Rössler rifflar.

Allt sem viðkemur byssum
IngiLarus
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:9
Skráður:18 Jul 2010 23:47
Fullt nafn:Ingi Lárus Ágústsson
Staðsetning:Fljótshlíð
Rössler rifflar.

Ólesinn póstur af IngiLarus » 19 Nov 2011 00:40

Jæja, langar aðeins að tjékka hvað menn segja um þessar græjur og kannski koma smá hreyfingu á spjallið okkar góða. Nennti ekki að pósta þessu inn á hlad.is útaf öllu dramanu sem þar er í gangi þessa dagana. En alla vega þá er ég að verða búinn að fara ansi marga hringi í riffil pælingum síðan ég ákvað að endurnýja og fara í stærra caliber, var með Tikku í .243Win sem var svo sem fínt en búinn þar í bili. Hef skoðað allt það helsta í þessum riffil nöfnum sem athugandi eru, bæði að púsla saman kannski eitthverju best off dæmi eða kaupa eitthvað crazy vandað og tilbúið. Mér finnst þessir hlutir bara kosta of mikið enda ekki eðlileg verðlagning á þessu dóti eftir að volæðið byrjaði hérna heima og svo er ég ekki að fara að sitja við borð alla daga til að skjóta lappir af flugum á 1000 metrum. Sem sagt er að leita af góðri græju sem er vönduð, nákvæm án öfga og kostar ekki táraflóð fyrir framan bankastjóra. Eftir alla hringferðina fann ég Rössler Titan 6, skoðaði þá og finnst þeir sniðugur kostur. Fallegir, vandaðir, þokkalegt verð, möguleiki að eiga fleiri hlaup og skipta um án þess að vera með háskólapróf. Á heimasíðunni hjá þeim er svo hægt að púsla saman skeptum, hlaupum og öllu þessu sem þarf til að mynda riffill en það gefur manni þá ekkert nema útlit sem segir eiginlega varla hálfa söguna.
Ég er eiginlega ákveðinn að taka riffill í 6.5x47 Lapua. Ástæður: Nota það fáir enda nokkuð nýtt, skemmtilegt að nota, skemmtilegt að hlaða í það, kemur því vel áfram og kemst upp með minna púður miðað við margt annað í 6.5. Svo taka skiptihlaup í eitthverju stærra cal til veiða erlendis því ég hef möguleika á því og væri gaman að nota sína græju í það en vera ekki endalaust að fá lánað. En ég veit ekkert hvert hendugasta twistið er fyrir þetta og hvaða lengd á hlaupi er bezt í þetta og ég nenni ekki að lesa þessa benchrest pistla þar sem eru endalausar tölur um m/sek og loftþrýsting og ég veit ekki hvað og hvað. Er samt ekki að gera lítið úr því sporti, hef bara ekki áhuga á alveg svona djúpum pælingum og þolinmæðin mín leyfir ekki að leita af rétta svarinu. Veit lítið um gikkina sem þeir bjóða upp á en þeir virðast vera 3. Þetta cal 6.5x47 Lapua, ætti þetta ekki að henta vel til veiða? Ref, hreindýr ef maður fær það einhvern tíman, gæs og eitt og annað sem til fellur.
Veit að það er nóg til af öðru sem er líka bara fínt að nota úr því að ég er ekki með einhverjar gat í gat pælingar á pappa, langar bara að prófa þetta! En aðal spurningin hjá mér er bara hvort að þetta séu ekki spennandi og góðar græjur, hvort calið sé hentugt til veiða og hvaða twist er hentugast fyrir kúlur frá 120grs til 140 grs.

Kveðja Ingi Lárus.
Ingi Lárus Ágústsson.
Fljótshlíð.
indro_kot(hjá)hotmail.com

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Rössler rifflar.

Ólesinn póstur af 257wby » 19 Nov 2011 10:32

Sæll Ingi .

Ég vil taka fram að ég á ekki Rössler sjálfur,en þekki nokkra eigendur.
Þetta eru eiguleg verkfæri,eins og þú segir er hægt að púsla saman ótal
útfærslum. Undantekninga lítið eru menn virkilega ánægðir með þessa riffla
veit um 1-2 hlaup sem hafa ekki verið að gera sig en þeim hlutum hefur verið
kippt í liðinn af umboðinu.
Eina sem mér finnst vanta er almennilegt plastskepti,finnst flest þessi skepti
frekar mjúk og eftirgefanleg (en það má segja um flest plastskepti í dag) hef
reyndar heyrt að það sé von á nýju skepti frá þeim fljótlega.

