243-270 eða 308 ?

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 7
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson
Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af grimurl » 20 Jan 2015 19:05

Ég væri sko til í að fara með Sigga á Vaðbrekku á veiðar!
Er þá 308 út úr myndinni??

Annars er ég kominn á það að Browning í 308 eða Sauer 101 XT 6,5x55 í plasti sé valið sem ég stend frammi fyrir.
Þar sem ég hef boð um elgsveiðar í Svíþjóð frá þarlendum tengdasyni mínum væri gott að taka löglegt riffilcaliber á slíkar veiðar í Svíaríki. Er 6,5x55 viðurkenndur þar fyrir elg? Er kannski sami/svipaður slagkraftur í þessum caliberum? Ég veit að 308 er ok á elg í Svíþjóð því tengdasonurinn notar það.

Annað- Hvaða riffilkíkir í hreindýr er heppilegastur og er "best buy"?
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 20 Jan 2015 19:42

grimurl skrifaði:Er þá 308 út úr myndinni??
það er ekki endilega víst það hefur fréttst að menn sleppi með Cal 308 með Sigga en þeir fá ábyggilega yfirhalningu og eru líklega látnir skríða lengra á belgnum en menn með önnur caliber.
grimurl skrifaði:Er 6,5x55 viðurkenndur þar fyrir elg?
Ég get ekki ímyndað mér annað en 6.5x55 sé leyfilegt á elg í Svíþjóð en 308 er með töluvert meiri slagkraft sérstaklega með 168 til 190 gr kúlum. Þú ættir samt að ath hjá tengdasyninum.

ég er búinn að tosa mínum 308 uppí 2700 fps með 185 gr Berger ef ég nota RL-17 púður þá er slagkrafturinn 2282.8 ft/lbs á 200 metrum.

Varðandi riffilkíki þá eru örugglega til fjölmörg sjónarmið í því Nightforce 5.5-22x56 er örugglega mjög skemmtilegur en yfirleitt er töluvert mikið samhengi í verðum og gæðum þegar kemur í þá deildina.
Jens Jónsson
Akureyri

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 20 Jan 2015 20:13

Síðast þegar ég vissi var 6,5X55 EKKI leyft +i svíþjóð og noregi á elg!! Mynnir að 270 sé lágmarkið fyrir elginn! Þar er 308 og 30-06 lang vinsælast á elginn
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 3
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af jon_m » 20 Jan 2015 20:36

Ég hef ekki veitt elg í Svíþjóð og þekki þetta því ekki persónulega, en veiðimaður sem ég fór með sl. sumar á hreindýraveiðar var búinn að fara margar ferðir. Hann var með 6,5 x 55, en það er á mörkunum að vera leyfilegt. Hann þurfti að nota skot sem skiluðu tilteknum slagkrafti á 100 metrum.

Hann notaði Lapua Mega 155 grain verksmiðjuhlaðið.

Hér er eitthvað um þetta, þú skoðar þetta betur áður en þú tekur ákvörðun.
http://jagareforbundet.se/jakten/hunting-in-sweden/

Líklega er .308 málið ef þú er að stefna á þetta, ef að .270 kemur ekki til greina lengur.

Varðandi sjónauka er erfitt að ráðleggja, en hvaða sjónauki sem heldur stillingum, er bjartur og með lágmarksstækkun ekki meiri en 4-5x. NightForce er flottur, en leiðinlega fyrirferðarmikill.

Þessi hér er ódýr og örugglega góður fyrir þennan pening
http://hlad.is/index.php/netverslun/sjo ... ilsjnauki/

Auðvitað er þetta aftur spurning um í hvað á að nota riffilinn og sjónaukan.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

Sveinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af Sveinn » 20 Jan 2015 21:03

6.5x55 er fullt leyfilegt á elgveiðar (reyndar á allar veiðar þ.m.t. birni) í Svíþjóð ef menn nota réttu kúluna/hleðsluna. Kúlan má vera minnst 139 gr ef hún gefur 2700 J (1991 lb-ft) slagkraft á 100 m eða 154 gr ef hún gefur 2000 J (1475 lb-ft) á 100 m.
http://sv.wikipedia.org/wiki/Klassifika ... _jaktvapen

Sauer 101 er eðalverkfæri og 6.5x55 er eðalkaliber á hreindýr :) Ef þér er sama um plast þá myndi ég taka þennan í Ellingsen á 185 þ, annars þessi í viðarskeftinu í Hlað.

Hér er dómur um Sauer 101:
http://www.shootingtimes.com/hunting/sauer-101-review/
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af skepnan » 20 Jan 2015 22:16

Svo er Veiðihornið með Savage og Howa riffla í 270 :D bara svona til þess að flækja hlutina aðeins meira :D
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

BrynjarM
Póstar í umræðu: 3
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af BrynjarM » 20 Jan 2015 23:48

Stóra spurningin sem þú þarft að spyrja ÞIG sjálfan að er hvaða riffil þig langar í. Allt eru þetta fín caliber á hreindýr (6,5x55, 270 og 308). Gleymdu amk 243 ef þú ert að spá í elgi. Browning og Sauer eru hvorutveggja á mjög fínu verði þó það sé einhver verðmunur á þeim. Persónulega er ég Sauer-fan og tæki þann riffil en hvað langar þig í? Taktu þann sem þig langar mest í.
Brynjar Magnússon

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af gylfisig » 21 Jan 2015 00:42

Ég er búinn að eiga bæði Jalonen í cal 6,5x284 og einnig Sako TRG-42 í 300 Wm. ásamt ýmsu öðru dóti.
Í dag skal ég viðurkenna að eg er hættur í þessu stóra, og þunga dóti, en samt er draumariffillinn i dag, þessi hérna...
http://hlad.is/index.php/netverslun/rif ... wolverine/
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

konnari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af konnari » 21 Jan 2015 09:43

Sammála Gylfa að Sauer 202 Wolverine er algjör draumur í dós......einn flottasti veiðiriffill á markaðnum í dag...varðandi sjónauka þá kaupir þú ekki sjónauka sem er með 5-6 á lágmarksstækkun ef þú ætlar líka að veiða í skógi t.d. elgi ! Það bara gengur ekki upp ! Taktu frekar 3-12 sinnum og það hentar í alla veiði....
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Jan 2015 11:33

Grímur.
Sauerinn það er engin spurning, er hann ekki í Ellingsen.
Ég veit ekki hvort ég verð aftur í Elllingsen á útmánuðum til að ráðleggja um vörur, segja grobbsögur og viðskiptavinir fá afslátt af þeim veiðivörum sem ég mæli með 8-)
Það hefur verið tiltal í þá átt, því tengt ;)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af gylfisig » 21 Jan 2015 13:27

Tiltal, Siggi?
Tiltal= ámæli :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 7
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af grimurl » 21 Jan 2015 14:39

Jæja félagar, þá er ég búinn að kaupa riffil.
Fyrir valinu varð Sauer 101 Xt í plasti 6,5x55
Ofan á hann fer Zeiss HD5 5-25x sjónauki

Ég vil þakka kærlega fyrir gott og fróðlegt spjall sem hjálpaði mikið við valið á byssunni.

Nú er bara að fara og æfa sig og sækja svo um hreindýr. Er ekki öruggt að maður með svona nýtt stöff gangi fyrir með að fá úthlutað hreindýraleyfinu? :D :D

Kveðja
Grímur
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

konnari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af konnari » 21 Jan 2015 15:13

Þú ert með klassa pakka í höndunum sem þú átt eftir að njóta lengi ! Flottur riffill og flott gler !
Kv. Ingvar Kristjánsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 21 Jan 2015 17:10

grimurl skrifaði:Jæja félagar, þá er ég búinn að kaupa riffil.Fyrir valinu varð Sauer 101 Xt í plasti 6,5x55Ofan á hann fer Zeiss HD5 5-25x sjónauki
Til hamingju þú verður ábyggilega ánægður með þennan pakka og hlítur vonandi náð hjá veiðiguðunum og færð úthlutað strax í vor svo er bara æfa sig á prófskífunni hjá UST
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 3
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af jon_m » 21 Jan 2015 17:58

Til lukku með riffilinn

Flottur riffill og flottur sjónauki. Vildi ekki mæla með þessum sjónauka þar sem þú varst að spá í elginn líka. 5x stækkun er í það mesta á stuttu færunum.

Ef þú sækir um dýr af réttu kyni og á réttu svæði ertu öruggur um leyfi.

JM
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 7
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af grimurl » 21 Jan 2015 18:04

Þessi Sauer 101 sem ég keypti var sá síðasti í búðinni með plastskeftum, var sýningareintakið.

Fyrir mína parta fannst mér betra grip og þægilegra á plastinu heldur en viðarskeftinu og bara fallegri en viðurinn. Ekki skemmdi heldur að plastið var 37þ. ódýrara ;)
Nú á ég eftir að kaupa kúlurnar. Er einhver hér á spjallinu sem er að selja góð hreindýraskot í þessa riffla? Ef svo er væri ég til í að kaupa þau. Hvaða gerð og hvaða þyngd af kúlum mæla menn með?
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Jan 2015 18:13

Grímur innilega til hamingjumeð þetta val, þú átt ekki eftir að sjá eftir því :D
Mundu bara eftir því þegar þú ferð að prufa riffilinn, að prufa líka léttari kúlurnar, niður í 100 grein, vegna þess að þær henta best til hreindýraveiða.
Af gefnu tilefni vil ég taka fram að ég fylgi öllum sem biðja mig um að fylgja sér á hreindýraveiðar, svo fremi við getum fundið sameiginlegan tíma er hentar báðum að fara til veiðanna .
Það er algeðrlega á valdi veiðimannsins hvaða vopn hann notar til veiðanna, svo fremi að það sé leyft að nota það samkvæmt veiðilöggjöfinni, það er líka á valdi veiðimannsins hverrar gerðar vopnið er og hvaða kaliber, bara að það standist lágmarksstærð samkvæmt nefndri löggjöf.
Menn meiga ekki blanda því saman hvaða skoðun ég hef á veiðirifflum og kaliberum þeirra.
Ég hef hins vegar oft lent í deilum við fólk á þessum vetvangi um hvaða veiðirifflar og kaliber henti best til hreindýraveiða, sem er allt annað mál, en menn hér duglegir við að persónugera.
Við þessa ráðgjöf mína leita ég í einn stærsta reynslubrunn sem til er varðandi hreindýraveiðar hér á landi, hjá einum og sama manninum, nefninlega minn eigin reynslubrunn.
Síðsta haust voru 40 ár frá þvi ég skaut mitt fyrsta hreindýr, þessi 40 ár hef ég fellt hreindýr á hverju ári og stundum mörg fram að því eg varð leiðsögumaður með hreindýraveiðum fyrir 24 árum.
Eftir að ég varð leiðsögumaður hafa þau ekki verið mörg á ári, oftast kringum svona fimm kannski en aldrei fleiri en tíu, þar á ég við særð og veik dýr sem ég hef þurft að fella.
Ég held að ennginn sem ég hef verið að deila við um þetta, hér sem annnars staðar hafi úr slíkri reynslu að moða.
Hins vegar hafa orðið margar skondnar uppákomur hér varðandi þetta kaliberaval, og menn ósparir oft á ráðlegginggar sínar þó greiniilega sé ekki alltaf innistæða í reynslubanka þeirra í þessum efnum.
Menn blanda allt of oft saman rifflum hentugum til markskotfimi og vilja taka þá fram yfir hentugustu hreindýraveiðirifflana, þar á vel við hið fornkveðna ,,hverjum þykir sinn fugl fagur".
Vegna þessarar miklu reynslu tel ég mig þess vel umkominn að ráðleggja um val á veiðirifflum og kaliberum.
Það er hins vegar alfarið á ábyrgð veiðimanna hvaða veiðiriffla þeir nota. Ég vil aðeins leggja mitt af mörkum til þeirra sem eru að byrja í þessu sporti og spurja ráða varðandi veiðiriffla val, að þeir séu með hentugustu verkfæri sem fást til hreindýraveiða hverju sinni.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

BrynjarM
Póstar í umræðu: 3
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af BrynjarM » 21 Jan 2015 19:46

Til hamingju með góðan grip. Þetta hlýtur að veita forgang í hreindýralottóinu :-) Þú verður í góðum höndum hjá Sigga ef þú færð úthlutað. Ég stefni að minnsta kosti á að komast á veiðar og fá skyrhræring í Vaðbrekku í sumar.
Brynjar Magnússon

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 21 Jan 2015 20:49

grimurl skrifaði:Hvaða gerð og hvaða þyngd af kúlum mæla menn með?
Þetta er að verða hinn skemmtilegast þráður.
Það eru ennþá fleiri sjónarmið varðandi þetta en caliberin,
Ef þú ferð með Sigga þá hefur hann ekkert farið leynt með álit sitt á þungum og hægfleygum kúlum (sem eru kúlurnar sem þú verður að nota á elg með þessum riffli) þannig að prófaðu Hornady Vmax 95gr og Nosler BT 100 gr sennilega verður að fara hlaða sjálfur eða fá einhvern til að hlaða og tjúnna hleðslu fyrir riffilinn þinn.

Hér er svo linkur inná reynslubanka ef einhver hefur áhuga á slíku.
http://www.ballisticstudies.com/Knowled ... cted=wound research
Jens Jónsson
Akureyri

Sveinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: 243-270 eða 308 ?

Ólesinn póstur af Sveinn » 21 Jan 2015 20:55

Flott verkfæri!

Hér er linkur á 6,5 mm veiðikúlur:
veidi/6-5mm-veidikulur-t1010-20.html

Ég hef haldið mig við 120 gr (Nosler BTip eða Sierra ProHunter) á hreindýr í 6,5x55 vegna þess að þær þola "lognið" :D á skotsvæðunum hér á SV-horninu (þ.m.t. í skotprófunum) betur en 100 gr kúlurnar, sem eru aftur með flatari feril. Númer eitt er að æfa sig og læra á ferilinn.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Svara