Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 7
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ
Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af TotiOla » 08 Mar 2012 23:51

Sælir

Ég sé að hér er samansafn af mönnum sem hafa haldbæra þekkingu og reynslu og langar mig að fá álit ykkar á hvaða riffilpakka, sem fellur innan eftirfarandi ramma, ég eigi að skoða.

Riffill
Fjárhagsáætlun (samþykkt af betri helmingi): ca. 150-200 þús.
Notkun: Kemur til með að vera notaður á hreindýr (s.s. cal .243+) í haust ef af kaupum verður fyrir skotpróf.
Sérviska: Er hrifinn af óalgengari cal. eins og 25-06 (kostir vs. gallar?) og kannski 6,5x55 (þó það sé nú frekar algengt).
Á fyrir Tikku í .223, bara svo það komi fram.

Sjónauki
Fjárhagsáætlun: ca. 50-100 þús.
Sérviska: Hef gaman af mikilli stækkun (s.s. 20+ stækkun væri kostur en ekki skilyrði) og target turrets heilla líka.
Var að losa Gismann við Osprey Tactical 10-40x50 (budget) sjónauka, svo að það komi fram.

Þeir rifflar sem ég hef helst hallast að við þá litlu leit sem ég hef haft tíma til að fara í eru:

Howa Sporter Ambi í 6,5x55
http://veidimadurinn.is/Default.aspx?mf ... 42&vID=318
Howa Axiom Varminter í .243 eða .308
http://veidimadurinn.is/Default.aspx?mf ... 42&vID=324
Model 700 SPS SS í 25-06
http://hlad.is/display.php?page_id=6&Ma ... ductID=214
Tikka Hunter í 25-06
http://www.ellingsen.is/verslun/vorur/f ... vara/73212

Ef þið hafið aðrar hugmyndir, reynslusögur, álit, ábendingar, flottann pakka til sölu eða bara eitthvað að segja um þetta endilega deilið :)
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 7
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af TotiOla » 08 Mar 2012 23:58

Veit ekki hvort það kom nógu skýrt fram en ég er opinn fyrir öllum tegundum og cal. sem og sjónaukum.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af Gisminn » 09 Mar 2012 00:16

Sæll og takk fyrir síðast :-) viltu öðruvísi cal en vera með þrusu byssu hvort sem þú ætlar í mark eða veiði.
Mitt val væri http://www.vesturrost.is/?p=3006 og ég tæki hann í þessari útgáfu 6.5x47 Lapua getur svo fengið þér annað hlaup með fyrir ca 90-100 kall seinna ;)
Sjónaukinn væri þessi vegna verðramma.
http://www.eshop.is/skyttan/VaraInfo.as ... nCatID=317
En er samt aðeins fyrir ofan verðlags áætlun en er það ekki leyfilegt á Íslandi :twisted: En þá etu öruggur að fá það sem þú borgar fyrir bæði í riffli og sjónauka
En Howa eru nákvæm hlaup en plastið er dálítið svagt fyrir tvífótin ef þú ert með þungt hlaup svo það getur dúað aðeins en samt að mínu mati góðir rifflar fyrir þennan pening.
Og þar sem þú átt 223 þá myndi ég ekki fara í 243 ef þú villt fjölbreytni. Flugferill þessara tveggja calibera er oft á tíðum mjög líkur.En getur líka verið kostur ef menn eru ekki mikið fyrir breytingar og vilja hafa hlutina sem líkasta. 270 er líka svakalega flatt caliber.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af maggragg » 09 Mar 2012 00:36

Held að það sé óhætt að mæla með rössler, en hann kostar jú aðeins meira :?

skotvopn/rossler-rifflar-t189.html

Sightron er líka eitthvað sem vert er að skoða. Ég er mjög spenntur fyrir þeim og það verður næsti sjónauki hjá mér. SIII 6-24x50 með mrad turnum 8-)

Varðandi cal þá er ég með 6,5x55 og er mjög sáttur við það. Langar næst í .260 rem. Hefur alla kosti 6,5x55 en er short action og byggt á .308 hylkinu.

