Caliber fyrir 1000 og lengra

Allt sem viðkemur byssum
Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 10
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson
Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 06 Feb 2014 08:09

Gisminn skrifaði: Fallið fyrir minn 6,5x55 á 1 km er rúmir 10 metrar :o
Sæll Þorsteinn hvaða forsendur ertu að nota fyrir þennan útreikning, kúlu, upphafshraða og hver er kúluhraðinn á 1000 metrum.

Samkvæmt því sem ég hef lesið aðalega Bryan Litz þá er ekki raunhæft að miða við lengra færi en svo að kúlan sé ennþá á meira en 1340 fps eða 409 ms

Þetta stóð alveg heima við reynsluna sem ég fékk í fyrra af 125 gr kúlunni hjá mér en hún var vel nothæf á 660 metrum en þegar við skutum á yfir 700 þá hætti ég eftir 3 eða 4 skot þar sem kúlurnar voru út um allt.

Fjarlægðarmælarnir sem við Stebbi vorum með í þessum tilraunum okkar mældu ágætleg uppundir 700 metra en þá verður maður að hafa gott grjót eða bíl til að mæla á annars skiptir maður bara færinu í tvær mælingar það er svosem ekkert mál við þessa yðju :)
Jens Jónsson
Akureyri

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af konnari » 06 Feb 2014 08:30

Jenni !

Þetta eru dagdraumar hjá þér að reyna koma 180gr. kúlu úr 308win með 600mm hlaupi á 2800+ fet. :lol: :lol:
Kv. Ingvar Kristjánsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 10
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 06 Feb 2014 08:39

Sæll Vertu Ingvar.

Mig hefur nú aldrei dreymt um það ég var að meina að ég yrði verulega ánægður ef ég kæmi 7 mm 180 gr Berger kúlunni á 2800+ úr 284 rifflinum þetta blandaðist svolítið saman hjá mér :)

Ég er að skjóta 185gr Berger úr 600 mm hlaupi á 308 á 2700 fps með RL-17 og ef Nosler 190 gr ABLR kúlan stendur undir auglýstum flugstuðli þá get ég vonandi kreist 1000 yarda út úr 308 með 600 mm hlaupi svo öllum misskilningi um þetta sé eytt.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 Feb 2014 10:54

Heyrðu Jenni ég mældi ekki hraðan en tó 1x3 skot á 100 200 og 300 tók svo miðuna á grúbbunum og fann út fall í JBM
En get ekki afritað en upphafshraði er á 120 gr Nosler BT 2700 fet og núll á 100 og á 1000 metrum er fallið 1063,8 og hraðinn 1320,8 en ég hef ekki teigt mig út með honum nema á 550 metra og ekki tekið grubbu test þar var bara að athuga hvort ég hitti máv á því færi og ég hitti
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Árni
Póstar í umræðu: 2
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Árni » 06 Feb 2014 12:26

Þú segir að það gæti verið vandamál að fá leyfi fyrir XLR skepti Stebbi?

Hefur einhver fengið neitun á því eftir að það voru flutt inn nokkur hérna um árið?
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 06 Feb 2014 12:56

Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 10
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 06 Feb 2014 13:21

Gisminn skrifaði: ég hef ekki teigt mig út með honum nema á 550 metra og ekki tekið grubbu test þar var bara að athuga hvort ég hitti máv á því færi og ég hitti
Það er flottur árangur Þorsteinn.
Þú ættir að reyna skjóta með honum á hraðamæli einhvertíman það munar helling að vita upphafshraðan á hleðslunni við þetta long range brölt og hjá mér hefur það komið best út að nota G7 staðalinn fyrir BC og á JBM síðunni þá nota ég kúlu upplýsingar frá Litz þær eru mjög nákvæmar á þeim kúlum sem ég hef skotið.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af petrolhead » 06 Feb 2014 15:29

Sælir.
Skemmtileg umræða og áhugavert, hef alltaf verið pínu veikur fyrir long range og á mér minn útópíska draum í því efni, rétt eins og aðrir, sem er Barrett M82 cal .50 :lol: en það eru víst litlar líkur á að hann rætist :cry: :cry:

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 1
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 06 Feb 2014 16:55

Sælir félagar

Vissulega er fall og vinrek minna á 338Lapua en t.d. 260rem og kikkið sjálfsagt mun meira.

Ég stillti upp til gamans þessum tveimur þ.e. bar saman í JMB 123gr Horndy með G1 0,51 og v=2950f/s saman við 225 Hornady G1 0,515 og G7 0,266 og v=3.2000f/s en Þetta er nærri max hraða m.v. 24“ hlaup skv Lyman.

