Caliber fyrir 1000 og lengra

Allt sem viðkemur byssum
Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37
Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 03 Feb 2014 17:55

Leiðist út á sjó og ákvað því það starta þræði sem er eingöngu hugsaður til skemmtunar.

Hvaða caliber mynduð þið fá ykkur til þess að skjóta út á 1000 og lengra? Gott ef menn gætu nefnt af hverju (nákvæmt, hagkvæmt, langar bara í o.s.frv).

Mynduð þið kaupa tilbúinn riffil eða smíða og þá með hvaða íhlutum (skepti, sjónauka o.s.frv). Ef þið eruð búnir að sjá það sem ykkur langar í - smellið endilega inn mynd.

Er ekki að hugsa um veiðiriffil - bara svona draumariffil fyrir lengri færin.

Eins og Arnfinnur er að skjóta úr í þessu myndbandi

http://www.youtube.com/watch?v=98J2zVrud3M

og Pálmi í þessu

http://www.youtube.com/watch?v=Tgg7oj0Z02o

Kannski eigið þið þennan draumariffil nú þegar og þá væri gaman að vita hvernig riffill það er.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Feb 2014 19:31

Ég myndi vilja smíða riffill í .284 Shehane.

Eitthvað gott svert hlaup, ca. 28 tommur á lengd. Einhver alvöru custom lás (Remington clone), með áföstu weaver rail, með 20 moa halla. Ekki allveg viss með skepti.

Kúlan sem ég myndi nota væri 180 gr Berger match hybrid en hún státar af BC G1 .674 eða G7 .345 og það eru fáar kúlur sem státa af því.
Mynd

Þetta hylki ætti svo að koma kúlunni á um 2900 -3000 fps með rétta púðrinu sem yrði erfitt að toppa á 1000 metrum :)

Ofan á þetta allt saman væri svo Sightron, Vortex eða Nightforce sjónauki með FFP og bæði kross og turnar í milrad. Að sjálfsögðu yrði hallamál á sjónaukanum

Mynd

Fyrir þetta þyrfti svo sérpantaða dia og mikla vinnu við að preppa hylkin 8-) Ætla að hugsa betur út í smáatriðin áður en ég bæti þeim við...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 03 Feb 2014 20:12

Hljómar spennandi - þú ert væntanlega löngu búinn að horfa á þessa Youtube seríu

http://www.youtube.com/playlist?list=PL6EB7883DC094122C

Held að 284 eða Shehane útgáfan sé ansi spennandi fyrir svona skotfimi. Maður verður líka að horfa í rekstrarkostnaðinn sem að ég held að sé fínn í þessu caliber.

Persónulega hef ég verið spenntur fyrir 338 Lapua eða Norma. En því fylgja náttúrulega smá vandræði - fá leyfi hjá Ríkisslögreglustjóra og síðan er rekstrarkostnaðurinn ansi hár (250 kr. skotið sagði vitur maður mér).

Hef líka verið spenntur fyrir WSM hylkjunum - 7 mm WSM og 300 WSM. Held að þau væru skemmtileg í þetta.

Af hverju FFP Maggi? Heldur þú að SFP væri ekki hentugra - t.d. ATACR - og þá vísa ég í F-Class skyttur.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Feb 2014 20:38

Já, Shehane held ég að sé mest spennandi af þeim hylkjum sem hægt er að fá án sér leyfa. WSM er líka spennandi eins og þú bendir á, og 7mm RUM. Nóg af öflugum hyljum til :)

Fyrir 1000 metrana skiptir svosem litlu hvort notað sé FFP eða SFP en ég vill getað notað kvarðana í krossinum á hvaða stækkun sem er, þetta hentar best þar sem maður er að skipta um færi og vill vera snöggur að taka mið og skjóta úr frá töflu, getur komið í staðin fyrir að hringla í turnum. Best að hafa bara bæði í boði :) Þá koma Horus krossarnir sterkir inn en þar eru kvarðar fyrir bæði hæð og vind og hafa þeir verið að koma rosalega vel út fyrir þá sem hafa verið að skjóta long range á mismunandi færum.
Mynd

http://www.horusvision.com/reticles.php

T.d. er þessi H59 í boði fyrir Nightforce sjónauka og maður þarf FFP með svona ;)
Mynd
En þetta er svosem ekki nauðsynlegt fyrir 1000 metra keppni, en algjör snilld þegar maður vill breikka bilið :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 10
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 03 Feb 2014 22:50

