Undanþága vegna stærri riffla

Allt sem viðkemur byssum
AxelH
Póstar í umræðu: 3
Póstar:6
Skráður:15 Mar 2015 22:43
Fullt nafn:Axel Högnason
Undanþága vegna stærri riffla

Ólesinn póstur af AxelH » 15 Mar 2015 23:30

Sælir,

Nú býðst mér riffill af stærri gerðinni til kaups, eða cal .338 lapua magnum.
Þetta kaliber skilst mér að maður þurfi undanþágu frá lögreglunni, en ég er forvitinn að vita hversu erfitt er að fá slíka undanþágu?

Hugmyndin er að nota riffilinn við veiðar erlendis, er reyndar ekki kominn langt í undirbúning á veiðiferðunum sjálfum enda bjóst ég ekki við að hafa fjárráð á svona ferðum í nánustu framtíð, en svo var mér boðinn þessi fílabyssa á góðu verði.

Þessum riffli á að fylgja skiptihlaup í minni kaliberi, er eitthvað því til fyrirstöðu að svissa hlaupum og nota hólkinn þannig innanlands?

Með von um góð svör,

Axel Högnason

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Undanþága vegna stærri riffla

Ólesinn póstur af gkristjansson » 16 Mar 2015 10:25

Ég er með tvo riffla sem þurftu undanþágu og það var vesen í fyrsta skiptið en í seinna skiptið þá var það ekkert mál. Skilaði bara inn yfirlýsingu um að ég ætlaði að nota rifflana í veiðar erlendis (sem er jú staðreyndin).

Vesenið í fyrsta skiptið var reyndar vegna þess að ég bý erlendis en er með byssurnar mínar skráðar á Íslandi.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

AxelH
Póstar í umræðu: 3
Póstar:6
Skráður:15 Mar 2015 22:43
Fullt nafn:Axel Högnason

Re: Undanþága vegna stærri riffla

Ólesinn póstur af AxelH » 16 Mar 2015 14:36

Eru nokkur önnur skilyrði en veiðar erlendis, til dæmis byssuskápur eða slíkt sem þarf að huga að?

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Undanþága vegna stærri riffla

Ólesinn póstur af gkristjansson » 16 Mar 2015 16:08

Nei ekki svo ég viti, þú verður bara að taka það fram að fyrirhuguð notkun á rifflinum sé veiðar erlendis.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

AxelH
Póstar í umræðu: 3
Póstar:6
Skráður:15 Mar 2015 22:43
Fullt nafn:Axel Högnason

Re: Undanþága vegna stærri riffla

Ólesinn póstur af AxelH » 16 Mar 2015 18:25

Snilld takk kærlega fyrir skjót og góð svör.

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 2
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Undanþága vegna stærri riffla

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 16 Mar 2015 21:18

Nýbúinn að ganga í gegnum þetta með þessu caliberi. Þú getur sent mér póst á gislisnae@islandia.is
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Undanþága vegna stærri riffla

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 17 Mar 2015 00:03

Sælir.
Þetta er ekki lókið ferli, Sækir um kaupaheimild með undanþágu vegna veiða erlendis höfðinginn hann Jónas á Dalveginum sendir svo erindið til UST til umsagnar en það tekur þá svo ca. 30-40 daga að slíta puttana þaðan sem sólinn ekki skín og senda frá sér staðlað svar un efnið, Jónas afgreiðir svo leyfið samdægurs þegar svarið loks berst. Var að ljúka svona ferli með undanþágu riffil no. 2
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 2
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Undanþága vegna stærri riffla

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 17 Mar 2015 00:57

Ekki alveg mín upplifun Jón - þetta tók rétt um 5 mánuði hjá mér.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Svara