Þá er fallið á síðustu 100m þegar skotið er á 1.000m færi 262cm með 260rem en 202cm með 338Lapua og munurinn í vindreki verður 67cm á móti 55 á 100metrum. Það er því munur uppá 0,6cm/m í falli.
Ég held það sér rétt að taka frekar fleiri æfingar með þessum nettu rifflum áður en maður fer að hugsa um hleðslur með um 100grains púðurmagni.

Þú heldur nú vonandi þínu striki Gísli og færð þér 338 :P !
Viðhengi

[The extension pdf has been deactivated and can no longer be displayed.]

Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 06 Feb 2014 17:54

Auðvitað heldur maður sínu striki.

Long Range riffill er á Long Time plani
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Sveinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Sveinn » 06 Feb 2014 17:57

@Jens
Sammála, 5 skot í 14 cm á 100 m er líka nóg verkefni fyrir mig í bili :D

@Stefán

Ég notaði ekki G7 af ýmsum ástæðum, aðallega leti, hef hingað til ekki nennt að setja mig inn í muninn á G1 og G7 og Hornady reiknirinn, sem ég hef notað, gerir ráð fyrir G1. Plús að allir framleiðendur gefa upp G1 en ekki allir gefa upp G7. Stend nú leiðréttur með það, auðvitað á að nota G7 á Boat Tail kúlur. Ég skrifaði rangt 0,730 sem G1 fyrir Berger Hybrid Target í innlegginu hér að ofan, á að vera 0,743.

Ég reiknaði því aftur og nú með G7 og með JBM reikninum sem tekur annað hvort G1 eða G7. Miða við 230 gr Berger Hybrid Target kúluna með G7 0,380 (2900 fps í 300 RUM) og ber saman við 300 gr Berger Hybrid Tactical með G7 0,419 (2650 fps í 338 LapMag). Ég nota G7 frá framleiðanda í báðum tilvikum. Ef Bryan Litz G7 gildið væri notað fyrir sumar kúlur en ekki aðrar þá værum við virkilega að bera saman epli og appelsínur :) Ef Litz gildin væru tiltæk fyrir báðar kúlur væri réttast að nota þau enda mæld af óháðum aðila.

Með því að nota G7 í JBM reiknivélinni þá eykst vissulega munurinn á orku kúlunnar á 1000 yd, áfram 338 LapMag í hag. Munurinn er þá 15% miðað við þessar forsendur en ekki nokkur prósent. Svo má deila um hvort það er lítið eða mikið. Getur vissulega munað um það. Af góðum ástæðum sem það er notað í Long Range.

Staðreyndin er samt sú að heimsmetið í 1000 yd er sett af skyttu sem notar 30 cal kúlu. Þrátt fyrir allar reiknivélar, G1, G7 og Bryan Litz - með fullri virðingu fyrir öllum þeim stærðum :D
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 06 Feb 2014 22:58

Tek röðina síðan ég las þetta síðast... frábær þráður!

Gísli

Finndið... skotbjallan þín lítur nánast nákvæmlega eins út og sú sem við Jenni hönnuðum og hann smíðaði svo, nema miðjustöngin hjá okkur er líklega aðeins lengri og við settum augun fyrir keðjuna/spottan út í þrífæturna.

Þorsteinn

Þegar þú ferð að skjóta yfir 1000 metra þá þýðir ekkert cirka og hérumbil, þannig að þegar maður dundar sér við skotbjöllur á þessum færum þá er GPS líklega lang ódýrast og best til þess að fá ásættanlega niðurstöðu. Til veiða dugar Leupoldinn alveg...

Árni

Samkvæmt mínum samtölum við Jónas, þá munu þeir ekki leyfa pístól, army style riffilskepti. Hvað sem okkur kann að finnast um það, það eru jú til aðillar hér á Íslandi sem gætu ælt út skeptum í hvaða looki sem er nánast á færibandi.

Petrolhead (Garðar)

Heh... það eru líklega litlar líkur á því að þú uppfyllir þennan draum hér á klakanum, en alltaf gaman að láta sig dreyma. Hefur þú skoðað .416 Barrett? Það hefur alltaf heillað mig meira en þetta RISA hylki. Hér eru þau saman á mynd, .50 BMG að sjálfsögðu vinstra meiginn fyrir þá sem ekki þekkja.

Mynd

Hjörtur

Það væri nú svolítið snubbót að setja 24" hlaup á .338 Lapua, eða hvað finnst þér? Væriru til í að dunda við þetta upp á nýtt og setja 300 grs Berger kúluna með G7 stuðlinum hjá Sveini (.419) og 2800 fps í hraða við hlaup.

.260 REM og .338 LM. Þessi tvö cal eru ekki sambærileg á neinn hátt... hvorki hvað varðar rekstrarkostnað eða nokkuð annað. .260 REM er max hægt að nota af eitthverju viti út á 1000 metra á meðan .338 er næstum því x 2 sú fjarlægð.