6.5x47 ætti að henta flott í alla veiði hérlendis held ég,það er ekki eins og við séum að fella
bjarndýr á hverjum degi :)
Það er reyndar mín skoðun að nákvæmni sé það sem skiptir mestu í rifflum og þetta kaliber er með
þeim bestu (260rem kemur líka sterkt inn en ég veit ekki hvort þeir bjóða uppá það)
Ég myndi halda að 1/9" twist væri nærri lagi fyrir 6.5x47.
Hér er linkur á smá samanburð.
http://demigodllc.com/articles/6.5-shoo ... creedmoor/

Mbk.GJ
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Rössler rifflar.

Ólesinn póstur af maggragg » 19 Nov 2011 15:54

Sæll, hef ekki prófað eða á Rössler en þekki tvo sem eiga þannig að þeir geta ekki verið sáttari. Flottasta grúppa sem ég hef séð kom úr honum. Þeir eru með mjög góða lása, virkilega góð walther hlaup og skjóta þrusuvel á mjög góðu verði, held að þú sért að fá mest fyrir peninginn í þeim.

6,5x47 er mjög verklegt og nákvæmt cal, hentar í allt sem 6,5x55, .260 og önnur svipuð cal henta í. Mjög góð reynsla er af því. Held að twist 1/8 sé mjög gott og þá geturðu notað upp í 140 gr. kúlur ef þú vilt teygja þig langt og svo niður.

Er sjálfur með 6,5x55 og er virkilega hrifinn af 6,5 mm. Þetta eða 260. verður næsta cal hjá mér. Held að þú sért á hárréttri leið með þessum pælingum.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Benni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Rössler rifflar.

Ólesinn póstur af Benni » 17 Feb 2012 23:35

Ég er með Titan 6 með varmint hlaupi í 6,5x55 Fiber skepti og set gikk.

Kostir að mínu mati:
Vandaður lás.
Góður gikkur og líkar mjög vel að hafa spangikk útfærsluna.
Magasín er sterkt og vel smíðað og fyrir 6,5x55 þá hef ég mikið meir en næga lengd á því til að setja kúlur eins langt og ég vill út.
Öryggi er þægilegt og vel staðsett.
Hlaup er toppklassa og það allra auðveldasta í þrifum sem ég hef átt.

Gallar að mínu mati:
Skeptið er eiginlega eini gallinn á rifflinum en það er mikill galli á mínum riffli. Mitt skepti er enganveginn nógu stíft og hlaupið liggur alltaf við skeptið að framan sem
veldur því að nákvæmnin er ekkert til að monta sig af.
Annað er að afturskeptið er alltof lágt ef maður er með sjónauka með stærri linsum eins og ég er með sem veldur því að mjög erfitt er að halda sér stöðugum við sjónaukann.
Síðasta er að gikkbjörgin og umgjörðin um magasínið er úr plasti sem svosem er ekki til neinna vandræða en er ekki hrifinn af að hafa þessa hluti úr plasti.

Er með skepti frá Richard microfit í pöntun sem ætti að koma innan nokkra vikna og verður gaman að sjá hvernig hann kemur út með góðu skepti sem hefur hærri kinnpúða og leyfir hlaupinu að frífljóta og hef ég mikla trú á að riffillinn geti skotið mjög vel þá

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Rössler rifflar.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Mar 2012 23:21

Rössler rifflarnir eru mjög góðir, vandaðir rifflar á góðu verði. Það er mjög mikill kostur að get skipt um hlaup á rifflinum, ódýrara hlutfallslega að geta bætt við sig aukahlaupum í þessum gæðaflokki, frekar en kaupa fleiri riffla.
Hinir rifflarnir sem hægt er að skipta um hlaup á, Sauer og Mauser eru svo svakalega dýrir að það setur þeim þær skorður að svona venjulegur meðal-Jón er nánast dæmdur úr leik fyrirfram af fjárhagsástæðum.
Kaliberið er val eiganda Rössler riffla og ég úttala mig ekkert um það, en ég er alltaf hrifinn af 6,5-284 en þar á við hið fornkveðna að ,,hverjum þykir sinn fugl fagur".
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 1
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: Rössler rifflar.

Ólesinn póstur af oliar » 05 Mar 2012 08:56

Sæll þekki nokkra sem eiga Rössler og eru þeir mjög ánægðir með sína. Ég er með Tikku í 6.5x55 sem er með 1/8 í twist og skýtur allt uppí 156 grain( hef ekki fengið þyngri kúlur ennþá !!) með mjög góðri nákvæmni (bæði Sierra MK 156 gain og Lapua Mega 156 grain)
Annars er ég allmennt mjög hrifinn af kúlum á bilinu 120-142 grain sem nánast allar fara vel fyrir utan Norma 120 FMJ grain. Einnig eru léttu kúlurnar 100-108 grain að skila mjög góðri ákomu, þótt twistið sé 1/8.
Skeftin þekki ég ekki á Rössler, annað en að þau passa kunningjum mínum vel og hafa eftir því sem ég best veit ekki lent í vandræðum með þau........
Kveðja. Óli Þór Árnason

Svara