Fyrsti stóri riffillinn

Allt sem viðkemur byssum
Breki
Póstar í umræðu: 2
Póstar:4
Skráður:06 Oct 2013 22:47
Fullt nafn:Breki Atlason
Fyrsti stóri riffillinn

Ólesinn póstur af Breki » 17 Sep 2014 23:37

Sælir félagar

Nú er komið að þeim tímapunkti að fjárfesta í fyrsta stóra rifflinum og langaði mig að leita ráða hjá reyndari mönnum.
Ég hef enga reynslu af skytteríi úr stærri en 22.cal og svo virðist sem því meira sem les um þetta á netinu þeim mun erfiðari verður valið.

Það sem ég leita að er :

* Hentugt caliber í varg og brúkhæft í gæs
* Því minna fall því betra
* Úrval af verksmiðjuhlöðnum skotum ( sé ekki fram á að ná mér í hleðsluréttindi alveg strax )

6,5x55 virðist vera mjög vinsælt miðað við framboð af rifflum í því caliberi hér heima, hvernig stendur það sig miðað við 223 eða 22-250 ?
Kannski rétt að taka fram að það er ekki skilyrði að riffillinn sé löglegur á hreindýr þar sem það vantar í mig allan áhuga á svoleiðis skytteríi (allavega ennþá ;) ).

Með von um góð svör
Breki Atlason

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Fyrsti stóri riffillinn

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 18 Sep 2014 07:35

Caliberið skiptir töluvert minna sá tími sem fer í æfingar við að skjóta 223 er ábyggilega alveg nóg fyrir varg og gæsa skytterí 40 gr kúla er á 3600 til 3700 fps.
Ef þú ert að spá í kostnað þá er talsvert ódýrara fóðra 223 en 22-250

Passaðu að twistið sé nóg fyrir þær kúlur sem þú kemur ætlar að skjóta það er frekar erfit að búa við riffil sem getur bara stabýliserað léttustu kúlurnar, það er ágætt að skoða hvernig twistið er á prufurifflunum sem eru notaðir á hleðslutöflununum http://www.vihtavuori.com/en/reloading- ... -data.html
http://www.bergerbullets.com/products/all-bullets/

Þó þú ætlir ekki að hlaða sjálfur þá er hægt að fá Hlað til að hlaða fyrir þig með þeim kúlum sem þeir selja.

settu frekar meiri pening en minni í kíkirinn.
Jens Jónsson
Akureyri

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Fyrsti stóri riffillinn

Ólesinn póstur af konnari » 18 Sep 2014 08:03

Víst að hreindýr er ekki inn í myndinni þá er .223 klassa caliber sem hefur mjög góða nákvæmni og mikla hlaupendingu með mikið úrval af verksmiðjuskotum. 22-250 er líka mjög fínn en hann er dýrari í rekstri.

P.s. þessir tveir rifflar verða seint taldir "stórir" rifflar enda báðir .22 kalibera 8-)
á íslenskan mælikvarða þá fer maður að tala um stóran riffil í kringum 6,5mm !
Síðast breytt af konnari þann 18 Sep 2014 13:54, breytt í 1 skipti samtals.
Kv. Ingvar Kristjánsson

Haglari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Fyrsti stóri riffillinn

Ólesinn póstur af Haglari » 18 Sep 2014 13:51

Persónulega myndi ég aðeins pæla í rifflum með þyngri kúlu (t.d. 6,5x55 af því að þú nefnir það) heldur en endilega eltast við flatasta kaliberið. Vindrek er stór þáttur í því að skjóta hérna á klakanum, þegar að færið lengist geta þungar kúlur með góða flugeiginleika verið að koma talsvert betur út heldur en litlar léttar kúlur sem hafa mikinn upphafshraða.

Ég er annars ekkert mesti sérfræðingurinn og er auðvitað illa hlutdrægur þar sem að ég er sjálfur að nota 6,5x55. Mig langaði samt í 223 áður en sé ekki eftir því í dag að hafa farið þessa leið.

Gangi þér vel!
Kv.
Óskar Andri

P.s. ef þú ert síðan farinn að skjóta slatta þá myndi ég ekkert vera að bíða of lengi með að fara í endurhleðslu... það er auðvita smá start kostnaður en mér fannst þetta fyrst farið að verða gaman þegar maður var farinn að pæla í hleðslum!

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Fyrsti stóri riffillinn

Ólesinn póstur af gylfisig » 18 Sep 2014 14:16

Þegar ég las upphafið að þessum þræði, þá datt mér líka strax í hug caliberin 223 Rem og 22-250 Rem. Þetta eru afar skemmtileg kaliber. Nákvæm og með flatan kúluferil sem hentar einmitt til vargskotfimi, og einnig til gæsaveiða, vilji menn á annað borð skjóta gæs með riffli.
Reyndar tel ég, af fenginni reynslu, að 223 henti betur ef hirða á fuglinn til matar. 22-250 með sinn mikla hraða vill skemma gæsina talsvert mikið. Oft á tíðum lítið eftir af fuglinum, nema vængir og lappir. Hins vegar, ef einungis á að skjóta varg, þá yrði valið 22-250.
243 Win. með frekar léttar kúlur, á bilinu 70-80 grs. væri lika möguleiki, sem vert væri að skoða. Það er duglegt hylki með áðurnefndum kúluþyngdum, og hefur talsverða yfirburði hvað vindrek snertir.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fyrsti stóri riffillinn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Sep 2014 23:42

Ég mundi einnig athuga 222 Rem. það er klassískt gamalt og gott kaliber fyrir varg og gæs.
Ég mundi fráleitt fara í stærri kaliber til þessara nota svo sem 243 og 6,5x55 eins og þér hefur verið ráðlagt hér.
Hins vegar ef hreyndýr koma inn í myndina mundi klárlega velja 2506 fram ynfir 243 og 6,5x55
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Fyrsti stóri riffillinn

Ólesinn póstur af gylfisig » 19 Sep 2014 00:46

Bara 308 með allra þyngstu kúlunum !
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Fyrsti stóri riffillinn

Ólesinn póstur af petrolhead » 19 Sep 2014 10:35

Ég tek undir orð Gylfa í fyrra svari hans (kannski seinna líka :lol: ) Ég átti sjálfur 22-250 í nokkur ár og það er um margt skemmtilegt cal, frábært í varg, flatt og nákvæmt en til að veiða í matinn þá er það ekki hentugt, oft var hálf gæsin ónýt ef maður hitti illa og svo er þetta hávært caliber.... svo ég mundi mun fremur mæla með 223 fyrir "blandaða" veiði. Að sjálfsögðu er svo 243 alltaf góður kostur og sleppur á hreindýr ef þú færð áhuga á því síðar ;)

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
GBF
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 19:57

Re: Fyrsti stóri riffillinn

Ólesinn póstur af GBF » 19 Sep 2014 14:07

Hvað upphaflega tilganginn með vopninu (varg og gæs) varðar tek ég undir orð Gylfa, ég færi beint í 6mm eða stærra.
Georg B. Friðriksson

Breki
Póstar í umræðu: 2
Póstar:4
Skráður:06 Oct 2013 22:47
Fullt nafn:Breki Atlason

Re: Fyrsti stóri riffillinn

Ólesinn póstur af Breki » 22 Sep 2014 23:12

Takk fyrir svörin strákar

Mér sýnist á öllu að ég endi í 223 eða 22-250 til að byrja með, get svo látið undan dellunni seinna meir og farið í hið heilaga 308 ;)

Varðandi val á kúlum þá langar mig að kasta fram einni spurningu.
Ég sé að hlað er að selja Sierra matchking kúlur sem eru ætlaðar í markskotfimi í 52gr, 69gr og 77gr. Í hvaða tilfellum myndi maður taka þyngri kúlurnar ? er það til að minnka áhrif vindreks eða eru aðrar ástæður þar að baki ?
Breki Atlason

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Fyrsti stóri riffillinn

Ólesinn póstur af gylfisig » 22 Sep 2014 23:54

Varðandi kúluvalið, þá eru þessar þungu kúlur (69 og 77 grs ) ætlaðar fyrir riffla með öðruvísi twisti í hlaupi (1-7 , 1-8 ) heldur en standard twist sem oftast er 1-14. Það er algengast til dæmis ´fyrir 22-250, og heppileg kúla með tilliti til nákvæmni , væri meðal annars 52 grs Sierra MK. Það er einnig afbragðs kúla í 223 Rem.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Fyrsti stóri riffillinn

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 24 Sep 2014 22:16

Cal 223 með 1:11 twist myndi ég velja ef ég væri í þessum sporum í dag.
kostnaðurinn við hraðan sem 22-250 er alltof mikill að mínu mati og twistið sem er oftast í honum 1:14 ræður illa við langar kúlur
Prófaðu að setja þær kúlur sem þér finnst líklegt að þú skjótir hér http://www.bergerbullets.com/twist-rate-calculator/ inn áður en þú ákveður þig ef þú ert ekki þegar búinn að fjárfesta. :)
Jens Jónsson
Akureyri

Svara