Rússakúlur - .243win

Allt sem viðkemur byssum
AxelH
Póstar í umræðu: 3
Póstar:6
Skráður:15 Mar 2015 22:43
Fullt nafn:Axel Högnason
Rússakúlur - .243win

Ólesinn póstur af AxelH » 02 Apr 2015 00:03

Sælir,

Ég var að festa kaup á fyrsta rifflinum, Savage Axis II í hlaupvídd .243 og var varaður við gráu rússa skotunum sem fást meðal annars í Vesturröst. Mér var sagt að kúlurnar ættu það til að festast í hlaupinu.

Síðan virðast sumir rifflar hafa mikið dálæti á þessum rúskí skotum og skjóta þessu án vandræða.

Hafa menn hérna notað þessi skot, og hvernig hafa þau reynst?
Einnig er ég forvitinn að vita hvernig rifflar hafa verið að fíla þessi skot best, og hvaða rifflar hafa tekið illa í þau.

BrynjarM
Póstar í umræðu: 2
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Rússakúlur - .243win

Ólesinn póstur af BrynjarM » 02 Apr 2015 12:31

Keypti einhvern tímann nokkra pakka af rússneskum Barnault-skotum þar sem þau voru hræódýr. Kom mér skemmtilega á óvart hvað þau komu vel út og ég náði fínum grúbbum. Varð ekki var við nein vandræði. Ég mæli með að byrjendur kaupi slatta af þessu og æfi sig vel. Þó ekki sé nema til að venja sig við stóra riffla. Hylkin eru þó einnota.
Veit að margir eru á öðru máli og vilja bara að menn kaupi dýr skot eða fari strax að hlaða.
Brynjar Magnússon

AxelH
Póstar í umræðu: 3
Póstar:6
Skráður:15 Mar 2015 22:43
Fullt nafn:Axel Högnason

Re: Rússakúlur - .243win

Ólesinn póstur af AxelH » 03 Apr 2015 21:52

Jæja, ég fór í dag og prufaði nýja hólkinn og rússaskotin.
Ég efast um að ég nái mér í annað box þar sem hylkin festust yfirleitt í byssunni. Það þurfti yfirleitt að banka þéttingsfast á boltahandfangið til að draga þau út. Nú veit ég ekki alveg hvað veldur því að þau séu svona sticky, líklega eru stálhylkin þykkari eða þenjast meira út við skotið.

Hinsvegar ef að riffillin hjá manni tekur vel í þau þá eru þau töluvert ódýrari en hin venjulegu veiðiskotin.

BrynjarM
Póstar í umræðu: 2
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Rússakúlur - .243win

Ólesinn póstur af BrynjarM » 04 Apr 2015 00:38

Barnault voru brass-skot og ekkert vesen. Fékk þau í Veiðihorninu fyrir nokkrum árum. Veit ekki hvort þau eru enn seld þar. Minnir að það hafi verið 50 skota pakkar á innan við 5 þús. Var ódýr og fín leið til að æfa sig. Myndi þó ekki nenna að nota þetta ef hylkin væru að festast. Var í lagi með önnur skot?
Svo finnst mér gott að kaupa 50 skota FMJ Norma pakka. Kosta reyndar sjálsagt tvöfalt á við Rússaskotin en eru á mjög góðu verði engu að síður miðað við flest verksmiðjuskot. Þar ertu þá líka með góð hylki til að hlaða í.
Brynjar Magnússon

AxelH
Póstar í umræðu: 3
Póstar:6
Skráður:15 Mar 2015 22:43
Fullt nafn:Axel Högnason

Re: Rússakúlur - .243win

Ólesinn póstur af AxelH » 04 Apr 2015 02:24

Ég var með 20 skota pakka af Federal skotum líka, 80gr minnir mig, þau gengu fínt í gegn og runnu út eins og eðlilegt er.

Eftir að hafa skoðað þessi fmj norma skot þá virðast þau vera besti kosturinn til æfinga, kosta í 204kr stykkið á móti um 240kr stykkið af rússanum.

Ég bruna í hlað og næli mér í box af þeim í nánustu framtíð, þó að maður sé að borga meira í einu er það samt ódýrara. Svo er það bara bónus ef þau festast ekki í hlaupinu þegar búið er að skjóta úr þeim.

Svara