Annars er ekkert rétt eða rangt í þessu :) Færð örugglega fleirri ábendingar og svo er bara að velja úr.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 09 Mar 2012 08:04

Sæll Þórarinn.
Af rifflunum sem þú nefndir mundi ég hiklaust velja Tikka 2506 hjá Ellingsen.
2506 kaliberið er eitt besta alhliða veiðikaliberið sem nú er fáanlegt, að mínu mati svona millibil af 243 og 6,5x55 og sameinar kosti beggja.
Gott til allra veiða með léttu kúlunum niður í 85 grain, 100 grain á hreindýr, síðan er hægt að fá þyngri kulur og leika sér með hann í markskyttiríi.
Hvað kíkinn varðar er best að taka hann líka í Ellingsen þar eiga þeir til, Hawke, Nite Eye, Sidewinder, Endura, Panorama, Warmint og hvað þeir heita nú allir saman, þetta eru allt kíkjar sem eru góðir til alls brúks en á góðu verði, síðna með að kaupa þetta saman hjá Ellingsen er kannski hægt að kría út einhvern smáafslátt, er ekki annars útsala hjá þeim um helgina?
Síðan er líka hægt að fá þá til að setja festingarnar og kíkinn á þarna í Ellingsen.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Maggi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:26
Skráður:22 Feb 2012 20:34

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af Maggi » 09 Mar 2012 08:10

Ég myndi skoða alvarlega að kaupa notaðar græjur ef fjárráð eru takmörkuð. Notaður almennilegur sjónauki er til dæmis mun skemmtilegri en nýr lélegur sjónauki.

Félagi minn var til dæmis að kaupa lítið notaða Tikku Varmint með vönduðum sjónauka og aukahlutum á 250.000

Tikka, Rössler og fleiri eru allt góðar græjur, bara spurning hvað þú finnur á góðu verði í því kaliberi sem þig langar í.

kv
Maggi
Magnús Blöndahl Kjartansson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af gylfisig » 09 Mar 2012 09:15

Sælir allir saman.
Það eru nú komnar ágætis ráðleggingar frá öllum, varðandi þessa fyrirspurn, og varla mikið sem ég get bætt við, í umræðuna. Reyndar get ég fyrir mína parta afskrifað byssur þarna sem magnús stakk sjálfur upp á, eins og t.d. Howa Axiom. Skeptið á honum er afspyrnu leiðinlegt, og ég myndi ekki kaupa þannig tól nema til að hirða járnaverkið. Líklegast gerði ég sama og Siguður, þ.e. tæki Tikku, sem er´viðráðanlegu verði, miðað við SAKO svo eitthvað sé nefnt. Þunghleypt Tikka í 308 er að skjóta mörgum mun dýrari rifflum " ref fyrir rass" í orðsins fyllstu..Varðandi kalibera valið þá er það spurning.
Fyrir mína parta, þá tæki ég frekar algengara hylki heldur en 25-06 Og horfði þá á 6,5x55 eða 308.
308 Tkkan með þunga hlaupinu er oft á tíðum afar nákvæm . 25-06 caliberið getur verið erfiðara að fá til að skjóta vel, amk samkv. minni reynslu. Rössler hef ég ekki séð gera neina sérstaka hluti, og myndi ég frekar skoða Rem 700 eða áðurnefnda Tikku. 710 og 770 Remingtom afskrifa ég samstundis.
Einn góður punktur varðandi sjánaukana: Það getur verið þolinmæði virði, að leita eftir notuðum kíki, sem væri hægt að fá, á mun lægra verði en nýr. Ég hef horft í gegnum nokkra Hawke sjónauka, og myndi aldrei fá mér þannig... en ég er reyndar afar sérvitur. :D
Málið er það að það er hægt að detta niður á ágætis gler sem eru notuð, og fást frekar ódýrt.
Ég hef tekið eftir því að þegar nýliðar hafa spurst fyrir á Hlaðvefnum, hvað þeir eigi að fá sér, þá kemur oft þessi rulla: "Fáðu þér bara einhvern ódýran riffil, og þennan og þenna kíki... kostaði 30 þús þarna, og hreindýrið steinlá..gerir allt það sama og rándýra dótið".
Ég held því fram að þetta sé alrangur hugsunarháttur.. að byrja með það ódýrasta og í flestum tilfellum það lélegasta. Ég tel, að það eigi að kaupa þokkalega góð verkfæri, hvort heldur maður er byrjandi, eður ei. Síðan er mætt með ódyra dótið á skotsvæðið, þar sem sést svart á hvítu hvað það gerir á móti vandaðri rifflum og sjónaukum. Og einmitt á þessum punkti þá hef ég séð hundfúla eigendur ódýru hlutanna naga sig í handarbökin.
Látum þetta nægja.

