Hvaða kaliber er vinsælast í dag ?

Allt sem viðkemur byssum
konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04
Hvaða kaliber er vinsælast í dag ?

Ólesinn póstur af konnari » 30 Jun 2014 14:01

Nú þegar styttist í hreindýratímabilið og þá poppar reglulega upp hvaða kaliber menn eru ánægðir með ofl. Ýmis tískukaliber hafa komið og farið, en í dag hvað er vinsælast ? Er 243win alltaf jafn vinsælt eða eru 6.5mm kaliberin að taka yfir t.d. 6.5x55; 6.5x47 og 260rem svo einhver séu nefnd ?
Síðast breytt af konnari þann 01 Jul 2014 14:13, breytt í 1 skipti samtals.
Kv. Ingvar Kristjánsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Hvaða kaliber er í tísku í dag ?

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 30 Jun 2014 19:19

Ég myndi halda að það væri 6,5x47
það fer vel með hlaup
slær lítið
hægt að fá fjölmargar kúlugerðir í það
frekar ódýrt að fóðra það
og dugar á næstum því allt.
Ég hef séð feikna góða ákomu á 800 metra færi með svoleiðis riffli
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hvaða kaliber er í tísku í dag ?

Ólesinn póstur af maggragg » 01 Jul 2014 12:12

Er ekki .204 ruger að koma sterkur inn um þessar mundir sem varghylki...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hvaða kaliber er vinsælast í dag ?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 01 Jul 2014 14:24

Ég held að það séu margir líka að horfa til 6XC og 6BR í dag. Ef ég ætlaði að fá mér 6mm riffil í dag þá væri það sennilega 6XC.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hvaða kaliber er vinsælast í dag ?

Ólesinn póstur af E.Har » 01 Jul 2014 15:10

6,5-284 klassik

260 rem eða 6,5-47 stíga upp.

6,5*55 svona gærdagsinns :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hvaða kaliber er vinsælast í dag ?

Ólesinn póstur af gylfisig » 01 Jul 2014 16:40

Fín , öll þessi cal sem talin eru upp. Ég er buinn að eiga 6BR í allmörg ár, og það kemur manni alltaf á óvart. Þetta litla hylki er ótrúlega nákvæmt, og skemmtilegt. Nákvæmnin afar góð á lengri sem styttri færum, sé maður með réttu kúluna. Samt hentar það tæplega á hreindýraveiðar. Svoana á grensinu hvað slagkraft varðar, en frábært vargahylki ásamt því að vera afar skeinuhætt í öllum riffilmótum sem hér hafa verið haldin.
. 6,5-284 stendur alltaf fyrir sinu. Var með Jalonen i því kaliberi. Hreindýrin lágu alltaf i fyrsta skoti. Dæmigert long range hylki, en töluverður hlaupabrennari.
6,5x 47 Lapua er ég buinn að eiga i nokkur ár lika, og hef ekki hugsað mér að hætta með það. Tel það jafn sígilt og 6 BR og 308.
Feikilega nákvæmt, nægilega öflugt til allra veiða hérlendis. Hlaupaending góð, og liklega myndi ég segja það svona kaliber fyrir Ísland. Hentar i allt.
6XC er lika nýtt af nálinni og hann Finnur Steingríms á Akureyri er buinn að vinna flest það sem hægt er að vinna á riffilmótum með því hylki.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða kaliber er vinsælast í dag ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Jul 2014 23:01

Ingvar eigum við ekki að skipta þessu í tvennt 8-)
Í fyrsta lagi, hvaða kaliber er vinsælast í dag TIL VEIÐA ;)
Í öðru lagi, hvaða kaliber er vinsælast í dag TIL MARKSKOTFIMI :)
Koma svo..........
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Hvaða kaliber er vinsælast í dag ?

Ólesinn póstur af Morri » 03 Jul 2014 02:22

Kvöldið

Er ekki hægt að fá upplýsingar frá ríkislögreglustjóra um fjölda hvers calibers sem skráðir eru í skotvopnaskrá?

Kannski er það kerfi svo útelt að ekki sé hægt að sækja niðurstöður eins og þær. Væri gaman að sjá tölur í þeim dúr, algengasta tegund riffla, cal og þessháttar.

Annars hlítur að vera til í gagnagrunni UST upplýsingar um hvaða cal menn hafa notað á hreindýraveiðar síðustu ár. Það kannski er aðgengilegt einhverstaðar, minnir að eitthvað slíkt hafi verið birt einhverntímann, man ekki hvar eða neitt í þeim dúr.

