Nýr gripur í skápinn

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 6
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri
Nýr gripur í skápinn

Ólesinn póstur af petrolhead » 03 Oct 2014 18:10

Sælir félagar.
Mig langar að deila með ykkur nýjasta gripnum í byssuskápnum....enda tel ég að slíkt sé nánast skylda sé maður hér á vefnum :D
Líffæragjafinn í þessu tilfelli er Otterup svo riffillinn er byggður á Mauser 98 lás.
Hlaupið er Lothar Walther 26" með 1/9 twist og að sjálfsögðu var það meistari Arnfinnur sem sá um alla vinnu við hlaupið og koma því á....glæsilega unnið eins og allt hjá honum :D .
Caliberið sem varð fyrir valinu er 6.5-06AI svo þetta telst víst til villikatta.
Til að koma þessum skotum í magasínið þurfti að lengja það fram um 5mm og einnig stytta "feed rampinn" í lásnum um annað eins en það ásmt boltahandfangi, hlaupbremsu og skeptisvinnu sá undirritaður um, eða Petrolhead Engineering eins og Aflabrestur vinur minn orðaði það einhverju sinni :lol:
Nú vantar bara að koma glerinu á... vantar festingar... og fara að prófa gripinn, vona að það hafist um helgina.

MBK
Gæi
Viðhengi
IMG_0736.JPG
breyting á magasíni
IMG_0742.JPG
gripurinn kominn saman
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Nýr gripur í skápinn

Ólesinn póstur af gylfisig » 03 Oct 2014 18:18

Flott. Þetta er alvöru. Til hamingju.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Nýr gripur í skápinn

Ólesinn póstur af konnari » 03 Oct 2014 19:44

Þetta er glæsilegt.....en í guðanna bænum skrúfaðu þetta ljóta "trompet" af hlaupinu....það er algjört stílbrot :? Engin þörf fyrir það á svona litlu kaliberi !
Kv. Ingvar Kristjánsson

Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Nýr gripur í skápinn

Ólesinn póstur af Sveinn » 03 Oct 2014 20:46

Glæsilegt, falleg vinna! Væri gaman að sjá nærmyndir af skeftinu. Áttu reamerinn sjálfur? Spes diear eða nekkað úr 06 fjölskyldunni og fireformað? Spennandi hylki.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Nýr gripur í skápinn

Ólesinn póstur af karlguðna » 03 Oct 2014 21:26

flott,, en ekki caliber sem ég þekki,,, en flott bensínhaus,, megi þetta ganga vel :D :D :D :D
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Nýr gripur í skápinn

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 04 Oct 2014 18:18

Bara glæsilegt.
En það væri gamann að sjá eh, nettara brake á honum, held að hin kæmu betur út, hvernig hringi vantar á gripinn á eh. til í gulla kassanum.
Nú verður maður að taka sig samann í andlitinu spjalla við rétta menn til að fá sér lás! og koma sér upp svona græju
Annars er það í fréttum að 14:1 tappi er í húsi og stöng af 303 stáli fæ skeftið væntanlega á mánudag og hálfvitinn kominn í lag til að snitta rörið á CG, verður næsta verkefni.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 6
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Nýr gripur í skápinn

Ólesinn póstur af petrolhead » 04 Oct 2014 20:46

Ég þakka fyrir félagar.

Sveinn:
Já ég á reamerinn sjálfur. Það eru oftast notuð 270 eða 25-06 hylki í þetta og já svo þarf að fireforma til að fá axlirnar í 40 gráður og það er hægt að fá die set fyrir þetta cal.

Ég ætla nú að prófa þennan trompet þó ófrýnilegur sé :lol: en reikna nú með að smíða mér einn nettari í framtíðinni. Jón, ég snittaði hin 2 breikin of stutt :-( svo ég get ekki notað þau annars væri þetta ekki á. Mig vantar eiginlega bara Opti lock basa fyrir Tikku til að koma gleri á gripinn.

set inn eina mynd sem sýnir skeftið aðeins betur.

MBK
Gæi
Viðhengi
IMG_0744.JPG
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nýr gripur í skápinn

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 05 Oct 2014 00:44

Sammála... þessi lítur mjög vel út! Best væri að hafa hann sem minnst í skápnum samt! ;) Fyrir þá sem eru hrifnir af 06 hylkinu... þá hlítur þetta að vera mun áhugaverðara cal en 25-06 og fyrir þá sem vilja eiga eitthvað öðruvísi! þá er þetta enn áhugaverðara.

