Daufur vefur.

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03
Daufur vefur.

Ólesinn póstur af gylfisig » 28 Mar 2014 19:42

Vefurinn er ansi daufur þessa dagana.
Engar spennandi umræður.
Umræður um 308 win hafa nú alltaf hleypt lífi í tuskurnar.
En ég er td alveg harður á því að 308 er örugglega besta hreindýrakaliber sem völ er á, á Íslandi :D Og hvað best með þyngri kúlum.
Og Siggi... þar sem riffillinn þinn er nú hjá mér, þá ættirðu kannski að hugsa þig aðeins um, þegar þú reynir að setja 6,5 cal hylki í hann þegar þú færð hann til baka.
Ég er viss um að 308 smellpassar í hann :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Daufur vefur.

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 28 Mar 2014 20:40

Það er líklega alveg rétt hjá þér Gylfi.

Sennilega er það hvergi nema á Íslandi sem verið er að nota stór hylki með littlum kúlugötum til að skjóta með tófur og annað tilfallandi.

Strákarnir í Ameríkuhrepp þróuðu svo kallað Varmint-skotveiði, þar sem leitað er eftir hraða til veiða á smærri dýrum sem halda sig á sléttlendi.
Þar er alltaf skotið í logni þess á milli horfa þeir á ruðningsbolta.
22cal hylki hafa löngum verið vinsæl í Varmint veiði.

Svo var einhver rugludallur sem fann upp twistið og kom því á alnetið eingöngu til að fjölga tilgangslausum vangaveltum, þrátt fyrir þá staðreynd að verkfræðingar eru búnir að leggja mikla vinnu í að hanna hlaup fyrir viðkomandi cal.

Því get ég ekki annað en verið sammála færustu sérfræðingum NATO um að 308Win sé það cal sem best er talið.

Nú eru góðar líkur á því að Svíar brjóti odd af oflæti sínu og laumi sér í hóp þeirra sem viðurkenna þá staðreynd að 308win sé það eina rétta. Að vísu leggja þeir krók á lykkju sína og draga Finna með sér í NATO klúbbinn frekar en að viðurkenna það opinberlga að 6,5x55 séu mistök sem dauður kóngur stóð fyrir.
Þeir sem áhuga hafa á framþróun Svia og Finna geta lesið nánar um það á Evrópuvaktinni. En eins og flestum er kunnugt um þá eru þar í forsvari aldnir stríðsmenn og kommúnistabanar vopnaðir pennum og orðaflaumi. Fyrverandi ráðherra Björn Bjarnason og Styrmir MBL ritstjóri á eftirlaunum.

Að lokum vill ég hvetja menn til að styðja landeigendur í viðleitni þeirra til að friða og efla tófustofnin.

Það gerum við skotmenn best með því að virða öll bönn og lesa vandlega á skilti þar sem ÖLL meðferð skotvopna er bönnuð.
Auk þess vill ég hvetja ykkur skotmenn til að huga vandlega að því hvernig þið notið atkvæði ykkar í komandi sveitstjórnarkosningum.
Við sem erum í Pírötum,Vinstri Grænum og öðrum umhverfisvænum og mannbætandi samtökum erum líklegri en aðrir til að friðlýsa og takmarka umferð um almenninga og þjóðlendur.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Daufur vefur.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Mar 2014 22:53

Það er líklega ekki rétt hjá þér Gylfi!
Það er hins vegar rétt sem kemur fram í pistli Sveinbjörns hérna fyrir ofan 308 á vel heima í NATO klúbbnum, það er sennilega það eina sem er hægt að nota 308 skammlaust, til þess nefninlega að drepa dáta!
Við skulum endilega lofa þeim í NATO klúbbnum að sitja einir á kjötkötlum 308. Síðan skulum við vona að hin strísþjáða veröld fari að vitkast svo mikið að fólkið í henni fara að hætta að herja hvort á annað og ,,drepa djörfan pípúl" :twisted: Þá verður 308 nefninlega þarflaust og allir ánægðir :D

Ég vissi það nú Gylfi minn að þú værir afar duglegur maður en fyrr má nú massa en dauðmassa 8-) Það þarf nefninlega mjög dugmikinn mann til að massa 6,5 mm. Adams og Bennett hlaup og rýma það upp í 7,62 mm. en sumir sjást ekki fyrir í vinnugleðinni þegar þeir eru á annað borð byrjaðir að vinna :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Daufur vefur.

Ólesinn póstur af gylfisig » 30 Mar 2014 01:28

Ég á MJÖG grófa bursta.
Og svo á ég lika tvö 308 hlaup.
Væri nú ekki mikið gustuk, að gefa Sigurði vini mínum eitt stykki.
Þá er ég viss um að hann sér ljósið þegar hann er kominn með 308 win með 7 twisti :D :D :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Daufur vefur.

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 30 Mar 2014 10:43

Gylfi þú þarft að fara og heimsækja Sigga með 308 til að leyfa honum að prófa alvöru hreindýrariffil. fínt að nota 185 gr Berger kúlu á 2700 fps sem gefur veiðisvið uppá 550 metra með góðu móti þá miða ég við að vera yfir 1300 pund/fet
Miða viðsömu forsendur þá er veiðisvið á 6,5x284 með 100 gr Nosler kúlu á 3500 fps aðeins 350 metrar
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Daufur vefur.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 Mar 2014 11:32

Jenni, hvert er þá veiðisviðið fyrir 222 Rem. með 40 gr kúlu á 3200 fetum við hlaup.
Það hefur verið skotið hreindýr með mínum riffli 6,5-284, og 100 gr. Nosler ballistic tip kúlu á 3500 fetum, á 586 metra færi og það stein lá, eða miklu heldur stóð aldrei upp og spurði ekkert um veiðisviðið.
Það er nú einu sinni svoleiðis að bráðin spyr aldrei um veiðisvið veiðirifflanna sem notuð eru til að fella þau, merkilegt nokk.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Daufur vefur.

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 30 Mar 2014 12:29

Siggi ef við skoðum veiðisvið fyrir 222 með 40 gr kúlu á hreindýr þá er það samkvæmt lögum 0 metrar og þegar ég setti þetta fram þá er það ekki sett fram miða við hvað er hægt að gera heldur tók ég það sem skilgreint er í lögum sem lámarkskröfur eða 1300 pund fet á 200 metra færi og yfirfærði það á 6,5x284 og 308.
Ég er nokkuð viss um að enginn gerir ráð fyrir því að spyrja bráðina ráða varðandi kúlu eða calibera val þegar kemur að veiðum.
Það hlítur að vera reynsla sem liggur að baki þegar lög um lámark veiðitækja er ákveðið
222 með 40 gr kúlu á 3200 fps nær 1300 pund fet bara hreint ekki.
Það hefur verið glæsilegt skot að fella dýr á 586 metra færi :) ég á langt í land með að treysta mér til að skjóta á því færi þrátt fyrir að nota riffil í cal 308 nema ef um sært dýr væri að ræða sem þyrfti að fella þá myndi ég að sjálfsögðu reyna
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Daufur vefur.

Ólesinn póstur af gylfisig » 30 Mar 2014 15:49

Sko..... umræðan um 308 Win klikkar aldrei. :D
Og þegar ég fer næst í hreindýr (með Sigga) þá verð ég með 308 og sennilega 125 grs Nosler bt. Hleðslan sem ég mun verða með gefur hraða upp á 3215 ft.
Hlýt að vera nokkuð öruggur með hreindýrstarf á 3-400 metrum.
Annars er það málið hjá mér, og þeim félögum mínum, sem förum saman á hreindýr, að fella dýrin örugglega í fyrsta skoti. Hefur aldrei hvarflað að neinum okkar að prófa að fella dýr á einhverjum extra löngum færum
Það hefur ekki klikkað í okkar hópi að fella dýrin örugglega. Erum alltaf sama teymi á veiðum, utan eitt skipti. Aldrei hefur þurft nema eitt skot á dýr. Enda allir vanar skyttur, og verkfærin eru goð sem við notum.
Færin allt frá 30 metrum upp í liðlega 300 m. Oftast í kringum 200 plús. Samt er eitt erfiðasta færi sem ég hef fengið, einungis 140 metrar.
Ég geri ráð fyrir að það sé ekki stórmál að fella svo stóra skepnu sem hreindýrstarfur er,á enn lengri færum með Sako TRG-42 rifflinum mínum við GÓÐAR aðstæður. Það reyndi bara aldrei á það.
Og ég vona að þannig verði það áfram.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Daufur vefur.

Ólesinn póstur af iceboy » 03 Apr 2014 16:42

Siggi þar sem þú ert sérfræðingur í akkúrat þessu cal :lol:

Er þetta ekki allt of hátt verð fyrir þetta cal???

Sérstaklega þar sem það kemur ekki fram að stáltáaskórnir fylgi og því verður að gera ráð fyrir að maður þurfi að kaupa þá sjálfur :lol: :lol: :lol:

http://isnes.is/TIL%20SOLU/RPA%20IMG_4019.jpg



Þarna sést verðið á þessari 308 græju

http://isnes.is/notad.htm
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Daufur vefur.

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 03 Apr 2014 18:54

Ætli verðið á þessari byssu sé ekki svona 50 % viðurinn í skeptinu og 40 % sjónaukinn... ? :shock:
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Daufur vefur.

Ólesinn póstur af iceboy » 03 Apr 2014 22:21

Jú ég á nú von á því ;)
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Daufur vefur.

Ólesinn póstur af E.Har » 04 Apr 2014 15:55

Er þetta ekki bara fínt svar.

henda hlaupina af fyrir xc og rúma svo hlaupið upp aftur í 300 wsm og smella á annan hóljk :lol:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðir
Póstar í umræðu: 1
Póstar:51
Skráður:07 Mar 2013 23:22
Fullt nafn:Sigurður M.Grétarsson
Staðsetning:Hafnarfirð
Hafa samband:

Re: Daufur vefur.

Ólesinn póstur af Veiðir » 05 Apr 2014 14:22

Góður Gylfi:)
Kveðja,
Sigurður M.Grétarsson.
Skotdeild Keflavíkur.
(Kennari - endurhleðslu skotfæra)

Svara