Marlin 22LR settur í ný föt

Allt sem viðkemur byssum
Sveinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58
Marlin 22LR settur í ný föt

Ólesinn póstur af Sveinn » 17 Dec 2014 23:33

Fékk mér Boyds skefti sl. vetur en vantaði gikkbjörg, sú sem var á gamla plastskeftinu var steypt með skeftinu. Fékk nýja gikkbjörg (trigger guard) um helgina og setti þá Boyds límtréskeftið á, þurfti aðeins að snikkra til gikkbjörgina til að gamli boltinn passaði í. Riffilinn er Marlin XT22VR 22LR með Hawke 3-9x40 og Hawke festingar. Betri kíkir er á dagskrá. Með réttum skotum er ég að ná 10-12 mm grúppu á 50 m, 5 skot.
Fyrir:
Marlin plast.jpg
Eftir (límtré):
Marlin tre 3.jpg
Marlin tre 2.jpg
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

bjarniv
Póstar í umræðu: 1
Póstar:32
Skráður:04 Mar 2013 20:59
Fullt nafn:Bjarni Valsson

Re: Marlin 22LR settur í ný föt

Ólesinn póstur af bjarniv » 18 Dec 2014 21:19

Flottur gripur!
Má ég nokkuð forvitnast um hvað skeptið kostaði hingað komið með flutningi og tollum?
Kveðja Bjarni Valsson

Sveinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Marlin 22LR settur í ný föt

Ólesinn póstur af Sveinn » 18 Dec 2014 21:50

Takk fyrir það, skeftið kostaði tæpa 100 USD hjá Boyds, hingað komið með flutningi, vsk, og tolli var það komið í rúmar 25 þ. En skeftið smellpassaði t.d úrtakan fyrir magasín botnplötuna sem ég flutti yfir frá gamla skeftinu - fyrir utan það sem skiptir mestu máli, úrtakan fyrir lásboltunum sem var 100%.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Marlin 22LR settur í ný föt

Ólesinn póstur af TotiOla » 27 Jan 2015 21:31

Sæll Sveinn

Má ég forvitnast um hvaðan þú fékkst gikkbjörg, og hvað hún kostaði? Ég er nefnilega með samskonar riffil og hafði hugsað mér að skipta út skeptinu fljótlega.

Eins væri gaman að heyra frá þér hvaða skot hafa verið að koma vel út. Ég er ekki ennþá byrjaður að skjóta úr mínum þar sem veðrið hefur ekki verið ákjósanlegt síðustu daga, en bíð spenntur eftir logninu (vona að ég þurfi ekki að bíða margar vikur eftir því).
Síðast breytt af TotiOla þann 27 Jan 2015 22:42, breytt í 1 skipti samtals.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Sveinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Marlin 22LR settur í ný föt

Ólesinn póstur af Sveinn » 27 Jan 2015 21:52

Sæll Tóti,

fékk gikkbjörgina frá Brownells, kostaði 16 USD, fékk hana til mín á hótel úti. Þarf aðeins að stækka fremra gatið svo að boltinn passi í gegn. Líka til í silfurlituðu áli.

Best hafa komið út skot frá RWS (Club, í Vesturröst) og Lapua (Standard Plus og Center-X). Á eftir að prófa fleiri frá Lapua.

Fór um daginn í Hafnir í "lognglugga" og stillti inn nýja kíkinn (Vortex Viper 3.5-10x50), kom vel út með RWS, hafði ekki Lapua við hendina :)
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Svara