243-270 eða 308 ?

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 7
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson
243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af grimurl » 19 Jan 2015 16:07

Sælir félagar.
Nú er ég nýr í riffilsportinu og vantar ráð frá ykkur varðandi val á caliber til veiða á hreindýrum.
Ég er spenntur fyrir Browning X-Bolt sem Ellingsen er með á útsölu núna. Þeir hafa þennan bara í þessum 3 caliberum 243-270 og 308.
Hvað mæla menn með af þessu?

Kveðjur
Grímur L.
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af Gisminn » 19 Jan 2015 16:19

Eingöngu hreindýr þá tæki ég 270 af þessu en þetta eru allt góð cal þegar menn hafa æft sig og þekkja sýna byssu
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af gkristjansson » 19 Jan 2015 16:39

Ef þú hefur einhver plön, hins vegar, að fara á veiðar erlendis síðar þá myndi ég mæla með .308 (nú fær Siggi slag.....)
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af skepnan » 19 Jan 2015 16:44

Sæll Grímur, ég er með 270 og er mjög sáttur með það.
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af TotiOla » 19 Jan 2015 17:06

Ef maður dregur saman þá umræðu sem maður hefur fylgst með síðustu árin þá myndi ég setja þetta fram svona. Kostir og gallar í mjög grófum dráttum. Endilega leiðréttið ef eitthvað er "way off".

.243
Hratt, flatt og nokkuð nákvæmt, en hefur reynst einhverjum erfitt að ná nákvæmni í +100 gr. kúlur fyrir hreindýr.

.270
Hratt, flatt og þokkalega nákvæmt. Lemur svolítið (alveg á við .308) en alls ekkert óyfirstíganlegt. Frekar vinsælt sem veiði-cal.

.308
Yfirleitt mjög nákvæmt. Mikið kúluúrval. Hægt að hlaða nokkuð hratt og flatt ef menn vilja (með "léttari" kúlum), en annars nokkuð mikið fall sem þarf að læra á ef skjóta á dýr á lengri færum.


Ég tæki .308 af þessum sem eru í boði þar sem að mér finnst nákvæmni skipta meira máli en hraði.

Gangi þér vel með valið :)

P.s. Sjálfur valdi ég 6.5x55SE fram yfir önnur cal. sem voru í boði þegar ég keypti (vegna endingar, kúluúrvals, flugstuðuls og nákvæmni) og æfi mig til þess að læra á fallið.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 19 Jan 2015 17:54

Ég er að sjálfsögðu snar hlutdrægur

243. Þú verður að passa twistið ef þú ert að hugsa um hreindýr annars ræður hann ekki við löglegu kúluna.

270. þekki það ekkert held að menn séu mikið að skjóta 130 gr kúlu á 3100 til 3200 fps svolítið stór baukur og hugsanlegt hlaupslit.

308. ég á riffil í þessu cal sem ég er mjög ánægur með, 125 gr Nosler BT stendur öðrum ekkert að baki út á 250 til 300 metra.
ég er að skjóta henni á 3200 fps.
þetta cal er frekar ódýrt á fóðrum með góða hlaupendingu, auðvelt að fá það til að skjóta flestum kúlum en flugstuðull á léttu kúlunum er frekar slakur.
ég hef skotið 185 gr Berger með fínum árangri á 800 metrum. einnig eru 155 gr Lapua Scenar magnaðar.

af þessum þremur myndi ég taka 308
Jens Jónsson
Akureyri

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af iceboy » 19 Jan 2015 20:06

Ég á x- bolt i 270 og er mjög ánægður með hann. Mér finnst þetta alveg ágætis cal
Árnmar J Guðmundsson

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 19 Jan 2015 20:57

Sæll X-Bolt 270 uppseldur síðasti seldur í dag!!
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af gylfisig » 19 Jan 2015 23:21

Þið eruð meiri þokkapiltarnir.
Búið að gefa út risastóran hreindýrakvóta, og svo látiði Sigga fá slag. :D
En ef ég má segja mitt; ef einungis á að veiða hreindýr, þá myndi eg nú liklega velja 270 win.
Það er rómað veiðikaliber víða um heim. Flatt til þess að gera, og afar öflugt.
Ef hins vegar á að eltast við nákvæmni, þá er svarið 308.
Lærðu á það, og ekkert hreindýr er óhult innan 500 mtr.
Einhverjir hérlendis geta meira að segja skotið kókflösku á 800 metrum með 308. Velti því samt fyrir mér hvort það var kók i gleri, eða 2ja litra :D
243 er ágætt lika, en sennilega tæki ég það síst af þessum þremur, til hreindýraveiða.
Mér finnst það skemmtilegast með 70-80 grs kúlum. Þá er maður kominn með góðan riffil til vargskotfimi. ´Bæði nákvæmt og flatt.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 3
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af jon_m » 20 Jan 2015 00:00

Sæll

Ég er sammála því sem fram hefur komið og sammála Gylfa með að ef hreindýr er það eina sem þú ætlar að skjóta með rifflinu þá tæki ég hiklaust .270. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem mæta með þetta caliber til veiða og gengur í langflestum tilfellum vel að skjóta, jafnvel þó færið sé langt. Hinum tveimur treysti ég ekki jafnvel á löngu færunum, en þar er reyndar yfirleitt vandamálið að skyttan þekkir ekki kúluferilinn nógu vel.

Ef þú vill hafa möguleika á að skjóta pappír þá tæki ég .308 frekar, en ef þú ætlar að nota riffilinn í aðra veiði en hreindýr þá tæki ég persónulega .243 frekar, (eða 25-06 eða .260).
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

BrynjarM
Póstar í umræðu: 3
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af BrynjarM » 20 Jan 2015 01:00

Sæll
Ég er nú engin sérfræðingur í þessu en á riffla í bæði 308 og 270 Varð að fá mér annað en 308 til að mega veiða áfram í Jökuldalnum :-) 243 hef ég aldrei átt og langar ekki í. Sem veiðirifflar skila þeir báðir sínu. Veruleikinn er hins vegar sá að þú munt skjóta allavega tugi ef ekki hundruði skota á pappa fyrir hvert eitt skot sem þú skýtur á hreindýr. Það er umtalsvert meira bakslag í 270 heldur en í 308 en ekkert til að hafa áhyggjur af. Yfirleitt mun meira úrval af kúlum, hylkjum og skotum í 308 og sökum minna púðurmagns eitthvað ódýrari í rekstri. Góðir kostir báðir en 308 er skemmtilegra í pappaskotfimi.
Ég er ekki áhugamaður um hraðamælingar eða ferla og dugar mér að vita hvar þeir setja. Þar sem ég fer yfirleitt ekki á lengri færi en 300 metra er munurinn ekki stórkostlegur.
Hef eitthvað skotið úr X-bolt í minna kalíberi og þótt það hið ágætasta verkfæri.
En góða skemmtun, þetta verður gaman sama hvað þú tekur.
Brynjar Magnússon

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Jan 2015 12:03

Grímur!
Einföld spurning.....einfalt svar 8-)
270....pungtur ;)
Ef 270 er uppselt í Browning X-Bolt hjá Ellingsen núna, skaltu fá þér einhverja aðra sort í Ellingsen sem er til í nothæfu hreindýraveiðiikaliberi :shock:
Já, og spíking of dewell....allir alvöru hreindýraveiðimenn versla í Ellingsen :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 7
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af grimurl » 20 Jan 2015 12:20

Sælir

Browning 270 er uppseldur í Ellingsen.
Hvað segja menn um Sauer 101 í 6.5x55?
Hann er til bæði með plastskeftum og viðarskeftum en spýtan er um 37 þús dýrari.
Er plastið ekki nógu gott? Kemur það niður á nákvæmni?
Ég hef notað haglabyssur í mörg ár með plastskeftum og líkar ekki síður við það en tréskeftin.

Grímur L.
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Jan 2015 12:24

Sauer 101 í 6,5x55 hentar ágætlega til hreindýraveiða :)
Það er alveg sama hvort Sauer er í plasti eða spítu....Sauer er alltaf Sauer :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 20 Jan 2015 12:55

Ég sé á síðunni hjá Hlað að þeir eiga bæði til cal 25-06 og cal 270
Spurning um að rölta við hjá þeim og ath hvað þeir segja?
Kúluferillinn á 6.5x55 er ekkert ósvipaður og cal 308
Jens Jónsson
Akureyri

konnari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af konnari » 20 Jan 2015 13:15

Sauer 101 í 6.5x55 er topp riffill í hvað sem er !
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 7
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af grimurl » 20 Jan 2015 13:16

Hlað á Sauer 101 í 6.5x55 með spýtu og 243 í plasti, ekki fleiri útgáfur var mér tjáð í síma.
Þeir eru með sama verð á tré og plasti, 211þús.
Eru gæðin í Sauer 101 það mikið betri en í Browning X bolt að það réttlæti um 70-75% hærra verði?

Grímur
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

konnari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af konnari » 20 Jan 2015 13:18

Sauer er bara allt önnur gæði en Browning ! Ekki spurning að fá sér Sauer
Kv. Ingvar Kristjánsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 20 Jan 2015 13:44

grimurl skrifaði:Hlað á Sauer 101 í 6.5x55
Þú getur svo ábyggilega fengið hann rýmaðan í 6.5x284 og farið með Sigga á hreindýr :D :D :D
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Jan 2015 15:45

Grímur, svo er þessi enn til :)
Það er góð opsjón :D

til-solu/sako-85-hunter-6-5x55-til-solu-t2329.html
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara