Úthlutun á skotsvæði fyrir Skotfélag Vesturlands.

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16
Úthlutun á skotsvæði fyrir Skotfélag Vesturlands.

Ólesinn póstur af Spíri » 29 Nov 2014 19:38

Sælir félagar, langar að leyfa ykkur sem ahuga hafið á að fylgjast með baráttu okkur hjá Skotvest að fá úthlutuðu Skotsvæði. Það hefur verið reynt í gegnum tíðina að koma upp skotæfingasvæði í nágrenni við Borgarnes en það hefur aldrei gengið, en núna er ákveðið landsvæði í skipulagferli hjá sveitarfélaginu og þá fór allt á flug gegn okkur. Set til gamans inn grein þar sem því er fundið allt til foráttu að setja okkur niður á því svæði sem er í skipulagsferli og svo er annars vegar grein sem við í skotvest skrifuðum sem andsvar.

http://skessuhorn.is/skessuhorn/adsenda ... nr/191582/

http://skessuhorn.is/skessuhorn/adsenda ... nr/191757/

Það hafa allir rétt á að hafa skoðanir á okkur skotmönnum, en ég hald að það sé allt of algengt að við verðum fyrir ósanngirni og fordómum.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Úthlutun á skotsvæði fyrir Skotfélag Vesturlands.

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 30 Nov 2014 11:33

það eru magnaðar áhyggjur sem Hilmar setur fram í greininni ef þessar fullyrðingar sem hann setur fram væru ráðandi við staðsettningu skotsvæða þá myndi þeim fækka verulega.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 2
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Úthlutun á skotsvæði fyrir Skotfélag Vesturlands.

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 30 Nov 2014 13:10

Sæll Þórður.

Við skulum vona að þeir aðilar sem um ykkar mál fjalla séu sæmilega vel gefnir, upplýstir og fordómalausir.
Þetta er ekkert vandamál með staðsetninguna. Þið að sjálfsögðu verðið við þeim kröfum sem gerðar eru til ykkar varðandi öryggismálin, manir og fl.
Skotvellir eru á flestum stöðum í nágrenni við aðra almenna starfsemi og umferð , bæði manna og dýra,
jafnvel inni í borgum. Skothvellir frá okkar starfsemi virðast sem betur fer ekki valda pirringi og þegar notkun á hljóðdeyfum verður almennari mun hávaðamengun stórminnka og jafnvel heyra sögunni til.
Varðandi það að fuglar og önnur dýr fælist skotvellina, þá er það einfaldlega rangt. Við á Króknum eru með okkar svæði í næsta nágrenni við, hesta, sauðfé, geitur og fjölskrúðugt fuglalíf. Ferfætlingarnir hanga oft á tíðum við girðinguna og hvað fuglana varðar, þá verpa þeir á vallarsvæðinu og í riffilskýlinu.
Það eru skógarþröstur og maríuerla sem slást um árlegt pláss í riffilskýlinu. Mjög mikil starfsemi á vorin hjá okkur virðist ekki trufla þau neitt.
Aðrar tegundir sem hafa orpið innan vallarsvæðis hjá okkur eru, spói, heiðlóa, hrossagaukur og þúfutittlingur.
Gangi ykkur vel í baráttunni.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Úthlutun á skotsvæði fyrir Skotfélag Vesturlands.

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 30 Nov 2014 13:37

Og til að bæta við þetta með fuglalífið hjá Jóni, þá hefur a.m.k. eitt rjúpna par með nokkra unga verið á vappi um riffilbrautina í Höfnum þegar maður hefur verið að sinna hreindýraprófunum undanfarin tvö ár.

Það sem kom mér á mest á óvart var að stundum voru fuglarnir út á brautinni í langan tíma þó það væri verið að dúndra á battana í mesta lagi í 50 metra fjarlægð frá þeim.

Svo má líka nefna að skotsvæðið á Akureyri er staðsett rétt ofan við bæinn á frábærum stað rétt um 400 metra frá veginum sem liggur upp í Hlíðarfjall.

Þessir 10 km er náttúrulega ekki í neinu samhengi við venjulega riffla.

Það er líka fleira sem vert er að huga að í sambandi við skotsvæði alment. Þegar stutt er að fara á völlinn til þess að skjóta þá freistast menn ekki lengur til þess að fara út í móa til þess að skjóta, heldur fara á næsta völl, það sem öryggisreglur og alment góð umgengni skapar það umhverfi að mikið minni hætta er á slysum og rangri meðferð byssa.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Úthlutun á skotsvæði fyrir Skotfélag Vesturlands.

Ólesinn póstur af skepnan » 30 Nov 2014 16:56

Sæll Þórður, ég var að lesa nýjasta svar Hilmars til þín og varð heldur hugsi :shock:

4.         Svo er það með langdrægni riffla. Það var vanur skotveiðimaður sem gaf mér þessa tölu, hann stendur við orð sín en það er rétt að slíkir riffllar eru sjaldgæfir hér á landi. Eftir að hafa farið í gegnum nokkrar byssubækur þá sýnist mér að drægni veiðiriffla (.308 cal) vera um 4500 m, lítilla markriffla (.22 cal) 1500 m og haglabyssna 250 til 750 m, það fer allt eftir tegund skota.

Hvaða haglabyssur draga 750 metra?
Svo er nú slæmt að þið séuð að kippa fótunum undan vinsælli ferðaþjónustu á Lækjarkoti :twisted:
Það er auðséð að ykkur er ekki treystandi fyrir húshorn og hvað þá lengra ;) En það er ljóst að þessi maður er ekki hrifinn af skotvelli þarna og hefur ekki sagt sitt síðasta í þessu máli, en vonandi gengur allt vel :D

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 2
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Úthlutun á skotsvæði fyrir Skotfélag Vesturlands.

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 30 Nov 2014 18:32

Sælir/ar.

Held að algengast sé að miðað sé við 300 - 350 metra hættusvið varðandi haglabyssurnar.
Oft sagt að búast megi við að hagl geti við bestu aðstæður farið jafn marga metra áfram og 100 sinnum þvermál haglanna. Smæstu höglin eru að sjálfsögðu þau sem algengast er að notuð séu á skotvöllum.
750 metra langdrægni hlýtur að vera innsláttarvilla hjá Hilmari. Hann vill varla verða uppvís að því að setja viljandi fram rangar staðhæfingar. Það er ekki málstað hans til framdráttar.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Úthlutun á skotsvæði fyrir Skotfélag Vesturlands.

Ólesinn póstur af Gisminn » 30 Nov 2014 21:06

Gangi ykkur vel Þórður minn og eitt smá ráð til þín.
Haldið ykkur við staðreyndir og fræðslu og ekki detta í skítkast eða persónulegar athugasemdir heldur eins og ég sagði fræðandi og rétt upplýsingaflæði á rólegu nótunum þá kemur þetta oftast með tímanum.
Ps á skotæfingasvæði Markviss eru 2-3 pör af rjúpum með unga allt sumarið og er nó að gerast þá í hvellum.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara