Það sem ég hafði í huga þegar ég valdi mér veiðikaliber

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Það sem ég hafði í huga þegar ég valdi mér veiðikaliber

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Mar 2012 18:53

Ég var buinn að vera að hugsa um það lengi hvaða veiðikaliber ég ætlaði að fá mér til framtíðar. Fyrst í stað notaði ég eingöngu Sako 222 til allra veiða en þegar ég varð hreindýraleiðsögumaður árið 1991 gekk það ekki lengur og ég eignaðist gamlan þýskan Mauser með ásettu hlaupi cal. 243. en hann var of léttur fyrir mig hoppaði of mikið þegar hleypt var af.
Síðan var ég með í láni til margra ára Sako forrester með hálfþungu hlaupi, einnig cal. 243 hann hoppaði ekki nærri eins mikið sérstaklega eftir að Jói byssusmiður setti á hann mussle brake fyrir mig.
Fljótlega þá fannst mér cal. 243 of takmarkandi fyrir mig kúlurnar féllu allt of mikið fyrir minn smekk þegar þær voru komnar upp í 100 grain en hann var fínn með 70 grain kúlu en það var ekki nóg fyrir hreindýraveiðarnar.
Reyndar finnst mér cal. 243 varla gert til að skjóta frá því 100 grain kúlu, það kom líka mkill kopar í hlaupið af svo þungum kúlum og riffillinn varð fljótt ónákvæmur og það þurfti oft að hreinsa hann.
Það gjörbreyttist þegar ég var með 70 grain kúlurnar ekki nærri eins mikill kopar í hlaupinu.
Í tólf ár lá ég undir feldi og hugleiddi hvaða hlaup og kaliber ég ætti að fá mér á létta Mauserinn. Var búinn að spekulera mikið í 6,5x68, 6,5-06, og 6,5-06 akkle inpruff, síðan 284 Win. 7 mm.
Var reyndar búinn að ákveða að fá mér 284 Win. en það var hálfgert framtaksleysi að vera ekki búinn að kaupa svoleiðis hlaup og láta setja á hann enda erfiðara um vik þá, svona um og uppúr aldamótunum þá var netið ekki eins þróað og það var í dag.
Það var svo á árabilinu 2003 eða 4 sem ég frétti af 6,5-284 sem Norma var þá nýlega búið að þróa úr 6,5x55 og 284 Win.
Eftir að hafa skoðað það ákvað ég að slá til og fá mér það caliber, ég frétti síðan af að Arnfinnur ætti 6,5 mm hlaup og hafði samband við hann og falaðist eftir hlapinu og bað hann að setja það á gamla létta Mauserinn, hann var jú með 98 lás og smíða á hann mussle brake, þetta varð niðurstaðan og Arnfinnur setti riffilinn saman fyrir mig og seldi mér jafnframt Bell og Carlsson plastskepti og setti á hann kíkisfestingar lappaði á hann hringi, þetta var árið 2005, svo alls voru liðin 14 ár frá því ég fór að hugsa alvalega um þessi mál.
Ég setti síðan gamla kíkinn af rifflinum sem ég notaði þegar hann var 243, Tasco 6-24x42 og hann hefur dugað mér þessi 20 ár sem liðin eru og dugar enn og stendur ekki til að skipta honum út meðan hann dugir.
Þetta var ráðstöfun sem ég sé aldrei eftir ég kominn með í hendurnar fantagott veiðcaliber sem sameinar þá kosti sem ég vil, að vera hratt og flatt svo ekki þurfi neinar vangaveltur un fall á kúlu út undir 300 metra.
Það var síðan fyrir ári síðan sem ég keypti á hann nýtt skepti frá Richards Microfit Gunstocks með þumalholu og skammbyssutaki.
Jói byssusmiður fittaði það á fyrir mig og beddaði það og mótaði það fyrir hendina og fingurna á mér, listavel gert hjá kallinum.
Síðn nota ég að sjálfsögðu gamla góða Harris fótinn (lengri gerðina) með veltingnum sem er kominn vel yfir fermingaaldurinn.
Mynd af gripnum er hægt að sjá á öðrum þræði hér!
skotvopn/uppahalds-byssan-ykkar-t74.html
Samt......sennilega mundi ég velja 2506 ef ég stæði frammi fyrir þessu vali í dag!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Það sem ég hafði í huga þegar ég valdi mér veiðikaliber

Ólesinn póstur af gylfisig » 10 Mar 2012 21:31

Athyglisverð grein hjá Sigurði. Ég haði einmitt hugsað mér að skella einhvern tíma inn sögu af riffli, sem ég er búinn að eiga lengi. Selja hann tvisvar, og kaupa síðan aftur :D
Já, 6,5-284 er skemmtilegt caliber, það er engin spurning. Hins vegar...það væri skemmtilegt að sjá svipinn á æði mörgum riffilskyttum, ef það yrði nú skoðað svart á hvítu, fall á hinum ýmsu kaliberum.
Best á sjá þetta á skotsvæði á 100, 200 og 300 m færum. Ég er búinn að skoða þetta æði oft á skotsv. okkar og staðreyndirnar tala sínu máli. Fallið er meira en maður hafði ímyndað sér.
Ég byrjaði að skoða fallið fyrir alvöru með Jaloneninn minn í 6,5-284. Var reyndar ekki með 95-100 grs kúlur, heldur 123 grs. Fallið úr hinu öfluga 300 winmag með 165 grs Nosler bt var mjög svipað og 123 grs kúla féll úr 6,5-284.
Man nú ekki tölurnar í dag, en´þær pössuðu ansi vel við það sem Quickload forritið gefur upp.
EF við gefum ookur að 100 grs Nosler bt kúla í 6.5-284 Norma sé notuð og hlaðið við hana 60 grs af N-560 þá er hraðinn ríflega 3300 ft. Hef ekki hraðamælt þessa kúlu sjálfur, en 120 grs kúlan var á um 3014 ft með 53,7 grs Norma MRP.
Fallið á 100 grs kúlu m.v. zero á 100 yds er samkv. QL. töluvert, eða rúmlega 8,2 tommur.
Það verður nú að segjast, að fyrir tófuskyttu, er það talsvert fall sem þarf að reikna með þegar skotið er á tófu á því færi. Líklega veitti ekki af að miða amk." einn máv yfir þar" :D
Kunningi minn er með riffil í þessu kaliberi, og notar í refaveiðar, og ég held að hann geti verið sammála þessu.
Auðvitað breytast þessar falltölur ef zeroið er fært út á 150 eða 200 m, en hver núllar riffilinn sinn,, segjum á 250 eða 300?
Varðandi 243 þá taldi ég nú að 70 grs kúla á 3300-3400 ft. skildi efir sig mun meiri óhreinindi heldur en hin hægfleyga 100 grs kúla. En skal taka það fram að ég notaði alltaf 80 grs Hornady fmj í minn 243 þannig að ég hef kannski ekki reynslu til að rengja þetta hjá Veiðimeistaranum.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Sandgerðingur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:2
Skráður:11 Mar 2012 12:41

Re: Það sem ég hafði í huga þegar ég valdi mér veiðikaliber

Ólesinn póstur af Sandgerðingur » 11 Mar 2012 13:05

Skemtilegir pistlar hjá ykkur. EN það sem ég er að velta fyrir mér er gott veiði cal. sem er ekki að valda of mikklum skemdum á hreindýraskrokk.
Vill það ekki fara saman við mikinn hraða? Nú hef ég verið að horfa á 270 cal en hef varan á mér vegna bakslags. Tek það fram að ég hef ekki skotið af þess háttar riffli og rifflar sjálfsagt breytilegir eftir gerð.

Svo er það önnur pælin hjá mér og snýr það að fjarlægðum. Þar sem ég er nú ekki duglegur við að stunda skotæfingar þá tel ég nú líklegt að ég sé ekki að taka skot mikið yfir 200 metra svona raunhæft séð. Og er ekki á leið í refaveið með væntanlegan rifill. Er semsagt bara að íhuga riffil til hreindýraveiða og ekkert annað. Hvað eru annars algengustu færin á hreindýraveiðum og er ekki eitthvað viðmið hjá leiðsögumönnum um það hvað sófaskyttum er hleypt í löng færi??

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Það sem ég hafði í huga þegar ég valdi mér veiðikaliber

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Mar 2012 16:34

Sæll ,,Sandgerðingur", bendi á að á þessum vef eru menn ekki fordæmdir fyrir að vera undir fullu nafni!
Það er mjög góður möguleiki hérna á spjallinu að vera með fasta kveðju undir því sem menn skrifa.
Ef þú ert að hugsa um riffil bara til hreindýraveiða er 270 mjög góður kostur, bakslagið er ekki teljandi mikið meira miðað við þessi léttari caliber.
Aðalatriðið er að ef þú ert að velja caliber bara til hreindýraveiða er aðalmálið að það sé hratt og flatt, færin eru svo misjafnlega löng, það fer allt eftir aðstæðum, meira en eftir leiðsögumönnunum og það er kostur fyrir leiðsögumann að geta látið veiðimanninn skjóta á sem lengstu færi ef með þarf, allt að 300 metrum.
Það er ekki eins mikið samasem merki milli hraða kúlu og skemmda á hreindyrsskrokk og oft er látið í veðri vaka, þar eru ýmsir samverkandi þættir að verki.
Í fyrsta lagi hvar skotið kemur á dýrið, skemmdirnar eru verstar ef skotið er á miðjan bógin og kúlan fer í gegn um bógbeinið, þar er hægt að minka skemmdirnar með að vera fyrir aftan bóginn rétt ofan við mitt dýr, það er lungnaskot og skemmir sáralítið.
Hjartaskot er líka möguleiki, það er rétt fyrir aftan framlöppina neðarlega á dýrinu rétt fyrir ofan bringukollinn, hjartað liggur nánast niðri við bringukollinn miðjan.
Með því að skjóta á hjartasvæðið er hætta á að lenda á bógliðnum sem er rétt fyrir framan hjartað og þá skemmist mikið eins og alltaf þegar skot lendir á þykku beini.
Þú minnist á samspil hraða og kjötskemmda, þegar við erum með mikinn hraða á kúlu erum við alltaf með minni kúlu en ella svo höggið verður ekki eins mikið þegar kúlan hittir bráðina, höggið verður alltaf margfeldi hraðans og þunga kúlunnar.
Þess vegna jafnar höggið sig eitthvað út, minni hraði x stærri kúla á móti, meiri hraða x minni kúla, þó hraðinn hafi meiri margfeldisáhrif en stærð kúlu jafnar þetta sig að einhverju leiti út.
Síðan er alger óþarfi að vera með þyngri kúlur á hreindýr en 100 grain, 110 grain er fínt í 270 á hreindýr.
Rifflar og skotfæri sem koma best út í bench rest og markskytteríi eru ekki alltaf hentugustu verkfærin á hreindýraveiðar.
Ég er að safna myndum af skotsárum á hreindyrsskrokkum eftir caliberum og af þeim að dæma hefur það meiri áhrif hvað kjötskemmdir varðar, hvar kúlan kemur á skrokkinn en á hvaða hraða hún er.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara