Vandræði með Brno 601

Allt sem viðkemur byssum
Garpur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður
Vandræði með Brno 601

Ólesinn póstur af Garpur » 07 Oct 2014 12:49

Sælir félagar, ég var að setja kíkisfestingar á Brno um daginn og lennti í veseni.Á honum hefur verið jena kíkir með festingum af gamla skólanum en eigandinn vildi aðeins uppfæra glerin. Þegar ég var búinn að herða hringina á stóð boltinn fastur í lásnum og var langt frá því að vera hreyfanlegur. Hafið þið lent í þessum aðstæðum. Tek það fram að engin kíkir fer á þessa græju í bráð.
Kv. Garðar Páll Jónsson

Feldur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:20
Skráður:28 Jun 2012 09:14

Re: Vandræði með Brno 601

Ólesinn póstur af Feldur » 07 Oct 2014 14:04

Eru basarnir skrúfaðir niður á action-ið? Ef svo er, þá er líklega önnur skrúfan of löng og nær að þvinga boltann. Skoðaðu þetta.

F
Ingvar Ísfeld Kristinsson

Garpur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Vandræði með Brno 601

Ólesinn póstur af Garpur » 08 Oct 2014 00:47

Festingarnar koma á reil, láshúsið gengur saman þegar hert er að, hef reyndar trú á því að lásinn sé ekki alveg beinn.
Kv. Garðar Páll Jónsson

Hailtaxi

Re: Vandræði með Brno 601

Ólesinn póstur af Hailtaxi » 11 Oct 2014 00:12

Á mínum Brno er fremra railið skrúfað niður í actionið með þrem skrúfum, getur verið að ein þeirra standi aðeins of langt niður?
Aftara railið er frekar efnislítið, eru einhverjar sprungur þar sem gætu orsakað að actionið þrengir að boltanum þegar hringirnir eru hertir?
Hefurðu prófað að herða hringina á með boltann ekki í lásnum og renna boltanum svo í til að sjá hvar hann stoppar?
Það eru til aftermarket hringir sérstaklega fyrir Brno sem passa í stopp grópina sem sem er í aftara railinu, ef þú ert ekki með svoleiðis þá gætu þeir virkað betur en þeir hringir sem eru hugsaðir fyrir aðra riffla.

Svara