Twist í 284win

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 16
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður
Twist í 284win

Ólesinn póstur af sindrisig » 18 Oct 2014 12:41

Sælir.

Nú er að hella úr viskubrunninum drengir.

Twist 1:9 í 24" hlaupi hvernig gengur það í 284 winchester? Er alvarlega að hugleiða að breyta til og þetta vanmetna caliber er efst á listanum.

Öll komment þegin, enga feimni.

kv.
Sindri Karl Sigurðsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 7
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 18 Oct 2014 13:24

Það gegnur fínt, ég er með 1:9 twist í 27" hlaupi í löngum lás og er aðalega skjóta 168 gr Berger kúlum á 885 m/s, aðeins prófað 140 gr kúlur á 950 m/s og hann fer mjög vel með þær líka.
Ég er bara að nota VV N160 núna var aðeins búinn að prófa RL-17 og þá voru 168 gr kúlurnar á 930 m/s
Þú þarft að hafa í huga að SAMMI rímerinn er með mjög stutta kúlusetningu eða COL 71 mm
ég er að kúlusetja 81,3 mm en þetta fer að sjálfsögðu eftir því hvað þú ætlar að skjóta þungum og löngum kúlum.
Ég hef líka víða séð að menn eru með 4 til 5 þúsundustu úr tommu í rýmd við hálsinn.
þannig að ef Finni rímar þetta fyrir þig með 0.313 rímernum sem hann notaði fyrir mig þá turna ég hálsinn niður í 0.309 og nota 0.307 bushningu.
Annað sem þú þarft að hafa í huga er fæðingin úr magasíni en ef þetta er 6,5x284 sem þú ætlar að breyta úr þá ætti það ekki að vera vandamál.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 16
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af sindrisig » 18 Oct 2014 14:09

Jenni Jóns skrifaði: þannig að ef Finni rímar þetta fyrir þig með 0.313 rímernum sem hann notaði fyrir mig þá turna ég hálsinn niður í 0.309 og nota 0.307 bushningu.
Hef ekki áhyggjur af magasíninu í þessu tilfelli er lásinn M98 og magasínið ræður við 3,305~7 í heildarlengd.

Þó ég hafi hlaðið dálítinn slatta þá er ég að reyna að skilja þetta 0,313. Eru menn hættir að rýma í standardinum 0,320? Þú ert með 0,313-0,307 = 6 þúsundustu sem sagt í fríbil? Svo ég hafi þetta nú örugglega rétt. Kaninn segir: "Looser is better" í þessu cal.
Sindri Karl Sigurðsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 7
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 18 Oct 2014 14:50

sindrisig skrifaði:Eru menn hættir að rýma í standardinum 0,320? Þú ert með 0,313-0,307 = 6 þúsundustu sem sagt í fríbil? Svo ég hafi þetta nú örugglega rétt.
Finni á 0,313 rímer og fríbilið er 4 þúsundustu og neck tension 2 þúsundustu.
Varðandi magasínið þá er það ekki bara lengdin sem ræður vegna belgsins sem er á 284 hylkinu þá fer boltinn uppá hylkið í sumum magasínum, ég þurfti að skipta út hjá mér lausa magasíninu sem ég keypti fyrst útaf þessu og setja topp hlaðið með fastri botnplötu í staðinn.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 16
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af sindrisig » 18 Oct 2014 15:23

Þannig að original mauser með föstum útdragara og botnplötumagasíni ætti ekki að vera vandamál?

Hver á die hér á klakanum? sé þetta ekki í fljótu bragði á netinu.
Sindri Karl Sigurðsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 7
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 18 Oct 2014 15:41

Nei hann ætti ekki að vera vandamál
Ég pantaði redding die frá Sinclair
http://www.sinclairintl.com/reloading-e ... 58142.aspx

Ég er mjög ánægður með riffilinn minn hann kom mjög vel út í sumar þegar við Stebbi fórum með hann og skutum á 400 til 550 metrum
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 16
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af sindrisig » 19 Oct 2014 09:56

Svona til að fá samanburð, getur einhver hent inn í QL muninum á ferli 7mm rem mag og 284 win?
650mm hlaup, 1:9 twist standard lengd á skoti með N-160 í báðum og 140gn Nosler accubond.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af maggragg » 20 Oct 2014 00:27

Þar sem þú ert að tala um sömu kúlu og jafn langt hlaup, þá fer ferillinn bara eftir hraða. Þú vilt þá væntanlega vita hvor getur skotið þessari kúlu hraðar? Ferill kúlu fer eingöngu eftir hraða hennar og BC stuðli, alveg óháð hylki. Það vantar því hraðan í þessar forsendur til að hægt sé að bera saman ferilinn.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af maggragg » 20 Oct 2014 00:54

Henti þessu þó inn í QL og sá að það er ekki hægt að bera þetta saman miðað við þessar forsendur. Annarsvegar tekur .284 Win eitthvað um 50 grain af 160 og það er allt of hægt fyrir 140 gr. kúlu og þrýstingurinn verður lítill, ætti að skila henni á um 2700 fps, en þetta væri virkilega léleg nýting. Hinsvegar tekur 7mm rem mag um 65 grain af N160 og það passar nokkurnvegin fyrir þessa kúlu, enda þrystingur við eftri mörk þar og kúlan á um 3000 fps.

Ef þú myndir hinsvegar setja N550 í .284 Win við þessa kúlu og um 51 grain af því þá væri kúlan að fara á um 3000 fps og þá væri sami ferill á þeim báðum, nákvæmlega sami ferill, en 15 grainum minna af púðri bakvið hjá .284

Ef við höldum svo áfram og myndum setja "besta" púðri að mati QL, Norma MPR, eða N560 bakvið þessa kúlu í 7mm Rem Mag þá væru það 68 grain, og tæp 3200 fps, munar sáralitlu á þessum tveimur púðrum.

Þannig að útfrá þeim púðrum sem QL mælir með fyrir sitthvort kaliberið til að ná þessari kúlu sem hraðast væri þetta niðurstaðan:

.284 Win með 3000 fps, notandi 51 grain af N550
7mm Rem mag með 3200 fps, notandi 68 grain af N560

Hraðamismunur 200 fps, sem kostar 17 grain af puðri.
Í falli munar þetta í cm miðað við núllstillt á 100
200: 1,7 cm
300: 5,4 cm
400: 1,7 cm
500: 20,9 cm
1000: 144,3 cm

Þarna er um að ræða hraðútreikninga með standard stillingum, sjónauka 1.5 tommu yfir hlaupi og í hraðaútreikningum er ekkert tekið tillit til COL eða annara þátta, en þetta gefur grófa mynd hvað hylkin bjóða uppá með þessari kúlu. En einnig sést hvað QL er ekki alltaf nálægt þar sem Jenni Jóns er að gera mjög góða hluti með N160. Minni svo á að þetta er aðeins til gamans gert og tek ég enga ábyrgð á þeim tölum sem ég set hér fram.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 20 Oct 2014 01:02

Sæll Maggi

Þetta er of lítið púður hjá þér í 284 Win... ertu ekki með kúlusetninguna í SAMMI 2,8 tommur? Ég held að Jenni sé að nota nálægt 58 grs af N-160 á bak við 140 grs kúluna. Ég prófaði örugglega upp í 56,5 grs á bakvið 168 grs kúluna í rifflinum hans af N-160.

Ég var allavega að nota 55 upp í 58 grs með léttari kúlunum í 6,5 - 284 hylkið
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af maggragg » 20 Oct 2014 01:08

Sæll Stebbi, jú ég var akkurat að skoða þetta betur og er sammála þér. Þetta var bara svona hraðhending í gegnum QL án þess að vita COLin. En svo skoðaði ég póstin hjá Jenna Jóns fyrir ofan.

Hann er að skjóta 140 á 3116 fps, með þróaða hleðslu. Væntanlega er hægt að kreista meiri hraða úr 7mm Rem mag líka. Hinsvegar gefur QL mér að hylkið sé 106% fullt eða compressed hleðsla miðað við það.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Oct 2014 07:36

Ég veit um tvo hreindýraveiðimenn sem eru með þetta caliber, þeir eru báðir að skjóta 120 gr. kúlum úr þeim og það kemur fanta vel út.
Það væri kannski hægt að henda því í QL líka?
Sndri, annar þeirra er á Norðfirði núna hann Benedikt verkstjóri hjá Héraðsverk í snjóflóðavarnagörðunum, þú gætir spurt hann um hans reynslu.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 16
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af sindrisig » 20 Oct 2014 08:22

Sælir.

Takk fyrir þetta Magnús, ég hafði ekki annað en það sem ég gaf þér upp í höndunum. Þetta gefur mér fleiri grjón í sarpinn. Kíkti við hjá Feldinum í gær, hann á hleðslu í þessu cal fyrir 700 remington sem er á rúmum 3000 fetum með N-160 og grúbbar skemmtilega. Spjallaði við Arnfinn í gær hann vill meina að það þurfi að skipta um útdragara á boltanum sem passar því að 6,5x284 hylki fer ekki vel í þann sem er fyrir.

Já Siggi ég á alltaf eftir að ræða við sveitunga þinn út af öðru máli, spyr hann út í þetta í leiðinni.

kv.
Sindri Karl Sigurðsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 7
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 20 Oct 2014 09:45

Varðandi hraða muninn á þessum tveimur hylkjum þá tel ég að 7 mm Remington magnum þurfi að minnstakosti 30 til 32 tommu hlaup til að nýta aukið púðurmagn, þar sem 284 hylkið er gefið upp fyrir meiri þrýsting en 7 mm Remington magnum þá kemur cal 284 mun betur út í styttri hlaupum þar sem notað er hraðara púður

168 gr Berger kúla með 53 gr af RL-17 er á 930 m/s og ég er farinn að fá þrýstingsmerki á hylkið í 55 gr en hef ekki hraðamælt þá hleðslu
Ég hætti að nota RL-17 þar sem ég var mjög sáttur með N160 púðrið bæði er það ódýrara og rifflinn er hreinni með því.
54 gr af N160 setur 168 gr Berger kúluna á 885 m/s

Ég hef ekki prófað 140 gr Berger kúluna neitt að ráði, ég notaði hana til að skjóta úr hylkjunum í fyrsta skipti með 58 gr af N160 og hraðamældi hana á 950 m/s COL 80 mm
Þetta er frekar mild hleðsla og sótar svolítið á hálsinn, ég ætla prófa fara uppí 59 gr í nokkrum þrepum en væntanlega verður það compressed load
Ég held að Nosler kúlan væri langt inní rílum með þessari kúlusetningu en á eftir að skoða það nánar.
Berger 140 gr.jpg
Berger 140 gr.jpg (39.65KiB)Skoðað 2721 sinnum
Berger 140 gr.jpg
Berger 140 gr.jpg (39.65KiB)Skoðað 2721 sinnum
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Oct 2014 21:12

Sindri, hvað var twistið í gamla hlaupinu þínu?
Var það ekki að skjóta kúlum niður í 110 gr. feiknvel?
Viðhengi
IMG_9758.JPG
Þarna er hann með gamla góða hlaupið í Mórilludalnum, ekki satt?....og Mórauði fjallgarðurinn í baksýn!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 16
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af sindrisig » 20 Oct 2014 22:17

Nazistinn er 115 gn og hann fór einfaldlega þangað sem hann átti að fara á 3600 fetum.

