"Léttur" vargriffill í 6.5

Allt sem viðkemur byssum
Sveinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58
Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af Sveinn » 02 Jul 2014 23:18

Góð umræða. Allir vilja hafa létta riffla úti í mörkinni en þunga og bakslagslitla riffla á æfingasvæðinu sem hitna ekki of mikið. Niðurstaðan, ef þetta er sami riffillinn, er náttúrulega málamiðlun. Svo eru þeir sem segja að öll pæling um þyngd sé aumingjaskapur… þeir geta hætt að lesa hér :D

Auðvitað eiga menn að velja short action ef þeir fíla það en short action til að spara þyngd er ofmetin. Sako t.d. þar munar 100 g á short og long action og ekki mörgum mm í lengd. Þessi þyngdarmunur á lásum átti kannski við í gamla daga þegar málmtækni var önnur en í dag. Tikka framleiðir eina léttustu veiðiriffla í heimi og þeir eru allir long action, bara mismunandi magasín og boltar (og hlauprýmd) til að ráða við mismunandi hylki.

Minn veiðiriffill er upprunalega Tikka Light í 6.5x55, með léttu hlaupi, magasíni og plastskefti. Strípaður 2,8 kg. Vóg í byrjun með kíki, festingum og tvífót (en án skota), semsagt veiðiklár, rétt tæp 4 kg. Setti hann í norskt KKC límtrésskefti (stillanlegur kinnpúði og axlarpúði), stærri kíki og þyngra boltahandfang og hann er núna 4,6 kg. GRS skeftið er um 200 g þyngra. Hlaupið er ennþá „kínaprjónn“ (sem þykir ekki fínt á æfingasvæðinu…) 22,7“ en er nákvæmt eins og öll Tikka hlaup, þarf bara að passa að kæla það.

Hlaupið er að sjálfsögðu sá hluti sem skiptir mestu máli í þyngd eins og þú nefnir, Magnús. Tikka Varmint er með tæplega 24“ þungt hlaup sem er um 800 g þyngra en Lite/Hunter hlaupið. Þannig að Varmint í sama búningi og að ofan væri þá 5,4 kg. Væri enn léttur vargriffill. En ekki með tveggja þrepa gikk en þá má fá aftermarket. Weatherby Vanguard í sama búningi væri 5,2 kg með léttu hlaupi og 5,8 kg með þungu (og stuttu) hlaupi ef miðað er við þær gerðir sem Hlað auglýsir á sínum vef. En með tveggja þrepa gikk sem standard.

Það má heldur ekki gleyma því að þyngd á kíki og festingum skiptir máli. Ég er með Vortex Viper í 6.5-20x50 sem er um 620 g án festinga. Viper PST 6-24x50 er með FFP og ljósi í krossi er eitthvað um 650 g og gæti því hentað vel sem vargkíkir.

Ég myndi hugsa mig vel um áður en ég skipti úr 6.5x55 yfir í 260 REM því þau eru mjög áþekk í getu en 6.5x55 ræður betur við stærri kúlur enda lengra hylki. Bæði eru mjög nákvæm í réttum hleðslum og henta fínt sem varghylki.
TikkaLiteKKC.jpg
TikkaLiteKKC.jpg (135.77KiB)Skoðað 1642 sinnum
TikkaLiteKKC.jpg
TikkaLiteKKC.jpg (135.77KiB)Skoðað 1642 sinnum
Tikka Lite í KKC skefti
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Jul 2014 23:31

Ég sat einu sinni á tali við hreindýraveiðimann sem var að spekulera í þessu sama og þú Magnús að fá sem léttastan veiðiriffil, hann var með ýmsan fróðleik um hvernig hægt væri að létta riffilinn sem mest, eins og Sveinn nefnir eru tölurnar frá 2,8 kg upp í 5,8 eða munur upp á 3 kg.
Ég hlustaði með athygli á þennan mann sem var vel við vöxt um 100 kg að ég held, hann komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti létt hjá sér riffilinn um 800 grömm með tilfæringum og þó það væru 3 kg. eins og í dæmi Sveins.
Þegar ég hafði hlustað á þessi rök mannsins hvað það væri nauðsinlegt að létta veiðiriffilinn til að hann væri ekki íþyngjandi, benti ég honum vinsamlega á að það væri mun auðveldara að ná þessum þyngdarmun af skrokknum á sjálfum sér OG MALIÐ VAR STEINDAUTT :lol:
Það er nefninlega ekki stórmál að létta sig um ein 5 kg. :D nema kannski fyrir Kidda vin minn Skarp. en hann kvartar aldrei yfir þyngd sinna riffla 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Sveinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af Sveinn » 02 Jul 2014 23:44

Við, þessir grönnu :D , viljum náttúrulega hafa okkur riffla sem léttasta...

PS: 2,8 kg er þyngdin á strípuðum Tikka Light, án kíkis og tvífótar, semsagt ekki veiðiklár en er sú tala sem framleiðendur gefa alltaf upp.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Jul 2014 07:31

Ég brá mínum veiðiriffli Mauser 6,5-284 á vogina, hann reyndist rétt tæp 6 kg. eða 5,9 kg með öllu, sjónauka, fæti, ól, musslebrake og 5 skotum.
Ég er með þennan riffil á öxlunum nánasta allan hreindýraveiðitímann og sé ekki að það mndi breyta miklu þó ég gæti létt þá byrði um kannski 2 kg.
Viðhengi
IMG_1006.JPG
Þannig lítur gripurinn út með nýja sjónaukanum Zeiss counquest 6,5-20x50
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Jul 2014 07:47

Takk fyrir þetta meistarar. Gott að fá öll þessi álit hjá mönnum.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af iceboy » 03 Jul 2014 08:04

Það er töluverður þyngdarmunur á rifflunum í skápnum hjá mér, frá 3,4 til 5,4 kg.
Þá eru þessir rifflar vigtaðir með sama tvífæti og það er nákvæmlega eins kikir á báðum rifflum.
Samt er það ú svo að sá léttari er allt of lítið viðraður, alltaf fer sá þyngri með mér.

