"Léttur" vargriffill í 6.5

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
"Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Jun 2014 14:18

Eftir að maður er búin að fara á rebba núna tvö skipti og kynnast þeirri veiðimennsku kemst maður ekki hjá því að fara að endurskoða byssumálin hjá sér. Ég var svosem með heilmiklar skoðanir áður, en þegar maður fer að nota græjurnar við hinar ýmsu aðstæður þá kemur meira í ljós. Hendi hérna inn mínum hugleiðingum til gamans, og kannski henda menn inn sínum skoðunum eða koma með sínar hugmyndir.

Ég er löngu búin að gera mér grein fyrir því að það er ekki til hinn fullkomni riffill, né hið heilaga alhliða kaliber, enda er það ekki hægt, til að fá eitthvað gott, verður að fórna öðru í staðinn.

Ég er núna með mjög þungann riffill í 6.5x55 sem ég er mjög ánægður með. Hann er nákvæmur og maður hittir allt með honum sem maður þarf að hitta, en hann er þungur.

Það sem ég lagði upp með eru eftirfarandi atriði.

Ég vill hafa tveggja þrepa gikk. ( Two stage )
Ég vill hafa riffilinn með stuttan lás (Short action) til að spara óþarfa þynd og hafa hann ennþá nettari.
6.5mm hlaupvídd er það sem ég horfi á. Ég kys kúlur með háum BC stuðli þar sem ég tel vindrek skipta meira máli en fall.
Stainless er kostur, langar einfaldlega meira í það.
Laust magasín!
5 kg +- , veit ekki hvort það er raunhæft miðað við þessar forsendur.
Má ekki kosta of mikið, helst sem minnst en ég geri kröfu um nákvæmni uppá 0.5 MOA eða betra, lágmark.

Það sem ég var kominn á var Howa 1500 eða weatherby, en það er sami lás, short action og hann er með tveggja þrepa gikk. Einnig til í stainless. Fær góða dóma og hafa verið að koma mjög vel út nákvæmnislega séð. Þá er ég kominn með gikk og lás, en ég hef ekki ennþá fundið custom gikki sem fást tveggja þrepa.

Það er klárt að ég kaupi nýtt hlaup. Það verður stutt og svert, 20 - 22" Halda sverleikanum en spara þyngd með því að stytta það, og snitta það fyrir hlaupbremsu og svo kút þegar þegar leyfi fæst fyrir þannig.

Ég kýs alltaf gott skepti, GRS kemur sterkt inn en kinnpúði er nauðsyn. Ég vill þó spara þyngd sem kostur er. Þarf að vera þægilegt að bera hann, og hlaupa með hann, en samt halda ákveðinni þyngd til að hafa hann stöðugan og nákvæman.

Að sjálfsögðu yrði hann fittaður með tvífót. Atlas tvífætur yrðu fyrir valinu, en Harris dugar áfram þar til að fjármagn fengist fyrir Atlas, ætla ekki út í kostina á Atlas hérna.

Og þá er eftir að velja hylkið. Ég er mjög sáttur við 6.5x55, en það er long action hylki, nokkuð langt. .260 remington og 6.5x47 eru að skila nákvæmlega sömu afköstum ef svo má að orði komast og þá er bara spurning, hvort ætti maður að fara í .260 remington eða 6.5x47. Sama og enginn munur á afköstum, svo það eru allir aðrir þættirnir sem koma þar inní. Kannski að maður hendi bara krónu upp það.

Eins og staðan er kúlan sem yrði notuð, 123. gr. A-Max, þar sem maður er að fá kúlu með háan BC stuðul en samt ekki sú þyngsta. Þessi hylki öll eiga að koma henni á 2900 - 3000 fps með vandaðri endurhleðsluvinnu, aðeins hægar ef maður gerir ráð fyrir stutta hlaupinu.

Varðandi sjónauka þá er klárt að það verur FFP sjónauki, og hann verður að vera með mil krossi, helst með eins þéttum strikum, en 0,5 mil myndi duga. Nýji FFP Sightronin kemur sterkur inn, en ég er með sightron á mínum eins og er og er mjög sáttur.

