Eldglæringar????

Allt sem viðkemur byssum
marin
Póstar í umræðu: 7
Póstar:72
Skráður:17 May 2012 04:42
Eldglæringar????

Ólesinn póstur af marin » 26 Jan 2014 21:05

Ég er forvitinn um það hvort það sé allt í lagi að það komi eldglæringar fram úr hlaupinu hjá mér, byssan er Browning x bolt 2710 cal, Nozler 130 gr með 51 gr af N 160 col eins og Nozler gefur upp

En ef ég nota 56 gr hleðslu en sama col þá koma ekki eldglæringar , eins ef ég set kúluna alveg fram í rílur þá kemur ekki neitt.

Þarf ég eitthvað að hafa áhyggjur af þessu.
Kveðja.
Árni Kristinsson
Fjallabyggð

marin
Póstar í umræðu: 7
Póstar:72
Skráður:17 May 2012 04:42

Re: Eldglæringar????

Ólesinn póstur af marin » 30 Jan 2014 18:29

Er virkilega enginn sem hefur skoðun á þessu eða skiptir þetta kannski engu máli, veit það ekki sjálfur, þess vegna spyr ég.
Kveðja.
Árni Kristinsson
Fjallabyggð

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Eldglæringar????

Ólesinn póstur af sindrisig » 30 Jan 2014 21:51

Sæll.

Þetta er nú örugglega sauðmeinlaust. Það er þokkalegur eldstólpi úr hlaupinu hjá mér, aðeins misjafnt eftir púðri en amk. 50 cm í góðum skilyrðum með N-550.

Eldglæringar er dálítið óvanalegt orð, það eru alltaf einhver ljósagangur fram úr byssuhlaupi, nema að menn séu með sérstakan útbúnað til þess að fela það. T.d. hljóðdeyfi.

Kíktu á youtube og leitaðu eftir muzzle flash og flash hider eða slíkt.
Sindri Karl Sigurðsson

marin
Póstar í umræðu: 7
Póstar:72
Skráður:17 May 2012 04:42

Re: Eldglæringar????

Ólesinn póstur af marin » 31 Jan 2014 16:27

Sæll.
Takk fyrir þessar upplýsingar, mig grunaði að þetta væri eitthvað sem maður ætti ekki að hafa áhyggjur af, en það er alltaf gott að fá álit hjá fleirum.
Kveðja.
Árni Kristinsson
Fjallabyggð

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Eldglæringar????

Ólesinn póstur af Spíri » 31 Jan 2014 16:53

Áþessu myndbandi er vinur minn að fá að skjóta úr 300wsm rifflinum mínum, það er alveg þokkalegur blossi sem kemur af honum.

http://www.youtube.com/watch?v=-aZ3BlqJZ2M
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Eldglæringar????

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 31 Jan 2014 17:02

Árni væntanlega er þetta ekkert alvarlegt en mér finnst svolítið skrítið ef þessi blossi hverfur alveg við hækkaðan þrýsting hefur spurt þá í Hlað út í þetta.
Hefur skoðað hvernig þessi blossi þróast frá 51 gr uppí 56 gr af N160
Ertu farinn að fá einhver þrýstingsmerki á hvellettuna þegar blossinn kemur ekki?
Jens Jónsson
Akureyri

marin
Póstar í umræðu: 7
Póstar:72
Skráður:17 May 2012 04:42

Re: Eldglæringar????

Ólesinn póstur af marin » 01 Feb 2014 11:50

Nei ég hef ekki gert neina vísindalega skoðun á þessu, sá bara á videó að það koma blossar með 51 gr hleðslu en ekki með 56 gr.
En þáð eru nánast enginn munur að sjá á hylkjunum, örlitið meira sót á 56 gr en 51 gr en engin þrýstingsmerki.
Ég hef ekki talað við þá hjá Hlað, ákvað að spyrja menn hérna.
Kveðja.
Árni Kristinsson
Fjallabyggð

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Eldglæringar????

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Feb 2014 11:58

Ég held að það hafi lítið upp á sig að tala við þá í Hlað, þar fara svörin alltaf fyrst og fremst eftir því hvað þeir eiga til í hillunum 8-) :lol: :twisted:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

marin
Póstar í umræðu: 7
Póstar:72
Skráður:17 May 2012 04:42

Re: Eldglæringar????

Ólesinn póstur af marin » 01 Feb 2014 12:40

Ja, það er þá eitthvað lítið eins og er, ekkert púður og lítið úrval af kúlum. :evil:
Kveðja.
Árni Kristinsson
Fjallabyggð

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Eldglæringar????

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 01 Feb 2014 14:44

Siggi ég lagði til að spyrja þá í Hlað fyrst og fremst vegna þess að ég hef alltaf fengið góða þjónustu þar og líka vegna þess að þeir eru umboðsaðilar fyrir umrætt púður og eiga sem slíkir auðveldari aðgang að framleiðanda púðursins ef þetta er eitthvað til að hafa áhyggjur af.
þar fyrir utan þá hugsa ég að það sé ekki margir á landinu með meiri reynslu í að hlað skot en þeir eða með víðtækari aðgang að reynsluboltum í þessu og við vitum báðir að reynslan telur þegar kemur að svona málum.

Nú og ef menn telja að ráðleggingarnar fari eftir því sem er í hillunum hverju sinni þá fara þeir bara þangað sem hillurnar gefa þeim svörin sem þeir vilja fá. :)
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Eldglæringar????

