Vigtun á riffil

Allt sem viðkemur byssum
Fiskimann
Póstar í umræðu: 3
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03
Vigtun á riffil

Ólesinn póstur af Fiskimann » 20 Jan 2015 15:22

Sælir félagar
Veit e-r hvar hægt er að vigta riffil af nákvæmni. Riffillinn er alveg á mörkunum að passa í F-class þannig að ég þyrfti að vigta með e-u betra en baðvigtinni. Er með 6mmbr Remington Custom og Sightron 8 x 32. Hvað segið þið, e-r hugmyndir.
Guðmundur Friðriksson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Vigtun á riffil

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Jan 2015 15:47

Far þú bara með hann í Kaupfélagið og viktaðu hann á ávaxtavoginni og hún prentar út miða fyrir þig 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Fiskimann
Póstar í umræðu: 3
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Vigtun á riffil

Ólesinn póstur af Fiskimann » 20 Jan 2015 16:07

Já, þú segir nokkuð. Ég hef hins vegar rekið mig á það að ávaxtavogin í kaupfélaginu er ekki alltaf rétt. Treysti henni álíka vel og framsóknarmanni fyrir kosningar.
Guðmundur Friðriksson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Vigtun á riffil

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 20 Jan 2015 17:43

Þú ættir að geta fundið vigt sem klárar þetta í flestum frystitogurum og frystihúsum.
Jens Jónsson
Akureyri

Bóndi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:12
Skráður:30 Oct 2013 11:23
Fullt nafn:Kjartan Ottó Hjartarson

Re: Vigtun á riffil

Ólesinn póstur af Bóndi » 20 Jan 2015 22:39

Öll sprautuverkstæði eru með mjög nákvæmar vigtar í lakkið ;)

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Vigtun á riffil

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 21 Jan 2015 00:53

Sæll Guðmundur...

Ertu að fara að keppa í F-Class eitthversstaðar?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Fiskimann
Póstar í umræðu: 3
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Vigtun á riffil

Ólesinn póstur af Fiskimann » 21 Jan 2015 07:56

Takk fyrir þessar tillögur. Varðandi mót þá er ekkert sem er komið á dagskrá. Bara smá vangaveltur og ætla að fara að prófa mig áfram á lengri færum. Skemmtilegra að vita hvort byssan sé lögleg ef e-ð mót dettur inn. Byssan er alveg á mörkunum að vera of þung en eflaust hægt að skrapa e-r grömm af henni ef á þarf að halda.
Guðmundur Friðriksson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Vigtun á riffil

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 21 Jan 2015 08:23

Guðmundur værir þú ekki til í að skella inn mynd og lýsingu á verkfærinu? :geek:
Jens Jónsson
Akureyri

Svara