Byssur smíðaðar af íslenskum byssusmiðum

Allt sem viðkemur byssum
BrynjarM
Póstar í umræðu: 2
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16
Byssur smíðaðar af íslenskum byssusmiðum

Ólesinn póstur af BrynjarM » 07 Feb 2015 18:02

Sælir kappar
Þar sem ég ligg í flensu hef ég lítið annað að gera en að liggja á netinu. Eitt af því sem ég hef haft gaman af að sjá á þessum veiðivefum eru fallega smíðaðar byssur. Held að það eigi við um flesta hér á spjallinu. Það er kannski kjánalegt hjá mér að reyna að starta þræði um byssur íslenskra byssusmiða þar sem ég því miður á ekki sjálfur slíkar ... ENNÞÁ. Datt í hug að þeir sem lumuðu á slíkum gripum hefðu gaman af því að deila því með okkur með því að sýna okkur myndir af þeim og kannski smá frásögn. Um daginn slæddist hér á þráð mynd af gamallri Drífu og svo rakst ég á gamlan þráð með myndum af byssu sem Jói Vill smíðaði. Hann heldur reyndar út eigin síðu með myndum af byssum og hnífum sem hann smíðar ásamt Facebook síðu www.icelandicknives.com
Engu að síður þá gæti verið gaman af þræði sem innihéldi myndir og lýsingar af íslenskri byssusmíð.
Síðast breytt af BrynjarM þann 09 Feb 2015 13:31, breytt í 1 skipti samtals.
Brynjar Magnússon

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Byssur smíðaðar af íslenskum byssusmiðum

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 07 Feb 2015 22:40

Sælir.
Af þekktum smiðum koma upp í minn huga fyrstir nafnar mínir á Dalvík og Ólafsfirði svo ef ég fer rétt með þá er það Jói Vil og gott ef ekki Birgir Sæm og Arnfinnur sem hafa smíðað frá grunni.
Ég tel það vera mun á hreinni nýsmíði og að setja samann úr aðkeyptum hlutum, ekki það að ég sé að gera lítið úr þeim handverksmönnum sem eru í þeim geira það eru snillingar líka. Svo eru ótaldir fullt af hagleiksmönnum heima í sínu héraði sem eru náttúru talentar þegar kemur að endurbótum, lagfæringum og nýsmíði á öllu sem tjáir að nefna.
Á sjálfur eina hálf Íslenska .410 haglaskammbyssu sem er breytt úr 12ga. H&R eða NEF eihleypu í þessa minkabyssu af Hallgrími heitnum Marinóss. því miður lést hann áður en ég hafði tækifæri á að fá söguna um tilurð hennar.
Annars er nafni minn Pálmason hafsjór af fróðleik um þessa eldri smiði og væri gamann ef hann póstaði einhverju hér inn eins eru sumir af þessum yngri skráðir hér á spjallinu
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Byssur smíðaðar af íslenskum byssusmiðum

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 08 Feb 2015 18:47

Sælir/ar.
Fyrstu heimildir um íslenska byssusmíði er frá fyrri hluta 18. aldar. Þar var að verki Einar Bjarnason bóndi í Skaftafelli í Öræfum. Byssur hans þóttu snilldarlega vel gerðar.
Jón Björnsson á Dalvík smíðaði Drífurnar eins og kunnug er og sögu hans eru gerð ágæt skil á heimasíðu Veiðisafnsins.
Jón Þorsteinsson vélsmiður frá Ólafsfirði byrjaði að smíða haglabyssur um 1920 og var að til 1956.
Jósef Jóhannesson frá Akureyri smíðaði síðan örfáar byssur laust fyrir 1890. Í heimildum er talað um fjórar selabyssur nr.8
Um Jósef má lesa í Sögu Akureyrar, Árbók Þingeyinga-1964, Ævisögu Jóhannesar á Borg og Íslenskum Sjávarháttum.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

joivill
Póstar í umræðu: 3
Póstar:46
Skráður:26 Jun 2012 20:01

Re: Byssur smíðaðar af íslenskum byssusmiðum

Ólesinn póstur af joivill » 09 Feb 2015 11:33

Mynd

Sælir félagar þarna er ein sem smíðuð var af íslenskum byssusmið.
Mbk JóiVill
Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður
www.icelandicknives.com
j.vilhjalmsson@simnet.is

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Byssur smíðaðar af íslenskum byssusmiðum

Ólesinn póstur af gkristjansson » 09 Feb 2015 12:04

Þessa smíðaði Jói Vill fyrir mig, Mauser lás, 30-06 caliber:
Riffill_Joi_01.jpg
Smíðað af Jóa
Riffill_Joi_01.jpg (30.41KiB)Skoðað 2657 sinnum
Riffill_Joi_01.jpg
Smíðað af Jóa
Riffill_Joi_01.jpg (30.41KiB)Skoðað 2657 sinnum
Riffill_Joi_02.jpg
Smíðað af Jóa
Riffill_Joi_02.jpg (27.42KiB)Skoðað 2657 sinnum
Riffill_Joi_02.jpg
Smíðað af Jóa
Riffill_Joi_02.jpg (27.42KiB)Skoðað 2657 sinnum
Riffill_Joi_03.jpg
Smíðað af Jóa
Riffill_Joi_03.jpg (25.92KiB)Skoðað 2657 sinnum
Riffill_Joi_03.jpg
Smíðað af Jóa
Riffill_Joi_03.jpg (25.92KiB)Skoðað 2657 sinnum
Útgröfturinn var gerður í Belgíu af vini hans Jóa.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

BrynjarM
Póstar í umræðu: 2
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Byssur smíðaðar af íslenskum byssusmiðum

Ólesinn póstur af BrynjarM » 09 Feb 2015 23:57

Þessi er glæsilegur Guðfinnur.
Jói, er þetta tvíhleypti riffillinn, Þórshamarinn?
Brynjar Magnússon

joivill
Póstar í umræðu: 3
Póstar:46
Skráður:26 Jun 2012 20:01

Re: Byssur smíðaðar af íslenskum byssusmiðum

Ólesinn póstur af joivill » 10 Feb 2015 13:22

Já reikna með að hann fari að klárast
Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður
www.icelandicknives.com
j.vilhjalmsson@simnet.is

joivill
Póstar í umræðu: 3
Póstar:46
Skráður:26 Jun 2012 20:01

Re: Byssur smíðaðar af íslenskum byssusmiðum

Ólesinn póstur af joivill » 05 Jan 2016 23:41

Sælir félagar hér eru nokkrar myndir af Þórshamar Express 7 x 57R rifflinum sem ég smíðaði í byssusmíðanáminu mínu í Belgíu , byssan er handsmíðuð að öllu leiti á tvemur vetrum í skólanum, útskurðin gerði vinur minn og kennari Pierre Döme. Ef menn vilja fræðast nánar um gripin er ýtarleg grein eftir Guðna Einarsson í síðasta tölublaði Skotvís.
Þessar frábæru myndir tók vinur minn og veiðifélagi Sigurjón Pétursson

https://www.facebook.com/J%C3%B3i-byssu ... 129219724/

Með bestu kveðju Jói Vill

MyndMynd
Mynd
Mynd
Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður
www.icelandicknives.com
j.vilhjalmsson@simnet.is

Svara