Kannski ekki mikið til af hleðslutöflum í þetta, sem þýðir bara meiri pælingar! Gaman að því! Fáum við ekki að sjá svo hvernig gengur með gripinn?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 6
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Nýr gripur í skápinn

Ólesinn póstur af petrolhead » 05 Oct 2014 23:43

HAHA það er hverju orði sannara Stebbi að það er best að geyma þetta sem minnst í skápnum þó hann verði víst að dvelja þar næsta mánuðinn eða svo....og já það verða einhverjar hleðslupælingar :ugeek:
Mér tókst þó að betla mér kíkir og festingar að láni sem ég gat með herkjum tillt á og prófað aðeins í dag, útkoman var svona la la enda sá ég það þegar heim var komið að kíkirinn hafði losnað :( en að minnsta kosti þá virkaði trompetinn minn vel :lol:

Rapporta meiru þegar tilefni gefst til.

MBK
Garðar
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Nýr gripur í skápinn

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 06 Oct 2014 19:31

Til hamingju með þennan glæsilega riffil og ekki skemmir hlaupbremsan neitt fyrir
:D :D :D
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 6
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Nýr gripur í skápinn

Ólesinn póstur af petrolhead » 08 Oct 2014 21:21

Takk fyrir síðast Jenni, og bestu þakkir fyrir kommentið....sérlega þetta með hlaupbremsuna :D :D
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Nýr gripur í skápinn

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 09 Oct 2014 23:20

Sælir.
það verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir með góðar festingar og stærra gler :ugeek:
sé að þú hefur fundið cream of wheat! hvað er þetta helv..... og er búið að prufa að fireforma?
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Nýr gripur í skápinn

Ólesinn póstur af karlguðna » 10 Oct 2014 19:16

Verð að segja að ég er ekki sammála mönnum um hlaupbremsuna , mér fynns hún verulega flott ,, skil ekki hvað menn sjá að þessu :cry: :cry:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 6
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Nýr gripur í skápinn

Ólesinn póstur af petrolhead » 11 Oct 2014 09:11

Jón:
Já það verður gaman að prófa þetta meira, verstur fja..... að þurfa að bíða fram í nóvember :(
Félagi minn færði mér þetta CoW, hann býr með annan fótinn í USA og greip einn pakka með sér síðast þegar hann kom. Þetta er einhver mulningur af hveiti og einhverju fleiru, hef ekki lesið innihaldslýsinguna til hlítar.
Ég er ekki búinn að fireforma neitt ennþá með þessu og á eftir að fá mér hylki...aðeins að vefjast fyrir mér hvort ég eigi að nota 25-06 eða 270 hylki en ég hallast þó frekar að 25-06 og reikna með að það verði niðurstaðan.

Karl:
Bestu þakkir fyrir þetta :D mér fannst þetta reyndar svakalegur hlunkur þegar ég skrúfaði hana fyrst á en er farinn að kunna mun betur við hana núna. En svona kalt mat þá er bremsan full stór, ég hefði getað haft hana 12mm styttri og trúlega einum 4mm grennri en verið að fá sömu virkni og mun örugglega smíða eina meira "compact" innan tíðar, en því er ekki að neita að þessi þræl virkar :lol:

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Nýr gripur í skápinn

Ólesinn póstur af konnari » 11 Oct 2014 09:32

Mun einfaldara að nota 25-06 hylki.....bara renna þeim beint inn í Full sizarann og málið dautt, en með .270 hylkin þá þarf að trimma þau töluvert....þ.e. Stytta hálsinn....bara meira vesen !
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 6
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Nýr gripur í skápinn

Ólesinn póstur af petrolhead » 13 Oct 2014 22:02

Það er rétt Ingvar það er mikið minna mál að nota 25-06, en svo hef ég lesið á amerískum síðum að menn fái stundum sprungur í hálsinn á 25-06 hylkjunum og einnig að þau verði undir lengd þegar er búið að fireforma þau.....gallinn er svo sá að það fylgir ekki alltaf hvaða tegund af hylkjum menn eru að nota :?
Með 270 þá er klárt mál að það þarf að trimma og sumir tala um að turna þau líka svo ég læt nú trúlega slag standa með að nota 25-06 í þetta, í fyrstu lotu alla vega.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Svara