Ég er nýlega kominn með drauma riffilinn í hús og bíð spenntur eftur að ath hvort hann verður ekki vel brúklegur á 1000+ :)

Lás: Stiller Predator long action repeter með 20 MOA Picatinney Rail
Hlaup: Krieger .284 27“ Heavy palma counter 1/9 twist
Skefti: GRS Adjustable hunting stock
Gikkur:Jewell
Kíkir: Nightforce NXS 8-32x56 MOAR
Tvífótur:Harris
Heildar þyngd 6,4kg
Samsetning: Arnfinnur Jónsson

Ég byrjaði á að velja 7 mm kúlu aðallega út af flugstuðlinum á Berger Hybrid 180 gr og þar með var twistið komið 1/9, ég teygði hlaupið eins langt og ég þorði fyrir þetta skefti til að auka hraðan á kúlunni.
Cal 284 varð fyrir valinu vegna væntingar um góða hlaupendingu, hvað annað varðar við þessa smíði þá notaði ég ótrúlega vel heppnaðan riffil 6,5x47 hjá Stebba Sniper sem fyrirmynd.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Feb 2014 23:22

Sé að Jens er nánast með draumariffilinn minn. Meira að segja í .284 Win!
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 04 Feb 2014 07:07

Jens þetta er flott upptalning.

Þessi á pottþétt eftir að koma vel út.

Áttu mynd til að deila með okkur?
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 10
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 04 Feb 2014 09:57

284 win.png
284 win.png (181.64KiB)Skoðað 2367 sinnum
284 win.png
284 win.png (181.64KiB)Skoðað 2367 sinnum
:? Þessi mynd var sett inn á anna þráð þar sem Stebbi þrjótur auglýsti hann til sölu eftir að ég mælti með öðru cal en þessu. :lol: :lol:
Jens Jónsson
Akureyri

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 04 Feb 2014 20:02

Glæsilegur riffill Jens - alveg gullfallegur.

Er sjálfur með GRS skefti á einu riffli og er mjög ánægður með það. Líst vel á nýja Hybrid skeftið hjá þeim. Og Nightforce klikkar ekki.

Ertu að nekka upp 6.5x284 Lapua hylki?
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 10
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 04 Feb 2014 20:37

Þakka þér fyrir Gísli.
Gísli Snæ skrifaði: Ertu að nekka upp 6.5x284 Lapua hylki?
Já ég er að nekka upp 6,5x284 Lapua og turna svo aðeins af hálsinum þar sem reamerinn er .313
Annars er ég út á sjó svo það kemur ekki nein reynsla á þetta hjá mér fyrr en í apríl.

Ég stefni líka á að prófa Nosler ABLR bæði 150gr G7 0.309 og 168gr G7 0.353 kúlurnar það verður gaman að sjá hvort flugstuðullinn á þeim stendur undir því sem Nosler auglýsir ef ekki þá standa Berger kúlurnar algerlega undir auglýstum flugstuðli.

Ég og Stebbi vorum svolítið að spreyta okkur á long range síðastliðið sumar hann með 6,5x47 (sem kom rosalega vel út á öllum þeim færum sem við skutum á lengsta færið 770 metrar) og ég með Sako 308 sem dugði alveg þokkalega út á 600 metra með 125 gr kúlu en eftir það var hún út um allt. ég hef reyndar síðan þá prófað 185gr Berger kúlu út á 800 metra og lofuðu þær tilraunir góðu.
Jens Jónsson
Akureyri

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 04 Feb 2014 22:18

Skjótið þið úti í Höfnum?

Hvar ertu annars á sjó - er líka að skrifa þetta af sjónum.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 10
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 04 Feb 2014 23:12

Stebbi hefur verið að skjóta út í Höfnum, en við vorum í Hamarsdal í fyrra þegar við vorum að skjóta á skotbjölluna við frekar erfiðar aðstæður.
Ég er á rækjutogara Grænlandsmeginn á Dorhnbank.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 05 Feb 2014 12:25

Góðu þráður Gísli

Ég held að ég myndi taka .338 Lapua Magnum til þess að fara lengra en 1KM (upp undir 2) og það verður að segjast eins og er að riffill eins og Finni og Pálmi eiga væru rosalega flottir í þetta verk. Ég drulla hinsvegar ekki peningum og ég held að það gæti orðið erfitt að fá leyfi fyrir XLR skepti...

