Skotgreinar á Landsmóti UMFI 50+ á Húsavík 20-22 júní 2014

Allt sem viðkemur byssum
kra
Póstar í umræðu: 1
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33
Skotgreinar á Landsmóti UMFI 50+ á Húsavík 20-22 júní 2014

Ólesinn póstur af kra » 01 May 2014 18:09

Dagana 20-22 júní í sumar verður haldið landsmót 50+ UMFI á Húsavík.
Skotfélag Húsavíkur verður með skotgreinar á mótinu. Skeet og riffilskotfimi. Hugmyndin er að skjóta VFS a 100 og 200 mtr alls 25 skot.Keppt verður i benchrest /opnum flokki og kannski lika með breyttum veiðirifflum ef áhugi er til staðar. Langar til að sjá hvort einhver áhugi er hjá mönnum að mæta.
Það væri mjög gott að fá upp nöfn þeirra sem áhuga hafa á að mæta. Hjálpar til við undirbúninginn.
Ef þátttaka verður góð, áskiljum við okkur til að fækka skotum og jafnvel færa öll á 100 mtr.
Við erum bara með tvö borð eins og er. Bæði fyrir rétt og örvhenta.

Kveðja
Kristján R. Arnarson
Formaður Skotfélags Húsavíkur
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Skotgreinar á Landsmóti UMFI 50+ á Húsavík 20-22 júní 20

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 May 2014 22:21

Ég hefði kannski áhuga á að taka þátt í veiðirifflaflokknum.
Hvaða rifflar flokkast undir breytta veiðiriffla?
Má ekki líka taka þátt með óbreyttum veiðirifflum?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Skotgreinar á Landsmóti UMFI 50+ á Húsavík 20-22 júní 20

Ólesinn póstur af gylfisig » 05 May 2014 00:18

Sæll Siggi.
Ekki er búið að ákveða hvernig fyrirkomulagið verður. Það skiptir allmiklu máli að geta vitað eitthvað um fjölda þátttakenda. Persónulega, þá hefði ég viljað amk tvo keppnisflokka.
Samt sem áður eru hendur okkar nokkuð bundnar þar sem við höfum einungis tvö skotborð.
Best væri að þeir sem hafa áhuga á að mæta á þetta Landsmót 50 + myndu skrá sig sem fyrst, hvort heldur í opinn flokk, eða breytta/óbreytta riffla. Þá getum við gert okkur grein fyrir því hvernig þetta yrði í framkvæmd.
Þessi grein er nýlunda á Landsmóti, og væri án vafa, gaman ef hún yrði komin til að vera.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Skotgreinar á Landsmóti UMFI 50+ á Húsavík 20-22 júní 20

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 05 May 2014 20:44

Já Gylfi, ég veit allt um að þessi grein er nýlunda á Landsmótum UMFÍ.
Ég verð nú að hæla mér aðeins í leiðinni, fyrst var keppt í skotfima á Landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum 2001.
Þar sat ég í landsmótsnefnd og var upphafsmaður og aðal hvatamaður að því að skotfimi var þar tekin þar upp sem keppnisgrein, heimamenn fá gjarna að ráða hvaða greinar, tvær til þrjár, eru teknar upp til prufu á á Landsmótunum og ég hafði mitt fram á Egilsstöðum 2001.
Hugmyndina fékk ég eftir að hafa heimsótt Landsmót Dönsku ungmennafélaganna árið 1994 að mig minnir en þar er jafnan keppt í skotfimi, rimfire og skambyssu 22 lr.
Síðan hefur verið keppt í skotfimi af og til á Landsmótum Ungmennafélaganna en ég hygg að þetta sé í fyrsta skipti sem hún er fyrirhuguð á Landsmóti 50+.
Hafið bestu þakkir fyrir að hafa forgöngu um það :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Skotgreinar á Landsmóti UMFI 50+ á Húsavík 20-22 júní 20

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Jun 2014 22:26

Ég er búinn að skrá mig í VFS og reyndar minn betri helmingur líka!
Stelpur og strákar......koma svo.......!!!!!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skotgreinar á Landsmóti UMFI 50+ á Húsavík 20-22 júní 20

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 15 Jun 2014 23:19

ÚÍA með öflugt lið...

Ég myndi skrá mig ef það væri nóg að vera með alskegg og skalla, en fyrst takmarkið er 50 líf ár þá er ég víst ekki gjaldgengur í nokkur ár í viðbót! :lol:
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Skotgreinar á Landsmóti UMFI 50+ á Húsavík 20-22 júní 20

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Jun 2014 07:21

Já það má segja að ég sé heppinn að vissu leiti, losna við að keppa við ,,atvinnumennina", það eru nefninlega svo fáir ,,atvinnuskotkeppnismenn" komnir á eftirlaun :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:

En það er síðasti skráningardagur í dag og ég hvet alla til að skrá sig, alla sem hafa náð aldri til þess :D :D :D :D :D :D

Þetta framkallar kannski nokkurskonar flassbakk og minnir ef til vill suma á hvað var erfitt að bíða eftir að verða tvíugir til að komast í Ríkið :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 16 Jun 2014 17:01, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Skotgreinar á Landsmóti UMFI 50+ á Húsavík 20-22 júní 20

Ólesinn póstur af gylfisig » 16 Jun 2014 11:31

Gaman að fá konur í þessa grein. Ekki það Siggi minn, að þú sért ekki velkominn líka :D
Til gamans má geta þess að nú eru amk tvær konur skráðar í þessa grein mótsins.
Og annað... ég er ekki með skalla, ekki með skegg, og ekki mjög mikla ístru. Samt kominn i gamalmennaflokkinn :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Skotgreinar á Landsmóti UMFI 50+ á Húsavík 20-22 júní 20

Ólesinn póstur af 257wby » 16 Jun 2014 13:15

Er ekki einhversstaðar hægt að sjá skráningar í skotgreinarnar á 50+?

kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Svara