Hljóðdeyfar leyfðir í Danmörku

Allt sem viðkemur byssum
bjarniv
Póstar í umræðu: 2
Póstar:32
Skráður:04 Mar 2013 20:59
Fullt nafn:Bjarni Valsson
Hljóðdeyfar leyfðir í Danmörku

Ólesinn póstur af bjarniv » 17 Nov 2014 20:58

Samkvæmt þessu þá er búið að leyfa hljóðdeyfa í Danmörku.

http://www.jaegerforbundet.dk/page651.a ... id651=3103

Það kannski hjálpar til við að þeir verði leyfðir hér.
Kveðja Bjarni Valsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hljóðdeyfar leyfðir í Danmörku

Ólesinn póstur af karlguðna » 17 Nov 2014 21:18

senda þetta á alla þingmenn og konur,,, :) :) hvað segja mínir menn í Skotvís,, væri ekki ráð að benda ráðamönnum á þetta og óska eftir hljókútaleyfi fyrir okkur þegnana,,, :mrgreen:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Hljóðdeyfar leyfðir í Danmörku

Ólesinn póstur af T.K. » 20 Nov 2014 15:32

Það a ekki að leyfa hljóðdeyfa á stóra riffla. Heldur skylda okkur til að nota þá - eins og hljóðkúta á bíl
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hljóðdeyfar leyfðir í Danmörku

Ólesinn póstur af maggragg » 20 Nov 2014 18:45

Þetta er úr umsögn Umhverfisstofnunar varðandi drög að vopnalögum sem lögð voru fram á 141. löggjafarþingi.

Þetta er úrdrátturinn er varðar notkunn hljóðdeyfa, gott að halda þessu til haga enda mjög góð samantekt
Frá árinu 2002 hefur notkun hljóðdempara á riffla færst í vöxt í nágrannalöndum okkar og
almennt virðist sú tilhneyging ríkja að slaka á skráningarskyldu og þörf fyrir undaþágur. Fram
að 2002 var löggjöfin í Noregi á þann veg að sækja þurfti um sérstaka undanþágu til
lögreglustjóra til þess að mega nota hljóðdempara. Um var að ræða sambærilega undanþágu
og gildir hér á landi í dag. Árið 2002 breyttu Norðmenn löggjöfinni á þann veg að ekki þyrfti
lengur undanþágu - nóg var að framvísa skotvopnaskírteini til að kaupa hljóðdempara. Að
lokum var löggjöfinni breytt 2009 á þann veg að ekki þarf lengur að skrá né framvísa skírteini
til þess að kaupa hljóðdempara. Sala þeirra var gefin fijáls. Eingöngu er bannað að setja
hljóðdempara á skammbyssur.

Lagaumhverfið gagnvart hljóðdempurum á riffla er
sambærilegt í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi auk fleiri Evrópulanda. í Danmörku og Þýskalandi
þurfa veiðimenn hinsvegar enn að sækja um sérstaka undanþágu eins og tíðkast hér á landi.
Undanþágur þar eru ekki bundnar við meindýraeyða frekar en hér á landi. Hinn almenni
veiðimaður nýtir sér kosti hljóðdempara.

Lítil hefð er fyrir notkun hljóðdempara hér á landi sem ætla má að haldist í hendur við litla
hefð fyrir veiðum með stórum rifflum. Með aukinni notkun rifíla á veiðum og æfingasvæðum
má ætla að þörfin fyrir notkun þeirra aukist. Umhverfisstofnun bendir á að ýmis jákvæð áhrif
er varða umhverfið skapast af notkun hljóðdempara s.s. heldur minni truflun fyrir fuglalíf og
minni áhrif áhrif á hlóðvist almennt.

Skotveiðimenn missa að jafnaði 7% af svonefndri talsviðsheym fyrir hver fimm ár sem
skotveiðar eru stundaðar að marki samkvæmt erlendum rannsóknum. Þetta er ein ástæðan
fyrir aukinni notkun hljóðdempara á rifflum víða erlendis. Hávaði í dæmigerðum veiðiriffli
(.308 Win kalíberinu) getur verið um 167 dB. Með hljóðdempara lækkar hávaðinn í 130 dB
og veldur mun síður heymarskaða. Flestir hljóðdemparar lækka skothvell um 30-40 dB.
Miklu munar hvort hvellur er undir eða yfir 140 dB gagnvart heymarskaða. Sá misskilningur
virðist vera rikjandi að hljóðdemparar á almenna veiðiriffla geri þá hljóðlausa en raunin er sú
að eftir sem áður þarf að nota heymahlífar.

Minni líkur eru á heymarskemmdum ef hljóðdemparar eru notaðir. Mörgum veiðimönnvun
þykir óþægilegt að nota eymatappa eða heymarhlífar vegna þess að þeir eiga erfiðara með að
heyra umhverfishljóð. Það má því segja að heymarhlífamar séu settar á skotvopnið en ekki
skyttuna. Notkun hljóðdempara þykir sömuleiðis æskileg vegna minni hljóðmengunar fyrir
nærstatt fólk, fé og fugla.

Hljóðdempurum er ekki endilega ætlað að deyfa hljóð þannig að ekkert heyrist eins og hægt
er að gera með hljóðdeyfum. Hvellurinn hverfur ekki nema notuð séu skotfæri sem fara undir
hljóðhraða. Púðrið sem framkallar hvellinn brennur upp inni í demparanum og þannig verðurvellurinn lægri. Þegar kúlan rýíur hljóðmúrinn heyrist hinsvegar alltaf langdrægur hvinur
eða svipusmellur í skotsteínunni. Hann lækkar ekki og heyrist hæst í skotstefiiunni. Er hér
gerður greinarmunur á hljóðdempara og hljóðdeyfi.

Bakslag verður minna með notkun hljóðdempara og hefixr svipaða verkun og
bakslagsdempari. Minna bakslag og minni hávaði skilar sér í minni óþægindum við það að
skjóta. Samkvæmt norskum rannsóknum verður hittni skyttunnar betri fyrir vikið sem varðar
mannúðarsjónarmið þegar bráð er felld.

Hljóðdemparar gleypa líka púðurblossann við hlaupopið. Skyttan blindast því siður þegar
skotið er og sér mun betur hvað gerist við skotið, jafnvel þó skotið sé i rökkri eða myrkri.
Þurfi að skjóta aftur er líklegra að skyttan sé fljótari að taka við sér og líkumar á því að missa
frá sér sært dýr minni.

Umhverfisstofnun leggur því til að heimilt verði að útbúa stærri riffla með hljóðdempurum án
sérstakrar skráningarskyldu og að slíkt leyfi sé ekki eingöngu bundið við „eyðingu vargs eða
meindýra í þéttbýli“ eins og það er orðað í frumvarpinu. Bannað verði hins vegar að nota
hljóðdeyfa á skammbyssur og nota samhliða hljóðdempurum skotfæri sem fara undir
hljóðhraða.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

bjarniv
Póstar í umræðu: 2
Póstar:32
Skráður:04 Mar 2013 20:59
Fullt nafn:Bjarni Valsson

Re: Hljóðdeyfar leyfðir í Danmörku

Ólesinn póstur af bjarniv » 20 Nov 2014 22:20

Hjartanlega sammála T.K. og líka sammála því sem kemur fram í þessum úrdrætti.
Kveðja Bjarni Valsson

Svara