Annað spennandi fyrir lengri færi en 1 KM og líklega talsvert ódýrara, er 7mm STW og þá myndi ég horfa á 180 grs Berger Hybrid kúluna eða Hunting.

Þetta eru hvorutveggja svona dedicated longrange rifflar... Sem ég hef seint efni á að eiga.

Riffilinn hans Jenna er líka mjög eigulegur og verður örugglega frábær út á allt að 12 - 1300 metra. Við póstum eitthverju skemmtilegu þegar við erum búnir að viðra hann í sumar.

Það sem er erfitt við svona skotfimi er að mæla fjarlægðirnar... GPS er eiginlega eini raunhæfi kosturinn, því ekki á maður gott með að réttlæta 400 þúsund króna Zeiss fjarlægðarmælir hvað þá Vectronix Terrapin / Vector 23.

10 - 15 metra skekkja í fjarlæðarmælingu á 12 - 1500 metra færi setur mann auðveldlega niður- eða uppfyrir skotmark sem er kannski 40 x 40 cm.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 05 Feb 2014 14:08

Sæll Stefán

Síðan verðum við sem höfum gaman að þessu að fara að skipuleggja einhvern vettvang fyrir okkur til að hittast og skjóta saman. Hvort sem að það verður gert úti í Höfnum eða bara í óbyggðum Íslands á fallegum sumardegi.

Ég held að niðurstaðan verði annað hvort 338 Lapua eða Norma þegar að maður fer út í þetta. Ætla nú að taka mér tíma í að sanka að mér hlutum. 260 Rem dugar fram að því.

Hef verið að nota GPS og Bushnell Fushion og látið það duga. Vectronix verður aldrei - allt of dýrt og örugglega þvílíkur hausverkur að koma því út úr USA.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Sveinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Sveinn » 05 Feb 2014 22:27

Flott verkfæri, Jens!

Er þetta ekki eitthvað til að stefna að :) 1,4 tommur (ekki MOA) á 1000 yds (900 m)... :
sarvertargetrecord.jpg
sarvertargetrecord.jpg (22.36KiB)Skoðað 2039 sinnum
sarvertargetrecord.jpg
sarvertargetrecord.jpg (22.36KiB)Skoðað 2039 sinnum
http://bulletin.accurateshooter.com/200 ... 000-yards/

Og það með 30 cal kúlu í niðurnekkuðu og styttu 338 LapMag hylki ("300 Hulk"), heimatilbúinn villiköttur sem nær 240 gr MK kúlu á ca 3000 fps.

Þung 30 cal kúla (t.d. 230 gr Berger Hybrid, G1 BC .730) í spræku 30 hylki, t.d. 300 RUM, gæti þeytt henni á 2900 fps. Þá er slagkrafturinn (orkan) á 1000 yd bara lítið minni en 300 gr 338 kúla (BC .720) á 2650 fps. Fallið minna með léttari kúlunni. Snýst jú um að þola hliðarvind og kúla með meiri orku á 1000 yd þolir meiri vind. Kosturinn við 30 cal að það er nýtanlegra á veiðar, hægt fá kúlur frá 125 gr upp í 240 gr. og tjúna niður hleðslu við veiðar til að spara hlaup. Úrvalið af kúlum mikið og þær eru yfirlett til einhversstaðar. En þá má hlaupið ekki vera alltof þungt til að burðast með á veiðar...

Svo er það kíkirinn. FFP kross með breytilegri stækkun er ólíkt nýtanlegri á veiðum en kíkir með SFP, hvað þá kvikindi með fastri, stórri stækkun eins og margir LR menn nota. Gallinn við FFP er að strik og tölur í krossi verða stór á mikilli stækkun.