Caliberval er bara sérviska og della í hverjum og einum. "Jakkafatakallar" sem kaupa sér riffil til að vera töffarar og fara á hreindýraveiðar kaupa sér líklega oftast þessi gömlu góðu, sígildu sem allt er til um og mikið verið skotið úr, eins og 243, .308, og 6,5x55


Svo eru dellukallar eins og margir hér inni sem eiga mörg cal, og sumir alltaf að skipta, skjóta og skjóta, keppa og hvaðeina, gera allt til að fá sem bestu útkomu úr sínum riffili, nota það cal á hreindýr svo líka. Þessi cal eru svo í tísku ákveðinn tíma hverju sinni, menn fá sér eins og hinn eða þessi þar til einhver stekkur á eitthvað nýtt sem virkar vel og menn fara að apa eftir.


Caliberval er bara eins og trúarbrögð.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hvaða kaliber er vinsælast í dag ?

Ólesinn póstur af konnari » 03 Jul 2014 09:16

Veiðimeistarinn skrifaði:Ingvar eigum við ekki að skipta þessu í tvennt 8-)
Í fyrsta lagi, hvaða kaliber er vinsælast í dag TIL VEIÐA ;)
Í öðru lagi, hvaða kaliber er vinsælast í dag TIL MARKSKOTFIMI :)
Koma svo..........
Jú mér líst vel á það :) skiptum þessu í tvennt !

Mín tilfinning er sú að miðað við úrvalið í búðum í dag sem er örugglega bróðurparturinn í allri riffilsölu mínus einhverjar "sérpantanir" þá virðist þetta alltaf vera .243; 6.5x55; 270 og 308 og það hefur lítið breyst en seinni ár hefur t.d. 25-06 slæðst inn í búðir og svo sér maður einn og einn 22-250 og 223 !! Man reyndar þegar riffildellan var að byrja grípa mig fyrir u.þ.b. 15 árum síðan þá voru allar hillur fullar af 7mm rem mag, nú eru þeir alveg horfnir úr hillum.
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Hvaða kaliber er vinsælast í dag ?

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 05 Jul 2014 13:28

Sælir.
Mín tilfinning á hreindýr er eh. á þessa leið:
.308 Lang vinsælast
6,5x55 og .243 á pari
6,5x47 þar á eftir
svo er eh. samtíningur í restina, minni cal sjást ekki mikið hér um slóðir en þá helst .222 .223 22-250 og svo gamli góði hornet.
Hér nú er ekki mikið um br. eða mark græjur í stærri .cal og raunar ekki í minni heldur eflaust hægt að telja þá á riffla á fingrum annarar handar.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða kaliber er vinsælast í dag ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 05 Jul 2014 17:06

Á síðasta veiðitímabili hjá mér var skiptingin svona, kaliberin sem voru mest notuð,
voru.....
6,5x55________11 veiðmenn
243__________ 10 veiðimenn
6,5-284 Norma__7 veiðimenn
270____________6 veiðimenn
7 mm Rem._____5 veiðimenn
2506___________5 veiðimenn
308____________5 veiðimenn
375 H&H_______2 veiðimenn
3006__________1 veiðimaður
7-284 Win._____1 veiðimaður
300 H&H_______1 veiðimaður
6,5x65_________1 veiðimaður
............Alls__55 veiðimenn
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

valdur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:39
Skráður:14 Mar 2014 16:55
Fullt nafn:Þorvaldur Sigurðsson

Re: Hvaða kaliber er vinsælast í dag ?

Ólesinn póstur af valdur » 05 Jul 2014 22:55

Varla er þetta marktækur listi; hver þyrði að koma til þín með .308?? Þessir örfáu hljóta að vera verulegir kjarkmenn!! ;)
Þorvaldur frá Hróarsdal

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða kaliber er vinsælast í dag ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 05 Jul 2014 23:58

Hérna fann ég tölur hjá veiðistjórnunarsviði UST frá 2002, 2003 og 2004 sem sýnir þróuninaí kaliberunum á milli þeirra ára:

http://www.ust.is/library/Skrar/Einstak ... aliber.gif

Hérna er skýrsla sem ég fann líka á sama stað með árunum 2005, 2006 og 2007 taflan yfir kalíberin er á blaðsíðu 6.

http://www.ust.is/library/Skrar/Einstak ... la2007.pdf

En þetta er náttúrulega ekki eins og skiptingin er í dag en þessar tölur eru allar til hjá veiðistjórnnarsviðinu en hafa líklega ekki verið teknar saman, ég hef allavega hvergi séð þá samantekt.

Síðan er hérna samantekt frá mér, frá 5 árum, árunum 2009 til 2013 og ég birti hérna á Skyttuspjallinu síðasta haust.

post9838.html?hilit=kalíber#p9838
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Hvaða kaliber er vinsælast í dag ?

Ólesinn póstur af Morri » 06 Jul 2014 00:49

Hehe... það er rétt Valdur


Þetta eru skemmtilegar tölur, og algengustu cal þau sem við vorum nokkurnveginn búnir að skjóta á allir hér að ofan.


Gaman væri að sjá nýrri tölur frá UST, þetta er allt til.

En eins og ég var að velta fyrir mér að ofan, ætli sé ekki hægt að fá lista í þessum dúr úr skotvopnaskrá? Hvað mörg eintök eru til af hverju cal í landinu? Einnig fjölda riffiltegunda, t.d. fjöldi sako, tikka, remington og þessháttar?

Það er auðvitað bara lögregluembættið sem hefur þær upplýsingar, en ég sé ekkert athugavert við að það sé gefið upp, mönnum til fróðleiks og gamans.

Grunar reyndar að það kerfi sé svo illa hannað, að möguleikinn á að fá svona upplýsingar á einfaldann hátt út úr kerfinu sé ekki til staðar, nema með mikilli vinnu.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hvaða kaliber er vinsælast í dag ?

Ólesinn póstur af iceboy » 06 Jul 2014 11:33

Aldrei þessu vant þá er tölvukerfið hjá hinu opinbera ekki ílla hannað, eða ekki upplifði ég það þannig fyrir nokkrum vikum þegar ég var að spjalla við þá í kópavoginum.

Ég keypti mér riffil sem var smá maus að fá samþykktann þar sem nákvæmlega þessi týpa var ekki til í landinu og þurfti því að skila málum af öllum fjandanum með umsókninni, þegar ég var búinn að fá riffilinn í hendurnar þá fór ég inn í aðra skotvöruverslun sem selur sömu tegundir, þar var mér tjáð að hann væri búinn að selja "helling" ef þessum rifflum, nú ég spurði bara næst þegar ég fór í kópavoginn hvort þetta stemmir, það var bara skellt inn í forsemdurnar í kerfinu, ákveðið cal, ákveðið týpu heyti, merki og ítt á enter.

Kom þá svar við því sem við vissum fyrsti riffillinn á landinu af þessari týpu, 3 aðrir til með svipað týpunr.

Þannig að það er ekkert mál að slá inn t,d hvað eru til margar Tikkur, hvað eru til margir í ákveðnu cal og þess háttar, það er bara hvort menn vilji gera það sem er spurningin
Árnmar J Guðmundsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Hvaða kaliber er vinsælast í dag ?

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 06 Jul 2014 11:47

Það er gaman að rýna í þetta og það væri magnað að sjá kúluþyngd setta við Cal.
en svona við fyrstu sýn þá eru flestir að skjóta á hreindýr með kúlum sem hafa minni upphafshraða en 3000 fps allavega árið 2005, 2006 og 2007 :roll:

Af þessum 3 caliberum sem tróna á toppnum í vinsældum þá er hið geysi magnaða cal 308 með 125 gr kúlu líklega sprækast ef við gefum okkur að 243 sé að skjóta flest öllum 100 grs kúlunum og 6,5x55 sé með 120 grs eða þyngri að vísu geta verið undantekningar á þessu og menn séu að setja 120 grs kúlu í 243 og ýta á eftir henni út úr hlaupinu en ég hugsa að það sé ekki raunin

Miða við fjölda kúla í hverjum þyndarflokki og maður gefi sér að 30 06 sé að mestu fóðraður á 150 grs eða þyngra þá er það helst 6,5x284 og magnum riflarnir sem er hraðari en 308 og ætli 270 win sé ekki á pari með 130 grs kúlunni.

Vissulega eru einhverjir sem eru í flokknum "Annað og óvíst" en það breytir ekki stóru myndinni Cal 308 er með sprækari hreindýra rifflum á Íslandi útfrá þessum upplýsingum.
Jens Jónsson
Akureyri

Svara