Síða 1 af 1

Andlitslifting á riffli

Posted: 10 Feb 2014 12:14
af iceboy
Hérna er það sem ég er að dunda við þessa dagana.

Það er svoltið eftir, á eftir að olíubera þetta nokkuð oft í viðbót en svona leit gripurinn út þegar ég byrjaði.

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 10 Feb 2014 12:35
af 257wby
Þessum hefur greinilega ekki verið hlíft, hlakka til að sjá hann þegar þú verður búinn að taka hann í gegn.
Ætlar þú að fá þér nýja botnplötu eða reyna að laga þessa til?

kv.
Guðmann

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 10 Feb 2014 12:44
af Gísli Snæ
Það verður gaman að fylgjast með þessu

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 10 Feb 2014 13:41
af gylfisig
Hvaða tegund er þessi kíkir?
Getur verið að hann sé Eicho ?

Er lika að leita að Sako 222 sem ég átti . Hann var með þungu hlaupi, og a honum var 6-18x Redfield kíkir. Ég fékk leturgrafara til að skera út mynd á afturskeftið, sem tókst mjög vel. Mér þótti þessi riffill afar fallegur, og sá eftir að hafa selt hann. En ég seldi, til að fjármagna kaup á Remington 40 XB BR. sem reyndar kom aldrei (:
Frétti svo einhvern tíma af því að þessi Sako væri á Akureyri.
Kannast einhver við þennan riffil?

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 10 Feb 2014 15:47
af iceboy
Þetta er riffill sem móðurbróðir minn átti en er nú í eigu föður míns.
Honum hefur greinilega ekki verið hlýft enda hef ég grun um að hann hafi veið mikið um borð í bátum og trillum, frændi minn skaut mikið af sel með honum og töluvert af tófu líka, svo þetta hefur verið verkfæri en ekki stofustáss :D

En eg ætla allavega að reyna að lappa aðeins upp á hann.

Það verður smíðuð ný plata í hann, svo skelli ég þvi stykki i blámun og þá fer þetta að líta sæmilega ut, vonandi allavega.

Þetta verkfæsi er mossberg í cal 243 og kikirinn er weaver, með fastri stækkun sem eg hef ekki hugmynd um hver er :shock:

Þetta er kannski ekkert merkileg græja, en það var nu drepið hreindyr með þessu ( eins og hann er á myndinni, semsagt án tvífóts) á 220 metra færi fyrir 2 árum síðan.

Þar sem að kostar mig ekkert meira en þennan brúsa af olíu og svo blámunina á botnplötunni, að gera þetta upp þá er bara gaman að dunda i þessu

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 10 Feb 2014 20:05
af gkristjansson
Það verður virkilega gaman að sjá hvernig þetta kemur út.

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 18 Feb 2014 23:02
af iceboy
Skelli inn einni mynd af skeptinu eins og það er núna

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 21 Feb 2014 00:11
af iceboy
Ein spurning fyrir ykkur sem hafið sent hluti sem þið hafið smíðað í blámun.

Hvaða stál er best að nota?

Er í lagi að nota ryðfrítt stál?

Eða hvað henta best, þá er ég að hugsa um hvernig bláminn kemur út

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 21 Feb 2014 09:15
af petrolhead
Sæll.

Verst að myndin er ekki í betri upplausn en mér sýnist skeptið bara vera orðið helv... flott hjá þér :)

Varðarndi stál þá er ekki hægt að bláma ryðfrítt (leiðrétti mig mér fróðari menn sé það rangt hjá mér!!!)
Ég smíðaði handföng á tvo mauser bolta og notaði í það gamlan öxul sem er þá ekki ósennilegt að sé 52 stál. Ég get ekki séð neinn mun á blámanum á bolta og handfangi en hins vegar þá MIG sauð ég annað handfangið á og það var annar blær á blámanum á suðunni, ég fékk svo annan bláma sem er dekkri og það nægði til að þetta hætti að sjást, en það er líklega öruggara að TIG sjóða upp á þetta.

kv
Gæi

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 21 Feb 2014 09:33
af Veiðimeistarinn
Árnmar, það er spurning að fá álit hjá Jóa vini mínum byssusmið um þetta mál, hann ætti að hafa gott vit á þessu.
Síðan er líka spurning hvort hann vill tjá sig um þetta hérna, hann kíkir stundum hérna inn!