Þannig að núna held ég áfram að skoða og spá og spegulera um þetta. Væri gaman að heyra hvort að aðrir séu með plan í gangi með svipaða hluti og hvað menn eru að spá í þeim efnum.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af gkristjansson » 25 Jun 2014 14:39

Veit ekki hvort þú ert að spá í veiðar erlendis líka en þá er 6.5 kannski í smærri kantinum. Að því sögðu þá var reyndar einn Svíi með mér í Namibíu sem skaut allt með 6.5x55 (Springbuck, strút og Wilderbeast), alltaf meiri spurning um hvar þú setur í dýrið frekar en hvað þú setur í það.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Jun 2014 15:27

Sæll Guðfinnur.

Þessi myndi ekki vera hugsaður fyrir veiði erlendis, ef ég myndi fara í það. Þá myndi bæði annað hylki henta betur og sjónauki líka. Maður myndi verða sér út um tæki fyrir það :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 4
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 25 Jun 2014 16:27

Ég held að þetta séu gríðarlega krefjandi skilyrði ef ég skil þig rétt þá viltu
Stuttan lás
6,5 mm hlaupvídd
Stutt hlaup 20 til 22"
mikinn hraða 2900+ fps
háan BC stuðul G1 = > 0,5
Líklegasta hylkið til að klára þetta er 6,5x284 rýmað eins og 284 max lengd 2,8"

Ertu ekki að skjóta 123 gr Amax núna úr 6,5x55 á 2900 fps hvað er sá riffill með langt hlaup
Það eru umþað bil 30 fps fyrir hverja tommu sem þú styttir hlaupið niður fyrir 25 tommur
Stebbi Sniper er að skjóta 130 gr Berger úr 6,5x47 á rétt undir 2700 fps með 25" hlaupi
Ég held að þú lendir alltaf í að verða fórna annaðhvort hraða eða háum BC í svo stuttu hlaupi
svo er spurning um 243 með 1 í 8 eða 1 í 7 tvist til að skjóta þyngstu kúlunum á rétt um 3000 fps.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Jun 2014 16:45

Sæll.

Já er að ná 123 gr. Amax núna á eitthvað um 2900 fps úr 27 tommu hlaupi. Það er bara allt of langt hlaup í þetta.

Ég vill frekar fórna hraða en BC þannig að ég sætti mig vel við 2700 - 2800 með þessari kúlu. Langar ekki í 6.5x284, það er orðið stærra en mig langar í og skilar ekki það miklu meiru. Er ekki heldur spenntur fyrir .243 þar sem það er orðið meira krefjandi á hlaupið þannig að ég er allveg ákveðinn í 6.5mm og þessum tveimur hylkjum. ( Að svo stöddu ;) ).
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 4
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 25 Jun 2014 16:56

Þá er þetta væntalega spurning um 6,5x47 eða hið gríðarlega vinsæla hylki 308
The .260 Remington (also known as 6.5-08 A-Square) cartridge was introduced by Remington in 1997
og ath hvað þú kemst upp með að pressa kúluna upp í hraða :) :)
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

"Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Jun 2014 17:05

Jamm, það er einmitt málið Jens :) Það er bara spurning hvað á að halda utan um það. Maður þarf víst alltaf að fórna einhverju til að fá eitthvað í staðinn í þessum málum. Það sem er flókið í þessu er að setja saman riffill sem er bæði "meðfærilegur" og "nákvæmur" :)

Og ekki má gleyma "kostar ekki mikið"
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 4
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 25 Jun 2014 17:20

Ég er gríðarlega ánægur með 284 riffilinn minn sem er settur utanum 168 gr Berger kúluna hún er á 2860 fps með VV N160 og yfir 3000 með RL-17
ég hugsa ég færi í það cal ef ég ætlaði að smíða svo stuttan riffil í stuttum lás
þá myndi ég hafa 140 gr kúlu í huga
Ég fann ritgerð um svoleiðis smíði á netinu þegar ég var að ákveða að fara í cal 284
http://home.earthlink.net/~rfrailey/sit ... addata.pdf
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Jun 2014 17:32

Flott hylki hjá þér. Ég hef sagt áður hér að .284 er eitt vanmetnasta hylkið. Það er það hylki sem ég færi í ef ég myndi fara einu þrepi hærra. Þá orginal 7mm að sjálfsögðu. En fyrst að þú nefnir þetta verð ég sennilega að fara aftur yfir ballisticsin og stúdera meira ;) Það er náttla short action hylki
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 25 Jun 2014 20:39

Sæll Maggi

284 hentar mjög ílla í short action magasín lás, því þá þarftu að troða kúlunni svo langt ofan í hylkið... þetta eru mistökin sem voru í upphafi gerð með þetta hylki sem ég held að hafi heft útbreiðsluna á því ferkar mikið.

Heldarlengd með kúlum frá 160 til 180 grs er ákjósanleg í kringum 81 - 83 mm að ég held og það kemst ekki í short action.

Kröfurnar hjá þér eru þannig að þú sleppur aldrei ódýrt frá þessu nema gefa afslátt hér og þar. Það mikilvægasta að mínu mati er match hlaup. Þú ferð helvíti langt með að uppfylla nákvæniskröfurnar með því. LV cuttað niður í 22 - 23" gæti verið að gera afbragðs hluti.

Það breytir ekki miklu hvort þú tekur 260 rem eða 6,5 x 47... held að það sé mjög lítill munur á þessum tveimur. Veldu bara það sem þig langar meira í.

Sveinbjörn hérna á vefnum er með Howu sem er í plastskepti sem svignar út og suður en er samt að gera ótrúlega vel með þessum riffli, þar er það endurhleðsluferlið sem skilar líklega miklu og að sjálfsögðu afbragðsskytta.

Þú getur náttúrulega alltaf farið niður í 100 grs kúlu á nálægt 3000 fps með þessu hlaupi ef þú vilt flatari feril. Ég er með 25" hlaup og sendi 100 grs kúlu á 930 m/s (3050 fps) með frekar mildri hleðslu 38 grs af N-140. Þú myndir örugglega koma 100 grs kúluni eitthvað yfir 3000 fps með RL 15.

Hlaupbremsa sem slík er waist of money og heyrn á 6,5 x 47, slær nákvæmlega ekki neitt... sem er kostur.

FFP er örugglega fín, en það eru ekki allir hrifnir af svoleiðis. Þar skiptir nú bara mestu máli hvað þú venur þig á, en gæti verið vesen að sjá krossinn á litlu zoomi í rökkri.

just my 2 cents...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Jun 2014 21:00

Takk fyrir þetta Stebbi. Pælingin jafnvel að byrja á bara hlaupinu til að byrja með á howu eða weatherby, svo bara bæta við eftir því sem efni leyfa.


Það sem ég er að meta við hlaupbremsuna er að losna við hoppið á rifflinum. Það var magnað að sjá skotið hæfa rebba og sja hana falla í gegnum sjónaukan á rúmum 100 metrum. Hef ekki prófað 6.5x47 eða .260 en ef hann hoppar ekki væri fínt að losna við bremsuna.

FFP er klárlega eitthvað sem ég vill. Mildotið er bara gagnlaust fyrir mig þar sem það er einungis rett á 24x stækkunn. Vill getað notað holdover í krossinum hvenær sem er. Maður hefur jú mjög takmarkaðan tíma til að miða út fra færi og vind. En sammála að það gæti verið óhentugt í næturveiði, nema krossinn se með ljósi.

Er að fara í þriggja vikna frí til mekki skotfiminar og verður gaman að melta þetta í rólegheitum þar :) endilega koma með hvað þið hafið verið að gera, hvað þið hafið rekið ykkur á og annað.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 1
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 25 Jun 2014 21:25

Held að 6.5x47 sé finn kandídat í þetta. Er að senda 123 gr á 3050 fps með 25" hlaupi.
Sigurður Kári Jónsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Jun 2014 21:30

6,5x47 er sterkar hylki og gefið upp fyrir 63k psi á móti 60k psi hjá .260 og vegur þar upp á móti örlítið minna rúmmáli. Hafa menn rekist á einhverja ókosti við 6,5x47? Feeding eða eitthvað annað?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 1
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 25 Jun 2014 23:04

Sæll Magnús

Ég hef verið að dunda mér með 260rem og 26“ hlaup. Ég hef verið að nota Amax 123gr og tel hana hent þessu hylki vel. Ég hef verið að hlað m.v. þrýsting uppá ca 80-85% af max eða um 50k psi sem er að gefa hraða uppá 3030 til rétt ríflega 3100 fps. Þetta virðist virka vel í mínum riffli. Ég held að þú eigir að geta fengið heldur meira útúr 260 en 6,5*47. Set hér inn töflu sem einhver snillingurinn hafði tekið saman hér á þessari fínu spjallsíðu.

