Sako A7 vs Sako 85 og Tikka T3

Allt sem viðkemur byssum
Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58
Sako A7 vs Sako 85 og Tikka T3

Ólesinn póstur af Sveinn » 09 Feb 2014 21:32

Sako kom með nýja gerð af veiðirifflum, Sako A7, fyrir nokkrum árum en það er ekki langt síðan farið var að selja þá hér. Hér er ágætis samanburður á Sako 85, Sako A7 og Tikka T3.
http://www.biggamehunt.net/reviews/sako-a7-review

Sako A7 er ódýrari útgáfa en 85, meira af plasti og ekki hægt að fá þá með viðarskefti en hægt að fá ýmsar gerðir af skeftum (límtré, plast, hnota) í 85 og Tikku.

Weaver 2pc basar fylgja með A7 en bæði Sako 85 og Tikka eru með eigin kerfi og engir basar fylgja.

Lásinn á A7 er svipaður og á 85 og sama ábyrgð á nákvæmni frá framleiðanda. 3ja lögga bolti á báðum Sako gerðunum en 2ja lögga á Tikku. Boltahlífin (shroud) er úr málmi á Sako rifflunum en úr plasti í Tikku. Öryggið leyfir tæmingu á magasíni í Sako rifflunum en ekki í Tikka.

Verðið á A7 hér er ca 240 þ. (plastskefti og ryðfrítt létt hlaup), borið saman við ca 330 þ. f. 85 og ca 180 þ. f. Tikku með sambærilegu hlaupi og skefti. Einhver með reynslu af A7?
Sako A7 1.jpg
Sako A7 1.jpg (26.88KiB)Skoðað 1441 sinnum
Sako A7 1.jpg
Sako A7 1.jpg (26.88KiB)Skoðað 1441 sinnum
Sako A7 2.jpg
Sako A7 2.jpg (22.22KiB)Skoðað 1441 sinnum
Sako A7 2.jpg
Sako A7 2.jpg (22.22KiB)Skoðað 1441 sinnum
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Sako A7 vs Sako 85 og Tikka T3

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 25 Sep 2014 23:59

Sæll Sveinn.

Rakst á þennan þráð frá þér og líkaði vel.

Landar okkar ertu totryggir á A7 einhverja hluta vegna og fara nnað hvort í 85Sako eða Tikka.
Trúlega breytist það því eigenum A7 fjölgar hægt og örugglega.

Fyrir þá sem eru franir að nota sjónaukafestingar sem stundum ganga undir nafninu pikkatinny stæl eða Wever má segja að þetta sé stór kostur.

Að flakka með sjónauka á milli veiðiriffla verður einfaldara fyrir þá sem nota þetta basa.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Svara