Riffillásar

Allt sem viðkemur byssum
frostisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:50
Skráður:06 Jan 2014 17:34
Fullt nafn:Frosti Sigurðarson
Riffillásar

Ólesinn póstur af frostisig » 28 May 2014 13:14

Sælir spjallverjar.
Ég hefði gaman af því að heyra skoðanir manna á hvaða boltalása menn aðhyllast til að smíða sér riffil, þá er ég ekki að tala um custoum made lása eins og stiller eða bat þó ég hefði líka gaman af því að heyra um þá, heldur hefðbundna fjöldaframleidda lása eða hvað menn vilja kalla það.
Gaman að heyra hvort menn hafa skoðanir á controlled round feed eða push feed lásum.
Ég geri mér grein fyrir að rem 700 hefur mest framboð á aukahlutum en það skiptir mig ekki öllu svo framarlega að hægt sé að fá góðan gikk og gott skepti.
Ég er ekki að hugsa um bench rest riffil heldur veiði eða varmint jafnvel svipað og kaninn kallar tactical, og 6,5x47 l er að heilla mig þó margt annað sé að blunda í kollinum á mér.
Er búinn að lesa flest sem google hefur uppá að bjóða en langaði að fá reynslusögur og álit úr íslenskum raunveruleika.
Kveðja
Frosti Sigurðarson
Egilsstöðum

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Riffillásar

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 29 May 2014 10:56

Sælir.
Fyrst engin ætlar að svara. Fór í gegnum þetta ferli í haust, var að vísu að spá í löngum lás, en eins og þú í 6,5 mm sem þrengdi þetta aðeins meira en hjá þér. Í stuttu máli eftir eigin pælingar og spjall við Arnfinn þá leit þetta svona út, þetta eru möguleikarnir.
Otterup Mauser:
ódýr, endalaust af aukahlutum, nothæft skefti og gikkur, heppni hversu góðan lás þú færð.
Remington 700 sps:
120. þús á útsölu, endalaust af aukahlutum, en ekkert nothæft úr honum nema lásinn.
Savage:
Eftir spjall við vissa menn þá ræðum við það ekki frekar.
Howa warmiter:
Viðráðanlegt verð, nothæft skefti og gikkur, til í 6,5 mm þannig að það er möguleiki að nota orginal hlaup til að byrja með. Þetta verður trúlega minn valkostur í stöðunni (er enn að leita að fjármagni).
En er 6,5x47 ekki orðið til standard í eh. þokkalegum rifflum á viðráðanlegu verði td. Tikka? En svo er þetta náttúruleg alltaf spurning um að vera ekki með það sama og allir hinir, skynsemi og löngun fara sjaldnast samann.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

frostisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:50
Skráður:06 Jan 2014 17:34
Fullt nafn:Frosti Sigurðarson

Re: Riffillásar

Ólesinn póstur af frostisig » 29 May 2014 11:23

Takk fyrir svarið, mundiru frekar taka howa heldur en weatherby? Er færra nothæft þar?
Kveðja
Frosti Sigurðarson
Egilsstöðum

Magnus
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:18 Feb 2013 15:23
Fullt nafn:Magnús Sigmundsson

Re: Riffillásar

Ólesinn póstur af Magnus » 29 May 2014 16:34

Ég hef einmitt verið að hugsa um hvort það gæti verið sniðugt að kaupa notaðan Remington 700 og biðja Arnfinn að setja nýtt hlaup í 6,5x47 lapua og eitthvað flott skepti. Væri Howa betri kostur, ef maður ætlaði bara að hirða lásinn?
Magnús Sigmundsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Riffillásar

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 29 May 2014 16:39

Sælir.
Einhvern vegin var Wetherby aldrei valkostur sem ég horfði neitt á, svona í fljótu sé ég kænski ekki allan mun á annað en skeftin ef þú ætlar í nothæft plast í Wetherby þá kostar það! og verðið orðið hærra en á Howa með límtré, ég persónulega þoli ekki plast skefti á rifflum fínt á skurða og sjó haglabyssur en ekki riffla.
Tel bestu kaupin fyrir mig í Þessum hér:
Howa Sporter Ambi 6,5x55
Mynd
Langur lás, töff skefti sem yrði notað áfram, 6,5 mm hlaup sem nýtist til að fireforma hylki, sem væri svo skift út fyrir eh. betra í næstu umferð.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Riffillásar

Ólesinn póstur af skepnan » 29 May 2014 20:56

Sælir, Weatherby er framleiddur af Howa, hlaup, lás og gikkur nema dýrasta tegund Mark V sem að þeir segja að sé eingöngu framleiddur í Ameríkunni.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

frostisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:50
Skráður:06 Jan 2014 17:34
Fullt nafn:Frosti Sigurðarson

Re: Riffillásar

Ólesinn póstur af frostisig » 30 May 2014 07:43

Ok vissi að lásinn er sá sami en var ekki viss með gikk og hlaup.

Takk fyrir svörin.
Kveðja
Frosti Sigurðarson
Egilsstöðum

Svara