Vortex er að koma með nýja kynslóð af Razor, með 34 mm túpu sem gefur honum mikið svið í falli og vindi eða heil 114 MOA (33 mRad) í falli og 45 MOA (13 mRad) í hliðarfærslu, 4,5-27x56. Street price um 2.500 USD þegar hann kemur í sumar.
Vortex Razor II 4,5-27x56 477.jpg
Vortex Razor II 4,5-27x56 477.jpg (12.99KiB)Skoðað 2039 sinnum
Vortex Razor II 4,5-27x56 477.jpg
Vortex Razor II 4,5-27x56 477.jpg (12.99KiB)Skoðað 2039 sinnum
http://www.vortexoptics.com/product/raz ... le/reticle

30-06 AI er annar kandídat fyrir kúlur í þyngri kantinum - eða 300 WSM. Hvorugt nær þó að máta sig við 300 RUM.

Pælingin er semsagt hvort hægt sé að nota sprækt 30 cal verkfæri bæði á long range og veiðar. Getur vel verið að það sé ekki hægt.

Svo má minna á að 6,5 mm kaliber hafa verið góð í LR, 6,5x47, 6,5-284 og þar áður 6,5x55...
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Gisminn » 05 Feb 2014 23:04

Sæll Stebbi ég er að selja Fjarlægðarmæli á aðeins 60 þús sem mælir oktaviu á 1000 metrum ef þú vilt :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 10
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 05 Feb 2014 23:50

Þakka þér fyrir Sveinn.
Jú vissulega væri gaman að koma 5 kúlum inní 1,4" á 1000 yards en ætli ég reyni ekki fyrst að hitta 14 cm hring á 100 :)

Ég spáði mikið í 30 cal með púðurtunnu og var lengi vel ákveðinn í að fá mér 30 - 378 Weatherby magnum einnig kom 7 mm STW mjög sterklega til greina en eftir mikla yfirlegu varð þetta niðurstaðan mest út af rekstrarkostnaði og svo fannst mér þetta 284 hylkið mjög spennandi sérstaklega eftir því sem ég skoðaði og las meira um það.

Ég myndi frekar velja 338 Lapua Magnum en stórt 30 cal hylki í dag aðalega út af yfirburða flugstuðli á 338 kúlunni. Berger 300 gr Hybrid er með G7 0.419 kannski verður það seinna miklu seinna ég hef alveg nóg með þennan og Sako 308 sem ég vonast til að kreista 1000 yarda út úr með 190 gr kúlu og RL-17 í 600 mm hlaupi.

Ég verð alveg sáttur ef ég kem 180 gr Berger kúlunni uppá 2800+ fps það ætti að duga vel út á 1200 metra
Ef það gengur eftir þá ætti að vera hægt að koma 140 gr Berger kúlunni yfir mach 1,2 á 1000 metrum
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 06 Feb 2014 00:12

Sæll Þorsteinn

Ég á nú þegar svoleiðis dót... Leupold TBR 1000. Gallinn er að það er bæði erfitt að mæla svona langt með honum og svo er það hitt, að treysta honum til þess að klára verkið án mikillar skekkju. :(

Sveinn

Ég er með smá athugasemdir við þennan annars fína pistil hjá þér, sem sveiflar niðurstöðunum aftur í átt að .338 Lapua Magnum. Það er nefninlega oft þannig að þegar menn bera hluti saman þá eru margir að bera saman epli og appelsínur eins og þú gerir hér.

Fyrst ætla ég að byrja á því að árétta eitt. Þegar menn eru að skoða flugstuðla á boat-tail kúlum þá er rétt að nota G7 en ekki G1. Formið á G7 staðlinum svipar nefnilega til boat-tail kúlna á meðan formið á G1 svipar til Flat-Base. Þetta er ágæt regla... framleiðendur reyna hinsvegar alltaf að hafa sem hæstan flugstuðul og birta þess vegna líka G1. Til þess að höfða til akkúrat þess sem við Íslendingar erum duglegir að stökkva á, það mesta og besta... :lol:

Annað sem hægt er að skoða líka til þess að sjá hversu góðar kúlur eru í raun og veru er Form-factorinn. Form-factor undir 1 þýðir að kúlan er raunverulega með betri flugeiginleika en G7 staðalinn.