Kv
gylfisig
Síðast breytt af gylfisig þann 09 Mar 2012 13:50, breytt í 1 skipti samtals.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Benni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af Benni » 09 Mar 2012 12:51

Af þessum rifflum sem þú nefnir tæki ég helst Tikka, góðir rifflar og efast um að hægt sé að fá meira fyrir peninginn.
Ef ekki Tikka þá Howa ambi eða Remington 700 en þá yrði að skipta um skepti á honum því SPS skeptinn eru léleg sem á svosem við flest alla ódýrari riffla í plastskeptum.
Ef þú ert að spá í riffil til að eiga og breita og bæta með tímanum þá er erfitt að toppa Remington 700 lásinn því það er gjörsamlega allt til fyrir þá!

En aðal málið að mínu mati er að spara ekki í sjónauka og festingum, ekkert meira pirrandi en að rembast við lélegan sjónauka.
Ódýrustu sjónaukarnir sem ég myndi skoða eru td, Meopta eða Zeiss Duralyt.
Svo eru Sightron og Nightforce alveg frábærir og ekkert svo hrikalega dýrir.
Er sjálfur með Nightforce Benchrest 8-32x56 sem er magnaður en langar mikið að uppfæra í Nightforce NXS 8-32x56 og enda sjálfsagt í að fá mér slíkan en hann er kanski orðinn fulldýr.
En það eru ekki margir góðir sjónaukar með 20+ stækkun og target turnum undir 100þ.

Þessi er sennilega bestu kaupin í þessum stærðar og verð klassa
http://www.eshop.is/skyttan/VaraInfo.as ... nCatID=317

Caliber er svo annar frumskógur og eins margar skoðanir og þau eru mörg :mrgreen:
Hef sjálfur sveiflast í ótal marga hringi í þessum málum og hef ekki enn komist að neinni niðurstöðu en það gerir þetta bara skemmtilegra :D
Mig langar mest í 284 winchester núna og fékk alltíeinu einhvern áhuga á 300 remington ultra magnum og 338 remington ultra magnum fyrir nokkrum dögum :shock:
En af þessum sem þú nefnir eru þau öll fín, 25-06 hratt flatt, gallar eru einna helst lítið kúlu úrval hér heima miðað við 6mm, 6,5mm og 30 cal.
6,5x55, ekki sá hraðasti eða flatasti en er nákvæmt og hefur gott kúluúrval og góða hlaupendingu.
308win er svipað og 6,5x55 og hefur svipaða kosti og galla, bæði cal eru í heildina mjög góð alhliða veiði caliber og ekki skrítið hversu vinsæl þau eru.

Þetta er allavega mitt álit.

Kv Benni

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 7
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af TotiOla » 09 Mar 2012 14:39

Sælir allir

Vá, hvað þessi viðbrögð eru langt fram úr væntingum! :) Kærar þakkir fyrir þetta. Frábært að hafa aðgang að mönnum með svona mikla reynslu og geta deilt henni án skítkasts og fordóma.

Ég er alvarlega að íhuga að versla mér Tikka T3 í 6,5x55 eða .270 með þungu SS hlaupi niðri í Ellingsen á eftir ef þær verða ekki uppseldar :) Er það ekki bara eina vitið? Ég hef nú þegar aðgang að Tikku T3 lite í 308win þannig að ég held að ég fari ekki í þann pakka. Svo fór ég og meðhöndlaði Rem 700 og hann var ekki að heilla mig mikið, auk þess sem mér skilst að þeir eigi hann nánast eingöngu með léttu hlaupi niðri í Ellingsen.

Varðandi sjónauka þá bíð ég kannski aðeins og reyni að safna mér fyrir betri græju. Hef verið að skoða bæði Sightron og Vortex en þeir eru báðir yfir fjárhagsáætlun þessa stundina.

Enn og aftur, takk fyrir frábær viðbrögð og endilega ef þið hafið einhverju við þetta að bæta þá er ég opinn fyrir öllum frekari hugmyndum.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 1
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af oliar » 09 Mar 2012 15:38

Sæll er með Tikku Varmint í 6,5x55 og er þar af leiðandi ögn litaður af því en verð að segja að hún er mjög skemmtileg og á toppnum er Zeiss Duralyt 3-12x50 og hann er að standa sig virkilega vel.

kv. Óli

ps. Held að tilboðin í Ellingsen gildi eingöngu á morgun, er þó ekki viss........ en veit að Hlað á Tikkuna líka í 6,5x55 :-)
Kveðja. Óli Þór Árnason

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 09 Mar 2012 15:53

Sæll Tóti.
Tikka T3 í 6,5x55 hefur reynst mér afar vel. Ég er búinn að eiga svoleiðis (lite) í 5 eða 6 ár sem minn aðal veiðiriffil. Á honum er ég með Bushnel Elite kíki sem er ágætur milliverðflokks sjónauki.
Fínasta veiðigræja sem gaman er að hlaða í.
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 09 Mar 2012 20:13

Sæll aftur Þórarinn.
Það er skinsamlegt val að taka Tikka 6,5x55 eða 270 en 270 er sama hylkið og 2506, 270 caliberið er með 6,92 mm þvermál kúlu en 2506 er með um það bil 6,24 mm þvermál kúlu, bæði þessi caliber eru nekkun úr gamla góða 3006 hylkinu sem er með 30 cal. kúlu eða 7,62 mm í þvermál.
Það er einhverskonar rýmingarsala í Ellingsen á morgun ef þú hefur ekki verslað þegar í dag, ég mundi nú kíkja á sjónaukaúrvalið hjá þeim í leiðinni, þá eru líka hæg heimatökin að fá Jóa byssusmið til að setja festingarnar og kíki á riffilinn, þó það sé bráðabirgðasjónauki, þú getur alltaf selt hann aftur en nýr og dyrari kíkir seinni tíma getur passað í festingarnar sem þá væru settar á af fagmanni.
Ég er alveg sammála þér um það einnig að fara ekki í 308 pakkann að svo stöddu.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 7
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af TotiOla » 11 Mar 2012 18:06

Sælir

Takk fyrir þessa viðbótarhvatningu. Er núna kominn með kaupaheimild fyrir Tikka T3 Varmint SS (6,5x55) í hendurnar og fékk með honum góðan pakka á fínu verði í Ellingsen (þó ég hafi reyndar farið aðeins fram úr fjárlögum, ef allt er tekið með).

Nú er bara að byrja að safna sér fyrir góðum sjónauka og vona að það hafist fyrir sumarið svo að maður geti nú æft sig sem mest og farið svo með græjuna í prófið.

Kærar þakkir enn og aftur. Ekki ónýtt að hafa svona viskubrunn til að dýfa sér í þegar mest reynir á :)
Mbk.
Þórarinn Ólason

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af konnari » 12 Mar 2012 15:17

Þú átt ekki eftir að sjá eftir þessum kaupum.......ég ætlaði að ráðleggja þér að kaupa Tikka hunter í 25-06 eða Tikka varmint í .260 rem sem er nánast það sama og þú keyptir. Ég á sjálfur Sako í 25-06 og líka annan Sako í 260 rem og er mjög ánægður með bæði þessi kaliber. Svo er það persónubundið hvort menn vilja riffla með þungu eða milliþungu hlaupi. Það fer auðvitað eftir því hvað þú ætlar að nota riffilinn....ef þú ætlar að nota hann mikið upp á fjöllum eða labba mikið þá verður þú fljótt þreyttur á að bera þungann riffil allan daginn, því get ég lofað þér. Það er næstum ómögulegt að sameina allt í einn riffil.....þú þarft helst að eiga svona 6-8 stk. :D !
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 7
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af TotiOla » 12 Mar 2012 20:42

Sæll Ingvar.

Já, upphaflega var stefnt á að kaupa 25-06. Fór þaðan yfir í .270, svo rakst ég á .260 í vesturröst og leist vel á, skoðaði svo .270 aftur en endaði að lokum í 6,5x55 eftir mikinn lestur, pælingar sem og ráðleggingar héðan :)

Auðvitað væri skemmtilegast að eiga 6-8 stk. en hver hefur tíma til að skjóta úr svo mörgum græjum? Ekki ég amk. hehehe. Ég er allavega kominn með gripinn í hendurnar og gæti ekki verið sáttari með þessi kaup :D Nú er bara að fara að stunda lyftingar svo að hann rífi ekki eins mikið í á hreindýralabbi í sumar/haust.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Mar 2012 21:18

Þú átt svo sannarlega ekki eftir að sjá eftir þessum kaupum. :D
Langt síðan Jói Vill sagði mér að þeir sem aðeins ætluðu að eiga einn riffill skildu kaupa sér 6,5x55. ;)
Varstu búinn að fá þér einhvern bráðbirgðakíki :?: Eða ert þú enn að spekulera í kíki 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af Spíri » 12 Mar 2012 22:15

Verandi eigandi af tikka 6,5x55, tikka 308, sako 243, sako 300wsm. remington 700 300win mag. Þá myndi ég taka tikka 6,5x55 ef ég ætlaði bara að eiga einn riffil í allt. En það skal líka hafa það í huga að góður riffill gerir ekkert betur en sjónaukinn leyfir honum að gera. Ég byrjaði með lélegum Bushnell sjónauka á sakoinn 300wsm og fékk hann aldrei til að gera neitt var góður af grúbban hitti A4 blað ;) á 150 metra brautinni minni. Svo fékk ég mér alvöru sjónauka og þá fóru hlutirnir að gerast. Á tikka 6,5x55 rifflinum mínum er ég með meopta R1 3-13x56 og er það samsetning sem svínvirkar og er ekkert að gera mikið lakari hluti en 308 tikkan sem er fantanákvæm :P
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 7
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af TotiOla » 12 Mar 2012 23:40

Veiðimeistarinn skrifaði:Varstu búinn að fá þér einhvern bráðbirgðakíki :?: Eða ert þú enn að spekulera í kíki 8-)
Sæll. Ég er búinn að fjárfesta í öllu nema kíki. Er enn að spegulera í þeirri deild :) Hef aðallega verið að horfa á þessa millidýru sjónauka þar sem fjárhagurinn leyfir ekki Zeiss, Nightforce, etc.
Spíri skrifaði:Á tikka 6,5x55 rifflinum mínum er ég með meopta R1 3-13x56 og er það samsetning sem svínvirkar og er ekkert að gera mikið lakari hluti en 308 tikkan sem er fantanákvæm :P
Gaman að heyra hvað allir eru ánægðir með 6,5x55 caliber-ið. Varðandi sjónaukann, þá hafði ég hugsað mér að reyna að finna eitthvað sem nær öllum skalanum aðeins betur. Þ.e.a.s. aðeins meiri stækkun upp á pappaskotfimi að gera. Er ennþá að melta það en er að láta mig dreyma um 6,5-24x50 eða eitthvað svipað á .223 og svo 4-16x50 eða eitthvað í þeim dúr á 6,5x55. Maður er samt að heyra svakalega góða hluti um Meopta :) Þarf greinilega að fara og skoða hvaða valmöguleika þeir bjóða upp á.

En ég get ekki sagt annað en að ég sé alveg helvíti spenntur fyrir því að komast í að æfa mig fyrir prófið :mrgreen:
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 7
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Væri þakklátur fyrir ráðleggingar á skotvopnavali

Ólesinn póstur af TotiOla » 12 Mar 2012 23:44

Því má svo bæta við að ég er með eitthvað blæti (e. fetish) fyrir 30mm og target turrets ("berum stilliturnum"), þannig að ég hef verið að skoða hverjir bjóða upp á það.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Svara