Ólesinn póstur af Gisminn » 01 Feb 2014 16:12

Reynslan af Hlað virðist vera mismunandi ég hef heyrt þessar sögur um ráð eftir því hvað sé til en mín persónulega reynsla og er sú sem ég get bara vitnað um er ekki alveg svona heldur alveg frá birjun þegar ég óskaði eftir að þeir hlæðu fyrstu skotin mín og bað ég um góða hleðslu fyrir 6,5x55.
Þeir hlóðu fyrir mig og létu fylgja að þetta væri örugg almenn hleðsla. En til að fullkomna yrði ég að finna út sjálfur hleðsluna og hleðslan sem ég fékk var aðeins 1 graini frá og ég dýpkaði um 0,4mm og þá fór hún úr tæpri tommu í 11mm. Hvað vöruúrval snertir hefur verið sáralítið til því miður en þeir hafa reynt að svara mér af heiðarleika hvenær von er á hlutunum og met ég það. Að sjálfsögðu vill ég fá hlutina hraðar og að þeir séu eða eiga bara að vera til en þeim til vorkunar þá búum við á skeri sem kaninn vill ekki selja til nema eftir sér þörfun sem geta víst tekið óratíma að fá leyfi og slíkt.
Ekki gleyma að ef þið eruð óánægðir eru alltaf til aðrar verslanir
eins og veiðihornið með púður sem er dálítið dýrara en það finnska en sum þeirra eru betri en finnska með tilliti til að þola hitabreytingar úti betur og carbon er varla til held ég og ég hef altaf varaplan ef N-160 er ekki til þá kemur R-19 í staðin munar 0,5gr í hleðslunni minni.
Ellingsem er komið með frábært úrval af skotum frá ýmsum framleiðendum og svo kúlum og hleðslugræjum frá Hornady sem margir eru að færa sig yfir úr Nosler í Horandy.
Ellingsen er kannski dálítið dýr en ekki í kúlunum og því finnst mér og ekki skemmir fyrir að afgreiðslumaðurinn þar er ræðinn og skemtilegur fýr sem vill þjónusta þig.
En hvað varðar upphafsþráðin þá dettur mér ýmislegt í hug svo sem að með minnstu hleðsluni nái hún ekki góðum þrýsting eða hita og brunin á púðrinu verð hægari og sést þarafleiðandi meira áberandi út úr hlaupinu, Önnur skýring afhverju þú tókst eftir þessu þarna á vídeóinu gæti verið birtan og sjónhornið en þegar 56 kom var sjónhorn annað eða birta meiri bara hugmynd.
En ef fyrri kenningin passar ætti þú að geta sannreynt það með að skjóta þeirri hleðslu og þrífa og sjá sótmyndunina og svo 56 hleðsluni og þrífa aftur og sjá hvort það sé ekki mun minna sót.
En þetta er eins og fram hefur koið meinlaust nema að ef það er mikill bruni og sótmyndun í hlaupinu þarftu að þrífa oftar svo nákvæmnin haldist og það aukist ekki þrýstingurinn í skotinu vegna drullu í hlaupi.
Gangi þér bara vel :)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Eldglæringar????

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 01 Feb 2014 20:23

Sæll Steini.

Gott svar hjá þér, segir allt sem segja þarf.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

marin
Póstar í umræðu: 7
Póstar:72
Skráður:17 May 2012 04:42

Re: Eldglæringar????

Ólesinn póstur af marin » 01 Feb 2014 21:59

Sæll Steini, ástæðan fyrir því að ég tók eftir þessu var að það var tekið videó af mér á 15 min kafla og þar sé ég munin, finnst þessi skýring þín með þrýstingin og hitan geta verið málið, svo var ég líka með col alveg fram í rílum og af þeim skotum kom ekki blossi.

En varðandi Hlað þá hef ég fengið þar mjög góða þjónustu og reynar líka ekki svo góða, en ég held samt áfram að versla við þá félaga, ekki spurning.
Kveðja.
Árni Kristinsson
Fjallabyggð

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Eldglæringar????

Ólesinn póstur af Gisminn » 01 Feb 2014 23:53

Besta mál en tékkaðu bara til öryggis á þrifamálinu með sótið því að setja fram í rillur er annað atriði sem menn hafa mjög misjafnar skoðanir á ég til dæmis er adrei nær en 0,4mm bara svo ég þurfi ekki að hafa áhygjur af þrýsting eða festa kúlu í rillum eða nokkrum öðrum vandamálum sem sagt þessir 0,4 eru mitt öryggis svæði. Hvað meina ég með þrýsting ? Sjáðu fyrir þér bíl sem tekur af stað á jafnsléttu eða bíl sem þarf að taka af stað alveg uppvið hraðahindrum. hvor er með meiri mótstöðu og hvað gerist ef kerfið reiknar ekki með þessum breytum. en endilega vertu svona einlægur og opin og haltu áfram að spyrja því þá er svo gaman að geta reynt að hjálpa og það er ekki til heimskuleg spurning heldur er heimskulegt að spyrja ekki ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

marin
Póstar í umræðu: 7
Póstar:72
Skráður:17 May 2012 04:42

Re: Eldglæringar????

Ólesinn póstur af marin » 02 Feb 2014 16:15

Takk kærleg fyrir þetta ekki spurning að það er gott að leita hingað inn með spurningar.
Kveðja.
Árni Kristinsson
Fjallabyggð

Svara