Ég held samt sem áður að þú eigir að velja þann grip sem þig langar til þess að byggja á þar sem þú virðist ætla í miklar breytingar.
Unnt er að finna ótrúlega létta riffla með 20“ hlaupi og timburskefti rétt um 2,5kg. Það er léttur vargriffill - :P

Gangi þér vel.
Viðhengi
Samanburður hylkja.jpeg
Samanburður hylkja.jpeg (59.54KiB)Skoðað 3592 sinnum
Samanburður hylkja.jpeg
Samanburður hylkja.jpeg (59.54KiB)Skoðað 3592 sinnum
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 4
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 26 Jun 2014 07:32

maggragg skrifaði:
6,5x47 er sterkar hylki og gefið upp fyrir 63k psi á móti 60k psi hjá .260 og vegur þar upp á móti örlítið minna rúmmáli.
Ég hugsa að hærri þrýstingur geri meira en vega upp á móti meira púðurmagni í 20 til 22" hlaupi þar sem stærra hylkið þarf púður sem brennur hægar sem þá hugsanlega nýtist illa á þessari hlauplengd.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 26 Jun 2014 08:46

Sæll

6.5x47 væri flottur með stuttu hlaupi, þarft ekki svert hlaup, setur kút og hann hoppar ekkert.

Annað caliber sem er áhugavert í rebbann og labbið er .204 ruger, gætir smíðað hann með sömu forsendum.

Kv,
Hrafn
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af sindrisig » 26 Jun 2014 20:33

Það á að sjálfsögðu að taka svona spjalli með varúð en ég tek undir með Jenna, hraðara púður en mælt er með í stað meira af því sem mælt er með. Kúlan sleppir hlaupinu áður en hægara púðrið er að fullu brunnið og því nýtist það illa og gefur að öllum líkindum ójafnari þrýsting. Hugsaðu málið út frá skammbyssu og því púðri sem notað er í hana á móti 26 tommu hlaupi og því púðri sem þar er notað.

Þetta er fikt, alveg klárlega! Með miklu kommon sens og góðri reynslu ætti að vera hægt að ráða við svona föndur.

Trúlega er þetta mun einfaldara en komið hefur fram hérna að framan en það þarf að hugsa og skoða sig um áður en vaðið er af stað.

kv.
Sindri Karl Sigurðsson

johann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af johann » 26 Jun 2014 23:14

Áhugaverð grein um hlaupstyttingar og þessháttar:
http://www.thetruthaboutguns.com/2013/1 ... -accuracy/
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af sindrisig » 27 Jun 2014 00:19

Tja Chrome vafrin ryðgar... Fæ ekkert nema malwhere aðvaranir þegar ég reyni að kíkja á hina einu réttu umræðu um byssur... Svo langt sem það nær nú.

Hvað um það 7mm rem mag á 3600 fetum (mældum) er nóg til að hrista út úr hverju sem er.
Sindri Karl Sigurðsson

Baldvin
Póstar í umræðu: 1
Póstar:35
Skráður:28 Jan 2013 23:34
Fullt nafn:Baldvin Örn Einarsson

Re: "Léttur" vargriffill í 6.5

Ólesinn póstur af Baldvin » 01 Jul 2014 11:10

Einhvers staðar las ég að Weatherby útgáfan af þessum riffli kæmi með vandaðari og meira stillanlegum gikk en Howan. Það gæti verið punktur í þessu hjá þér ef lítið úrval er af aftermarket gikkjum í þetta.

Annars sel ég þetta svosem ekki dýrara en ég stal því, og treysti mér ekki til að kommenta á þetta að öðru leyti :)
Baldvin Örn Einarsson
Reykjavík

Svara