Hlaupið ákvað að fara á ellilaun, við getum diskúterað það síðar en það var ekki alveg að haga sér eins og það átti að gera. Þrátt fyrir ýmsar meðferðir er ég farinn að fallast á að því verði varla bjargað. Fór í gær og ætlaði nú aldeilis að gera krúsídúllur á pappírinn. Einu dúllurnar fólust í að komast aftur heill heim... Skotið lenti aldrei á A4 blaðinu...

Miðað við krassann þá er tvistið 1:9,25. Þetta er nú ekki fræðilega mælt og gæti skeikað 1/2" til eða frá mér að saklausu.

Já Mórilludalurinn var frekar rykugur, enda þú í eyðimerkurfötunum sjálfur... En það var ekkert ryk undan klaufunum á beljunni sem féll fyrir 7unni, það skein einfaldlega sól á þær í fyrsta skipti.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 20 Oct 2014 22:36

Sæll Sindri

Ef þú ætlar ekki að skjóta þungum kúlum úr 284 Win, þá er ekki endilega ástæða til þess að taka 1/9 twist hlaup, 1/10 jafnvel 1/11 gæti alveg hentað jafn vel. 1/9 twist er hinsvegar eiginlega lágmarkið fyrir 168 grs kúlu að ég tali nú ekki um ef þig langar að prófa 180.

7mm RemMag mun náttúrulega alltaf hafa eitthverja yfirburði og þá líklega frekar í þyngri kúlunum og lengri hlaupum, vegna þess að þú kemur meira púðri í það hylki.

284 Win hefur þann kost að hann er kannski meira easy á hlaupið og gefur þér næstum því sama hraða eins og 7mm RemMag með minna púður magni.

Sérð held ég mjög takmarkaðan mun á ballistic út á 300 metra. Ef þú ert að skjóta langt út fyrir 300 metra þá þarftu hvort eð er að kunna fallið upp á 10 og þá skiptir voðalega litlu máli hvort kaliberið þú velur.

Það breitir engu hvort þú klikkar sjónaukan þinn 25 eða 27 klikk...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 16
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af sindrisig » 20 Oct 2014 23:10

Sæll Stefán.

Ég geri mér grein fyrir því og það er mjög sérstakt ef ég er að veiða eitthvað á meira en 300 metrum. Þetta varðandi twistið, já ég var búinn að velta þessu fyrir mér, ég til að mynda náði ekki 168 gn Berger í gang í rem mag. Kannski er það vegna takmarkaðs pláss í magasíni, það er lítið eftir af plássi fyrir krúsídúllu í slíku cal þegar hámarkslengd er 3,305 í magasínið.
Viðhengi
Hreindyr 2009.jpg
115 gn hollowpoint gefur engin grið á 3600 fetum
Hreindyr 2009.jpg (68.91KiB)Skoðað 2620 sinnum
Hreindyr 2009.jpg
115 gn hollowpoint gefur engin grið á 3600 fetum
Hreindyr 2009.jpg (68.91KiB)Skoðað 2620 sinnum
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af maggragg » 21 Oct 2014 13:38

Sammála Stebba, stærra er nefninlega ekki alltaf betra þegar betur er að gáð :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 7
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Twist í 284win

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 29 Oct 2014 02:08

Sindri ég get kúlusett fyrir þig eitt hylki ef þú vilt hafa til viðmiðunar þegar það er rýmað ef þú ætlar að fara í 284
ég á 140 grs Nosler BT kúlu en hef ekki prófað að finna rilurnar með henni og ekki heldur 120 grs Nosler en samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fann um 120 grs kúluna þá ætti hún að vera nálægt COL 78 mm við rílur

[img]
Cal-284.JPG
Cal-284.JPG (51.71KiB)Skoðað 2531 sinnum
Cal-284.JPG
Cal-284.JPG (51.71KiB)Skoðað 2531 sinnum
[/img]

Eins og sjá má á þessari mynd þá er lítið spennadi að hlaða í standard lengd á þessu caliberi
Jens Jónsson
Akureyri

Svara