Reyndar bendir Siggi á ágætan punkt og það er með þyngd á okkur sjálfum og oft hægt að létta meira þar en á sjálfum rifflinum.

Ég reindar harðneita því að ég sé og þungur, hinsvegar er ég svoltið lágvaxinn miðað við þyngd :lol:
En ég er nú svosem búinn að létta mig um 6 kg á síðustu 3 mánuðum, en riffillinn er jafn þungur enþá :shock:

Ég hef nú svosem séð Magga og kannski það lítið að taka af þar að ef hann fer að létta sig mikið þá þarf hann hvort eð er að létta riffilinn til að geta borið hann :lol: :lol: :lol:
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Jul 2014 08:43

Hehe, það er ágætur punktur. En það er líka bara hægt að vera í betra formi og hætta að væla :) Held að ef ég fái mér það sem mig langar í þá bara sætti ég mig við 6kg +- og held kjafti :D
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af iceboy » 03 Jul 2014 08:59

Það er hægt að setja hvaða forsemdur sem menn vilja og það er gott mál.

Mín reynsla er sú að rebbi er ekkert mjög vandlátur, hann drepst alveg sama hvort ég hef skotið hann með 222,243,6,5x55 eða 30-06.

Málið er að mínu mati einföld, það að þekkja riffilinn sinn og geta hitt með honum skiptir meira máli en caliberið. En hvað veit ég svosem :?:
Árnmar J Guðmundsson

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af konnari » 03 Jul 2014 09:26

Sæll Magnús, ég held að þú sért svolítið að sækja vatnið yfir lækinn.....í þínum sporum þá myndi ég gera þetta einfalt; klassa léttur vargriffill væri t.d. Tikka T3 hunter í 260rem eða 6.5x55 sem er um 3Kg. svo má líka ef buddan leyfir kaupa Sako 85 stainless í plasti sem er líka um 3 Kg. Einfalt og gott :D
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Jul 2014 11:19

Rössler tæki ég frekar, en ef ég ætla mér að fá tveggja þrepa stillanlegan gikk þá þarf ég aftur að leita. Kaliberið er aukaatriðið, enda hefur komið fram að það skiptir minnstu máli í þessu og ég er þegar með mínar hugmyndir um það. Þótt það sé kostur að hafa riffill léttann vill ég líka hafa hann nákvæman. 1/2 moa eða minna og með gott skeppti með kinnpúða. Ég myndi jú líka nota hann í nálvæmnisskotfimi. Á ekki efni á að reka tvo fullbúna riffla. Laust magasín set ég einnig sem skilyrði. Ég allavega sé að það er ekki raunhæft fyrir mig að leita af léttum riffli. Undir 5 kg því það væri ekki riffill sem myndi standast mínar kröfur og væntingar :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

frostisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:50
Skráður:06 Jan 2014 17:34
Fullt nafn:Frosti Sigurðarson

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af frostisig » 03 Jul 2014 16:07

Sælir
Ég er með tikku t3 varmint stainless í 6,5x55 og er ég mjög ánægður með hann er með á honum meopta artimis 3000 4-16x44, ég veit nú ekki hvað hann vigtar nákvæmlega en hann telst nú seint léttur veiðiriffill. Ég hef borið hann mjög lengi á hreindýraveiðum, fyrir 10 árum síðan vorum við 16 klukkutíma á gangi á svæði 3 og hef lent í alslonar aðstæðum með hann.
Það hefur aldrei plagað mig hvað hann er þungur en það er eitt með þessa plast rifla að skeptið er svo létt að massamiðja riffilsins verður mjög framarlega, sem sagt hann er mjög framþungur. Þar af leiðandi er mjög óþægilegt að bera hann à baki með hlaupið upp í loft, allavega þegar ólin festist í tvífót því að hlaupið leitar niður og riffilinn leitast við að skaga út frá bakinu í hálf láréttri stöðu. Ég hef því altaf borið hann með hlaupið niður sem er bara mjög þægilegt nema maður þarf að vera mjög meðvitaður um að reka það ekki niður þegar gengið er yfir grafninga og ósléttur.
Ég er að spá í að þyngja jafnvel skeptið til að færa massamiðjuna aftar því að mér finnst ekkert tiltökumál að bæta við nokkrum grömmum.
Og svo þegar buddan leifir þá langar mig mikið að uppfæra í grs eða kkc sem kæmi áræðanlega mjög vel út. Þannig að ég væri ekkert að pæla of mikið í þyngd á meðan þetta er ekki farið að verða einhver svaka járnkall.
Annars fær tikkan og cal 6,5x55 topp einkun frá mér, en sammála því að cal er ekki aðalatriði og svo verða menn bara að hlusta á hjartað og næra riffilperrann innra með sér.
Kveðja
Frosti Sigurðarson
Egilsstöðum

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af maggragg » 21 Jul 2014 20:53

Jæja, viktaði riffillinn hjá mér og hann er 6.8 kg veiðiklár fyrir utan skotin. Er núna búin að ganga töuvert með hann og það er svosem ekkert að plaga mig neitt rosalega. Held að ég haldi mig áfram við hann, þar sem hann þrælskýtur og ég kann bara ágætlega við hann að öðru leyti. Hefði samt viljað hafa laust magasín til að auðvelda það að tæma hann. En maður heldur samt áfram að pæla í næsta riffli, hver gerir það svosem ekki :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara