Síða 1 af 1

Sako 85 - að festa/herða lás við skepti

Posted: 16 Apr 2014 21:12
af Björn R.
Jæja, langar til að bera á skeptið á rifflinum. Áður en ég geri eitthvað af mér datt mér í hug að spyrja ykkur hversu fast (hversu mörg Newton) vilja Sako menn að skrúfurnar tvær séu hertar? Ég veit að margir skrúfa þetta bara fast og hafa ekki frekari áhyggjur en mér skilst að Sako gefi út nákvæmlega hersluna, finn það bara hvergi. EInhver hér sem veit?

Re: Sako 85 - Að festa skepti við hlaup

Posted: 16 Apr 2014 22:39
af Bc3
front 50 in/lbs rear 40 in/lbs

fann þetta

Re: Sako 85 - Að festa skepti við hlaup

Posted: 16 Apr 2014 22:55
af Björn R.
Takk Alfreð

Re: Sako 85 - Að festa skepti við hlaup

Posted: 17 Apr 2014 14:13
af karlguðna
sælir ,,, hvernig er með tikkuna ?? hef tekið hlaupið af og bara hert eftir tilfyningu,,, er þetta stór mál ???? :roll: :roll:

Re: Sako 85 - Að festa skepti við hlaup

Posted: 17 Apr 2014 19:39
af Björn R.
Svo sem ekki. Ef þú kannt að herða skrúfu með srúfjárni ertu kominn nokkuð langt. 8-) En eins og mér var kennt þetta, herða fremri skrúfuna vel fasta svo seinni skrúfuna líka, bara ekki alveg eins fast. En svo eru til tölur um þetta ef maður vill vera nákvæmur.

Re: Sako 85 - Að festa skepti við hlaup

Posted: 17 Apr 2014 21:13
af Aflabrestur
Sælir Piltar.
Ég veit ekki með ykkur en á flestum mínum rifflum er hlaupið skrúfað á/í lásinn og hann svo aftur í skeftið það hefur hingað til ekki þótt góð "latína" að festa hlaup við skefti, en að festa lásinn því betur er gott. það þykir vænlegt til að ná góðum árangri og hittni að hlaup bara snerti skefti alls ekki frá lás og frammúr.
Frá þessu eru svo undantekningar eins og alltaf en tel þær varla eiga við hér.

Re: Sako 85 - Að festa skepti við hlaup

Posted: 17 Apr 2014 21:23
af Gisminn
Heheh þetta var bara spurning hvenær einhver léti vaða :-)

Re: Sako 85 - Að festa skepti við hlaup

Posted: 17 Apr 2014 21:36
af Björn R.
Hehe þegar betur er að gáð þá er þetta líklega þannig :oops: en sem betur fer þá náðu menn þessu þrátt fyrir örlitla annmarka :P

Og kannski að breyta fyrirsögninni, uppá seinni tíma að gera...

og já í Guðanna bænum ef ég er enn í orðarugli, komiði með betri fyrirsögn handa mér. Það hjálpar sjálfsagt öðrum byrjendum síðar að hafa hlutina rétt orðaða.

Re: Sako 85 - Að festa/herða lás við hlaup

Posted: 17 Apr 2014 22:07
af karlguðna
haha tómir snyllingar ,,, ég held mig við herða að framan og aðeins minna að aftan ,,, það er pínu ég ,, eins og maðurinn sagði , "it is al in the rist" :lol: :lol: :lol: :lol:
takk fyrir þetta Björn r

Re: Sako 85 - Að festa/herða lás við hlaup

Posted: 18 Apr 2014 15:31
af 257wby
Sælir .

Væri ekki einfaldast ef fyrirsögnin væri "Sako 85 - að festa/herða lás við skepti" ?

Þar sem málið snýst um þá aðgerð, en hvorki að festa skepti við hlaup né hlaup við lás :)

kv.
Guðmann

Re: Sako 85 - að festa/herða lás við skepti

Posted: 18 Apr 2014 16:27
af Björn R.
Lengi má gott bæta ;)