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 21 Feb 2014 11:11
af iceboy
Ég er búinn að ræða við Jóa og það er rétt sem kom fram hér að ofan.

Ryðfrítt teku ekki bláma svo nú veit ég það og þá er bara að fara að smíða til plötuna.

Ég skal svo reyna að koma með mynd í betri upplausn þegar græjan er komin saman :oops:

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 11 Mar 2014 21:56
af iceboy
Þá ætla ég ekki að gera meira fyrir þennan i bili allavega.
Ég tók þá ákvörðun að leyfa djúpu rispunum að vera, það er viss karakter i þeim.

ég bara fjarlægði lakkið, pússaði hann aðeins og olíubar skeptið.
Og svo var botnplatan á magasíninu löguð og blámuð.

Það er örlítill munur á þessu núna

Þið afsakið gæðin á myndunum

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 12 Mar 2014 16:56
af 257wby
þetta lítur nú bara ansi vel út hjá þér :)

kv.
Guðmann

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 12 Mar 2014 18:09
af Jón Pálmason
Sæll Árnmar.
Vissi að þetta myndi lukkast hjá þér.
Til lukku með gripinn.

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 12 Mar 2014 19:24
af iceboy
Takk takk.

Ég er mjög ánægður, svo er bara spurning hvort að eigandinn verði sáttur með þetta :D

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 13 Mar 2014 00:12
af Stebbi Sniper
Flott vinna Árnmar, veistu c.a. hvað fór mikið af tíma í þetta hjá þér?

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 13 Mar 2014 09:10
af iceboy
Já svona gróft veit ég það.

Ég þurfti að setja lakkleysinn á 3 sinnum til að vera viss um að ná öllu upp úr teglingunni, setti fyrst bara í teglinguna, til þess að vera ekki með lakkleysinn á sjálfu skeptinu eftir að lakki ð væri farið af.
Ég veit ekki hvort þetta þarf en ég varð allavega ekki sáttur fyrr.

Handavinna í kingum þetta er rúmur hálftími í hvert skipti, enga stund að setja þetta á en heldur lengur að skola leysinn af a eftir, segjum 2 tímar í allt.

Ég bara pussaði þetta létt svo það tók ekki nema um hálf tima.

Svo var þetta nuddað með olíu í 10 mín á dag í 14 daga sem gera ca 2 og hálfan tíma.
Að bua til nýja botnplötu tok 2 tíma, sníða hana til, sjóða og pússa, þetta er svoltið tímafrekt þetta smádót.

Fór með þetta í blámun og sá tími er ekki reiknaður inn í þetta.

Þannig að mér telst til að ég sé búinn að nota 7 klukkutíma í þetta

svona gróft reiknað

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 14 Mar 2014 22:58
af petrolhead
Þú hefur þá átt 7 góðar klukkustundir félagi :D
Ég sé ekki betur en þetta sé bara vel lukkað hjá þér, engin ástæða til að massa niður svona gömul "battle scars" þau segja bara söguna.
Botnplatan er flott hjá þér !!

Til lukku með þetta.
MBK
Gæi

Re: Andlitslifting á riffli

Posted: 26 Mar 2014 19:14
af iceboy
Ég prófaði riffilinn aðeins með nýrri kúlu og hleðslu.

Þetta er semsagt Mossberg 800 í cal 243 með 100gr Interlock kúlu.
Þetta er bara fyrsta prófun en alveg sæmilegt til að byrja með held ég