En æfing með nettum rifflum á að sjálfsögðu alltaf við... ég æfi mig að skjóta 98 % með .22 LR 8-) og það alltaf gott að skjóta... Ég myndi aldrei týma að eiga riffil sem ég týmdi ekki að skjóta úr... svo .338 er seint á dagskrá hjá mér, þó það sé alveg framúrskarandi gott LR caliber...

Sveinn

Það er að sjálfsögðu rétt hjá þér að nota 300 grs Berger Hybrid kúluna... þar sem .338 VLD kúlan hefur aldrei komið í almenna sölu og maður getur þar af leiðandi alls ekkert notað hana... ha ha ha... :lol: Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Það er líka rétt að nota mæld gildi frá Litz ef maður getur það, því það gefur rétta niðurstöðu... þetta gildi sem þú ert með fyrir .338 kúluna er mælt og því rétt... hinsvegar sýnir ferilforritið mitt ekki mæld gildi fyrir 30 cal kúluna hjá þér, bara fyrir 210 grs kúluna. Hins vegar er ekki ástæða til þess að draga þetta gildi í efa sem er á Berger síðuni.

En þér er óhætt að setja hlauphraðan alveg upp í 2800 fyrir .338 held ég, því Finni er að ná þessum hraða sem þú gefur upp með N-170 púðrinu sem er sennilega talsvert hægara en hægt er að gera með N-570 eða RL-22. Pálmi getur örugglega samt svarað því hvað er hægt að ná þessu hratt og hvað væri skynsamleg hlauplengd á svona riffli. Þar sem hann á einn... ;) Ég sé reyndar að Bryan Litz gefur upp 2700 fps á sínum SAKO.

Hvað heimsmetið varðar sem er nú ekki dónalegt, þá er það kaldhæðinslegt að hylkið hans skuli vera byggt á .338 Lapua... :lol: En það eru líka nokkur heimsmet til á 1000 yards þó metið hans Tom Saver standi enn óhaggað frá 2007 enda verður það líklega seint slegið.

Hér er fínt lesning um Bryan Litz og félaga hans Paul Philips á long range skytteríi, sem segir manni svolítið mikið um það við hverju er að búast þegar menn koma út á þennan völl. Alltaf skemmtilegt að lesa um svona ferðir þar sem menn ná kannski ekki 100 % árangri og taka inn í hvað getur verið að fara úrskeiðis.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Árni
Póstar í umræðu: 2
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Árni » 06 Feb 2014 23:17

Ég átti nú gott spjall við Jónas í desember og þá sagði hann að þeir myndu leyfa pistol grip á riffilskeptum en ekki haglabyssuskeptum.
En þeir hafa nú þegar sett fordæmi og leyft Séra Jóni að flytja svona inn.
Með því er sett fordæmi og ætti að þurfa lagabreytingu fyrir að banna Venjulegum Jóni að gera það sama.
Annað myndi kallast klíkuskapur.
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 2
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Pálmi » 06 Feb 2014 23:20

það er rétt Stebba um hraðan, 2800 fps með 300 sierra mk úr mínum rifli, en 338 byrjar ekki að virka fyr en um 500 metra , fyrir innan það er hann" eins og allir hinir", og þá erum við að tala um fall en ekki vindrek. hef skotið með mínum upp á 1650 metra með góðri nákvæmni (50 cm 3 skot) í 4-5 metra hliðarvindi þannig að þetta er rakið dæmi á lengri færum. Ef ég man rétt þá miðaði ég 14 metra upp í vind oa 34 metra upp :shock: .
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 10
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 06 Feb 2014 23:53

Pálmi miða við uppgefið 2800 fps á Sierra 300 gr MK kúlunni þá ætti hún að fara í Trans sonic við 1300 metra og sub sonic við 1550 metra verður var við breytingu á nákvæmni á þessari kúlu á ca þessum færum. það er innan við 1300 metra og svo á lengri færum en 1500 metrum
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 2
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Pálmi » 07 Feb 2014 20:53

Nei Jenni ég get ekki sagt að ég finn mun, þetta virðist bara svínvirka alla leið :D
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 10
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 07 Feb 2014 22:44

Pálmi skrifaði:Nei Jenni ég get ekki sagt að ég finn mun, þetta virðist bara svínvirka alla leið :D
Kannski svarið við því Pálmi neðst í þessari grein
http://www.precisionshooting.com.au/dow ... dnotes.pdf

Ég spurði að þessu vegna þess að ég sá 30 cal 125 gr Nosler kúluna fara út um allt hjá mér þegar hún fór niður í Transonic hraða.

Hér er linkur sem getur hjálpað mönnum að velja Berger kúlur fyrir long range
http://www.bergerbullets.com/form-facto ... ysis-tool/
Jens Jónsson
Akureyri

Svara