Ruger American Rifle

Allt sem viðkemur byssum
Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58
Ruger American Rifle

Ólesinn póstur af Sveinn » 06 Jan 2015 21:48

Það er til hafsjór af ódýrum amerískum rifflum, fjöldaframleiddir og eru yfirleitt góðir til síns brúks (veiða) en eru sjaldan nákvæmir. Ruger American er við fyrstu sýn einn af þessum en margir dómar eru til á netinu um að Ruger hafi tekist vel til, Ruger American er ódýr en nákvæmur riffill. Hlaupið er cold hammer-forged (svipuð tækni og hjá Tikka/Sako), gikkurinn þykir góður og er stillanlegur, boltinn silkimjúkur og lásinn traustur. Rotary laust magasín. Lásinn er pillar beddaður með V-laga stálstautum sem á að gefa þokkalega beddun og er kannski lykillin að góðri nákvæmni - svona miðað við veiðiriffil.

Mig minnir að einu sinni hafi Intersport flutt in Ruger en mögulega hefur Hlað umboðið núna.
Sjá nánar á http://ruger.com/products/americanRifle/index.html

Hér er einn dómur á netinu:
http://gunsmagazine.com/ruger-american-rifle/
og það má finna fleiri í svipuðum dúr.
ruger american1.jpg
ruger american1.jpg (7.7KiB)Skoðað 901 sinnum
ruger american1.jpg
ruger american1.jpg (7.7KiB)Skoðað 901 sinnum
Pillar beddunin:
ruger pillar bed.jpg
ruger pillar bed.jpg (11.67KiB)Skoðað 901 sinnum
ruger pillar bed.jpg
ruger pillar bed.jpg (11.67KiB)Skoðað 901 sinnum
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Svara