðu standard hlaupi.
Stebbi það þarf ekki að senda japönum eitt eða neitt enda bjóða þeir þessa riffla t.d. í 204 Ruger.
Howa hefur framleitt hágæða hlaup fyrir t.d. Weatherby, S&W í fjölda mörg ár. Ef að einhverjir kunna að smíða úr járni og stáli, þá eru það japanir.

Legacy Sports International byrjuðu að flytja Howa til USA og buðu líka upp á að setja þá í Boyd skepti.
Hérna er hægt að sjá hvað er í boði í lásum og hlaupum:
http://legacysports.com/barreled-actions

Þessir bjóða upp á að setja saman sína eigin útfærslu á rifflinum:
http://www.howarifles.eu/2.html

Svo sá ég núna nýverið að Weatherby býður upp á losanlega skotgeyma (magasín) í löngum lás í staðinn fyrir botnplötuna, þeir eru nefnilega topphlaðnir. Ég á eftir að versla mér svoleiðis núna á næstunni.
Legacysports hefur bara boðið upp á losanlega skotgeyma fyrir stuttu lásana en Veiðihornið hefur flutt inn frá þeim eftir minni bestu vitund.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Björninn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af Björninn » 26 Jan 2014 15:13

Ég keypt mér eins riffil og Þorsteinn bendir á í 6,5x55. Var efins fyrst af því mér fannst skeptið svo skelfilega ljótt :shock: En það verður fallegra með hverju skiptinu sem ég skýt úr honum, því þetta er gríðarlega þægilegt skepti. Sé ekki eftir að hafa tekið hann núna, og voru tveir tarfar felldir með honum síðasta sumar án nokkurra vandræða. :P
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Jan 2014 16:38

Ég mundi fá mér Mauser lás, sennilega Otterup það er einfaldast í dag, það er dulítið af þeim á markaðnum.
Ég mundi skipta um hlaup ef þess þyrfti annars láta færa upp á hlaupinu og rima það í 6,5-284.
Síðan mundi ég láta skinna skeftið upp taka það niður og gera það fínlegra, nú eða fá mér þumbhole skefti frá http://www.rifle-stocks.com/
Þá er ég kominn með það sama og ég á í dag fyrir þennan pening sem talað er um í upphafi þessa þráðar.
Viðhengi
DSC_0695[1].JPG
Mauser Otterup
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af iceboy » 26 Jan 2014 17:33

Ég er svoltið sammála Sigga þarna, þetta er það sem ég gerði nema að minn er "Bara" 6,5x55.

Kostar með því að kaupa riffilinn, skepti, láta fræsa skeptið, og með kiki . vortex viper 6,5-20x50
200.000 kr
Viðhengi
riffill6.gif
Árnmar J Guðmundsson

Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af Sveinn » 26 Jan 2014 20:57

Notuð Tikka væri fyrsti kostur miðað við þennan ramma, þær eru þó sjaldséðar notaðar hér í 30-06 fjölskyldunni. Kostur nr 2 væri nýr long action Remington 700 SPS (t.d. í 270W í Ellingsen) á 130 þ í plastskefti, taka það af og panta Boyds skefti með thumbhole á ca 25 þ hingað komið. Þarf þó sennilega að bedda hann. Úrvalið af aukahlutum í Remma 700 er yfirdrifið.

http://www.boydsgunstocks.com/product.h ... &cat=1220#
Boyds R700 TH.jpg
Boyds R700 TH.jpg (18.31KiB)Skoðað 2578 sinnum
Boyds R700 TH.jpg
Boyds R700 TH.jpg (18.31KiB)Skoðað 2578 sinnum
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 26 Jan 2014 23:40

Sælir.
Gamann að þessum pælingum öllum.
Steini ég er nú bara aðeins að stríða þér þið Sako/Tikka kallar eruð svolítill sértrúarsöfnuður eins og Toyotu eigendur haldið að ekker annað virki eins vel og sé jafn gott. :lol:
Howan er alltaf að verða áliltlegri kostur 6,5x55 er í sama lás og 30-06 og ættingar, hægt að ríma orginal hlaupið til að byrja með, taka gikkin í gegn, skeftið töff og málið er dautt.
700 Remmi í ónýtu plastskefti, nýtt hlaup skefti og gikkur maður væri trúlega bara að nota lásinn úr þeim riffli að lokum.
6,5x284 Otterup nei takk búið og gert, einn af 3 rifflum sem ég hef selt um æfina og og sá eini sem ég sé ekki eftir eða hef keypt mér aftur í öðru .cal. Það er spurning ef maður finnur Otterup í danska skeftinu á góðu verði, það er bara svo helvíti margt sem vantar til að gera hann góðan. Gikkur, öryggi, basar og ekki síðst hlaup, nánast kominn á sama level og Remmin. Ef ég ætlaði að hafa gripinn 6,5x55 þá væri Otterup varla spurning, en Arnfinnur telur það nánast ómögulegt að ríma svona gömul hlaup upp á nýtt svo vel sé.
Winchester mod. 70 eða Brno væru ógeðslega spennandi lásar verst að þeir eru álíka algengir og sannsögull pólitíkus, Parker Hale er lýka flottur kostur.
Verst að það er sennilega alveg sama ef ég versla gamlan riffil í þetta verkefni ég kem ekki til með að tíma því að breyta honum, nema þá helst Otterup á einn óbreyttan tímdi honum ekki þegar á hólmin var komið, er alltof helv...... nákvæmur bara á sigtonum.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

Garpur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af Garpur » 27 Jan 2014 09:16

Sæll,ég held að þú ættir að panta þér Savage lás, eða Remington clone. Það er gott að byrja þar.
Þú ert hvort eð er búinn að prófa allt annað, :)
Panta gott hlaup, gerðin skiftir ekki öllu máli svo fremi að það sé match grade.
Skefti sem þér líkar við, Þú getur kíkt í heimsókn til að prófa nokkrar gerðir 8-)

Með þær hugmyndir sem ég veit að er aðberjast í þér verður þetta aldrei gaman nema þú farir þessa leið.

Nema þú takir Tikku lás.

kv
Kv. Garðar Páll Jónsson

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af Spíri » 27 Jan 2014 10:22

Það býður einn 700remmi í Ellingsen eftir mér, sæki hann seinna í vikunni, hann er reyndar short action en það kemur ekki að sök þar sem hann mun verða 6,5x47lapua þegar tíminn kemur :D svo er líka á leiðinni að westan Boyds thumble skefti. Pikkantinny rail á ég til á hann sem og tactical bolt knob og einhversstaðar á ég Timney gikk til að setja á hann ef það verður vesen með að létta orginal gikkinn. Kostnaðaráætlun: fyrir þessar aðgerðir eru ca 150 þús, riffill og skefti 130þús plús mínus 5þús eftir því hvað Bjarni B ættaður frá Engey ætlar sér að taka mikið fyrir að leyfa mér að eignast skeftið, gikkur, rail og bolt knob 21,180kr Bjarni frétti ekki af þeim viðskiftum þar sem þau fóru fram fyrir westan og það gleymdist alveg að minnast á þau í hliðinu :D
Þá á eftir að fjárfesta í hlaupi sem verður á komið ca 100þús, en það liggur ekkert á, riffillinn kemur í .243 og þó það sé cal þriðjudagsins í síðustu viku :lol: verður alveg hægt að leika sér með það í einhvern tíma.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af Gisminn » 27 Jan 2014 11:36

Smá útidúr hvernig sjónaukafestingar passa á Pikkantinny rail og altaf gaman að fylgjast með brallinu á þér Þórður :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 27 Jan 2014 13:02

Gisminn skrifaði:Smá útidúr hvernig sjónaukafestingar passa á Pikkantinny rail og altaf gaman að fylgjast með brallinu á þér Þórður :-)
Það eru örugglega til festingar frá NightForce í Hlað fyrir Picatinny rail...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nýr Riffill ??? valkostir

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 27 Jan 2014 13:04

Hvernig hlaup ætlaru að setja á hann Þórður?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Svara