Nú er ég ekki með bókina hans Bryan Litz lengur í láni, svo ég get ekki flett þessu upp, en í þessu dæmi sem þú tekur hér að ofan Sveinn, þá gefur það mikið betri samanburð á milli þessara calibera að taka líka bestu Berger kúluna í .338 og samkvæmt mínum heimildum er hún með eftirfarandi flugstuðul.

Berger 300 grs VLD
G7=0.468 -> Mælt af Bryan Litz eða 0.914 í G1

Sú kúla sem þú ert að tala um er hinsvegar líklega önnur hvor þessara.

230 gr Match Hybrid Target
G7=0.380 eða 0.743 í G1 sem er samt líka skrambi gott.
230 gr Match Hybrid OTM Tactical
G7=0.368 eða 0.719 í G1

Einnig er líklega hægt að koma þessum .338 kúlum hraðar, á reloadersnest er að finna hleðslu tölur upp í 2850 með Reloader 22 og 28 tommu hlaupi.

Hinsvegar erum við sammála um kosti 30 cal kúlna og að .338 riffill væri líklegur til að síga í á veiðum og sem veiðiriffil þá hefur 30 cal auðveldlega vinninginn fyrir mína parta.

Að sjálfsögðu er .30 cal fínn kostur í LongRange og þú nefnir þarna nokkur álitleg caliber til þess að flengja þessum betri .30 cal kúlum áfram. Gallinn er náttúrulega að eftir því sem þú ert með þyngri kúlu sem þú þarft að koma hraðar áfram þá veður þú að vera með þyngri og stærri riffil til þess að taka bakslagið ef þú ætlar að hitta vel með honum.

Ég bíð enn eftir að sjá 30-378 rifflana í action sem tveir ágætir kunnigjar mínir voru í það minnsta komnir með á teikniborðið.

En svona almennt fyrir skotfimi upp að 1000, jafnvel 11-, 1200 þá held ég að rifflar í 6,5 - 7 mm með hóflegt bakslag séu að gera best. Þetta byggi ég svosem ekki á neinu öðru en tilfiningu, lestri gúski og samtölum við nokkra riffilnörda. Ég hef mjög takmarkaða reynslu af þessu og því ber að taka öllu sem hér er skrifað þannig.

Að lokum Gísli :lol:

Það væri gaman að dunda sér við að skjóta long range... við höfum nú verið með vísir að svona einu sinni á ári út í höfnum þegar við höldum Tófumótið okkar sem þó hefur aldrei náð lengra en 560 metra. Svo eru skaust menn mjög duglegir að halda mörg skemmtileg mót, sem við Pálmi höfum aðeins viðrað okkar í milli að við sunnan menn ættum nú að fjölmenna á... það er víst jafnstutt þarna austur eins og fyrir þá að koma í bæinn...

Við Jenni erum búnir að koma okkur upp flottri skotbjöllu sem er mjög auðvelt að taka í sundur og rúnta með um allt... svo við verðum örugglega game fljótlega. Það er alveg pottþétt að við munum taka a.m.k. eina góða longe range ferð á ári...

Að síðustu er Vectronix örugglega ættað frá Sviss eins og allt sem gott er, svo ef þú gerir góðan túr... :roll:
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 06 Feb 2014 00:19

Sæll

Já er líka með ansi netta skotbjöllu sem ég hef verið að nota í Höfnum. Reynar bara farið með hana út á 500 m ennþá - bara verið að skjóta á þær sem eru til staðar þegar ég hef verið að fara lengra.

Mynd

Held ég láti þenna Bushnell og GPS duga :)
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Caliber fyrir 1000 og lengra

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 Feb 2014 07:44

Er ekki lausnin Stebbi með fjarlægðarmælingarnar að fara bara á 500 metrana með mælingu á bílinn eða skothúsið og láta annan keyra eða labba 500 metra eða lengra frá þér.
Bushnell 1200 ARC með 6x stækkun stóð leicha alveg á sporði með nákvæmnina þeir voru alltaf með sömu mælingu þegar við bárum þá saman þannig að ég treysti þessu apparati :-)
En eins og ég sagði besta og einfaldasta leiðin er að skipta vegalengdini bara í tvent. En þetta er gaman að lesa og sjá pælingarnar. Fallið fyrir minn 6,5x55 á 1 km er rúmir 10 metrar :o
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara