Blaser 243 vs 6xc

Allt sem viðkemur byssum
Freysgodi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson
Blaser 243 vs 6xc

Ólesinn póstur af Freysgodi » 16 Feb 2015 22:14

Sælir félagar,

Nú býður blaser upp á 243 í 10 twist og 6xc í 8 twist. Ég var upprunalega að spekúlera í 243 hlaupi og hafði þá sem aðal kríteríu að geta skotið 58 - 75 gr vargkúlum á miklum hraða og þokkalegri nákvæmni til að hámarka point blank range. 243 hentar væntanlega prýðilega í slíkt. Nú er hinsvegar til 6xc sem er nýrra og hefur ýmsa kosti umfram hið gamla 243. Mig langar því meira í 6 xc - en hef áhyggjur af því hvernig þetta hraðara twist fer með léttari kúlurnar varðandi nákvæmni og einnig hversu miklum hraða er hægt að ná með þessu hylki.


Kveðja

J o n. V a l g e i r s s o n

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Blaser 243 vs 6xc

Ólesinn póstur af 257wby » 16 Feb 2015 22:21

Ekki hafa áhyggjur Jón minn :)
Maður á alltaf að kaupa það sem manni langar í ;)
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Blaser 243 vs 6xc

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Feb 2015 09:00

Sæll Jón

Ég tæki 6XC í þínum sporum, meira svona nýmóðins og er að verða bísna útbreitt. Ræður alveg örugglega mjög vel við 100 + grs kúlur með 1/8 (fyrir hreindýrið) og ætti alveg að hafa það að skjóta 75 - 90 grs kúlum.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Blaser 243 vs 6xc

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 17 Feb 2015 09:39

Ég myndi frekar taka 6xc með 1:8 twist þar sem 1:10 twistið í 243 er varla nógu mikið nema fyrir allra léttustu kúlurnar.
það er ágætt að setja þær kúlur sem maður hefur í huga inní reiknivélina hjá Bergerbullets
http://www.bergerbullets.com/twist-rate-calculator/
og ganga úr skugga um að þær nái að minnstakosti 1,5 í stability factor annars eru þær ekki að fullnýta flugstuðulinn

Hérna sérðu hvaða hraða þú mátt búast við að ná út úr 6xc:
http://www.norma.cc/en/Ammunition-Acade ... Norma-6XC/

Hér er fín grein um áhrif twist á hraða kúlu.
http://bulletin.accurateshooter.com/201 ... litz-test/
Jens Jónsson
Akureyri

Svara