cz 453 varmint vs Sako Quad Heavy Barrel .22

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
heimirsh
Póstar í umræðu: 3
Póstar:36
Skráður:30 May 2012 19:20
cz 453 varmint vs Sako Quad Heavy Barrel .22

Ólesinn póstur af heimirsh » 10 Jan 2015 12:36

Hafa einhverjir reynslu af öðrum hvorum, jafnvel báðum þessum rifflum?
Allar upplýsingar vel þegnar.
kv
Heimir S Haraldsson
Heimir S Haraldsson

Hemmi_Isleifs
Póstar í umræðu: 1
Póstar:2
Skráður:21 May 2015 16:25
Fullt nafn:Hermann Ísleifsson

Re: cz 453 varmint vs Sako Quad Heavy Barrel .22

Ólesinn póstur af Hemmi_Isleifs » 21 May 2015 16:30

Sæll Heimir

Ég hef einmitt verið að spá í CZ455 að vísu og svo Sako Quad. Hefuru heyrt eitthvað um þessa riffla?
Hverjir eru kostir og gallar?

mbk. Hermann Ísleifsson

bjarniv
Póstar í umræðu: 1
Póstar:32
Skráður:04 Mar 2013 20:59
Fullt nafn:Bjarni Valsson

Re: cz 453 varmint vs Sako Quad Heavy Barrel .22

Ólesinn póstur af bjarniv » 23 May 2015 13:07

Sælir,

Ég á CZ453 Varmint og get bara sagt að ég er mjög ánægður með hann. Fer vel með flest öll skot, og með réttu skotunum þá er hann mjög nákvæmur (5 skot á 40m gera bara eitt gat sem er líklega innan við 1 cm í þvermál). Það sem mér líkar best við hann er gikkurinn, hann er stillanlegur bæði þyngd og hversu langt hann hreyfist. Einnig er hann með spangikk sem mér finnst algjör snilld, gikknum er ýtt framm og þá þarf bara rétt að koma við gikkinn til að skjóta. Skeptið finnst mér líka þægilegt.
Kveðja Bjarni Valsson

User avatar
heimirsh
Póstar í umræðu: 3
Póstar:36
Skráður:30 May 2012 19:20

Re: cz 453 varmint vs Sako Quad Heavy Barrel .22

Ólesinn póstur af heimirsh » 31 May 2015 00:24

Sælir.

Ég endaði með því að versla mér CZ453 varmint, er mjög ánægður með hann, eins og Bjarni nefnir þá er spangikkurinn snilld, gikkurinn er líka auðveldlega stillanlegur.
Félagi minn keypti sako quad range, virkilega fínn, líka með spangikk, quad range og varmint eru með töluvert sverara hlaupi, mér fannst það full svert fyrst þegar ég skoðaði þessa riffla en það venst nokkuð fljótt.
Báðir mjög góðir, Sako nokkuð dýrari, mér fannst ég ekki þurfa skiptihlaup eins og er á quad fór því í cs453.
Sako quad varmint er með mjög fallegt og verklegt viðarskepti.
Ég gat ekki gert upp á milli þessara á sínum tíma og keypti því þann ódýrari.
kv
Heimir
Heimir S Haraldsson

User avatar
heimirsh
Póstar í umræðu: 3
Póstar:36
Skráður:30 May 2012 19:20

Re: cz 453 varmint vs Sako Quad Heavy Barrel .22

Ólesinn póstur af heimirsh » 31 May 2015 00:26

Ég var eitthvað fastur í hrifningu minni á 453 týpunni, ef ég þyrfti að velja á milli quad og 455 myndi ég sennilega fara í quadinn, lífstíðareign og allt það.
Heimir S Haraldsson

Svara