Að taka Berettu ES100 í sundur

Allt sem viðkemur byssum
bjarniv
Póstar í umræðu: 2
Póstar:32
Skráður:04 Mar 2013 20:59
Fullt nafn:Bjarni Valsson
Að taka Berettu ES100 í sundur

Ólesinn póstur af bjarniv » 30 Apr 2014 22:28

Sælir,

Veit einhver hérna hvernig maður tekur í sundur magasín túbuna í Berettu ES100?
Ég svona ímynda mér að þetta sé með skrúfgang og sé skrúfað af, en ég þori bara ekki að taka neitt á þessu.

http://stevespages.com/pdf/beretta_es100.pdf

Það er s.s. rörið merkt A8 á myndinni neðst á síðu 4 sem ég vill losa af.
Kveðja Bjarni Valsson

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Að taka Berettu ES100 í sundur

Ólesinn póstur af Björn R. » 02 May 2014 13:22

Má ég fyrir forvitnis sakir spyrja af hverju þú vilt taka þetta rör af? Ég er með Berettu sem gengur undir tveimur nöfnum. Stundum nefnd A300/400 stundum Outlander. Henni svipar hins vegar til þinnar að nokkru leyti. Ég hef aldrei tekið hana meira í sundur en að fjarlægja hlaup og stimpil þegar ég er að þrífa og einu sinni eða tvisvar tók ég gikkinn úr og þreif eftir að hafa verið í blautum sandi. Mig minnir hins vegar að ég hafi lesið í handbókinni að ef ég vildi eiga eitthað við magasínið sjálft þá væri það verkefni fyrir byssusmið. Handbókinni tókst mér hins vegar að glata þannig að ekki ætla ég samt að hengja mig uppá það :)
Vonandi gengur þér vel með þetta.
KV
BRJ
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

Padrone
Póstar í umræðu: 1
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Að taka Berettu ES100 í sundur

Ólesinn póstur af Padrone » 05 May 2014 16:11

Eina sem mig grunar að ástæðan fyrir að fjarlægja magasín túbuna er til að setja stærra magasín í staðin, t.d. 10 skota. En hvað varðar það mig.

Ég sé allavega ekki leið til að taka það af á minni, því miður.

Kv.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

bjarniv
Póstar í umræðu: 2
Póstar:32
Skráður:04 Mar 2013 20:59
Fullt nafn:Bjarni Valsson

Re: Að taka Berettu ES100 í sundur

Ólesinn póstur af bjarniv » 05 May 2014 23:37

Ástæðan fyrir því að ég ætlaði að taka þetta í sundur var sú að ég fór með byssuna á sjóinn og skellti henni svo í sturtu eftir það og ætlaði svo að rífa hana alveg í spað til að þrífa hana. En ég verð líklega bara að láta nægja að spreyja inn í þetta.
Það var allavega kannski ágætt að ég fór ekki að beita einhverju afli á þetta :?
Kveðja Bjarni Valsson

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Að taka Berettu ES100 í sundur

Ólesinn póstur af Björn R. » 06 May 2014 08:26

Þegar ég fer á sjófugl hef ég látið duga að spreyja með WD-40 og strjúka af með klút, geri þetta bæði fyrir og eftir. Svo þríf ég hlaup að innan með hefðbudnum aðferðum. Nota fyrst snák og bursta svo að innan með einhverjum þar til gerðum hreinsiefnum sem ég á til i það sinnið. Þetta virðist duga. Ég hef aldrei tekið hólkinn með mér í bað :)
Þegar öllu þessu er lokið strýk ég af byssunni með klútum sem eru seldir með einhverju silikon efni í.
Með því að gera þetta svona hef ég allavega sloppið við ryð og annan ósóma

Svo þekki ég mann sem notar wd 40 eingöngu og hreinsar byssuna helst ekki að innan. Hann er búinn að skjóta gæsir, rjúpur og svartfugl í 30 ár með sinni Browning byssu. Hún er enn í fullu fjöri ;)
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

Svara