Síða 1 af 3

Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 23 Apr 2015 18:53
af Gisminn
Sælir ég er í tómu basli með að finna ásættanlega grúbbu úr Howa 1500 Varmint og langar að athuga hvort einhver hér inni á svona grip og hefur fundið góða hleðslu.
Það er svo langt út í rillur að löngu áður en maður nálgast rillurnar er magasínið orðið of lítið.

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 09 May 2015 12:51
af Gisminn
Hef fengið eitt svar í tölvupósti um þessa fyrirspurn.
Í augnablikinu er ég á þeirri skoðun að það sé mikið auðveldara að hlaða í og finna hleðslu fyrir Howa 270 heldur en í þessa 308. Er búin að vera að prófa kúlusetningar í hann og hann er bara að bulla.
Sem dæmi hef ég ég aldrei lent í því áður að prófa sem dæmi COL 2.8" og svo minka um 0,2" og hann skánar minka aftur um 0,2 og hann versnar og svo aftur mínka um 0,2 og hann skánar og svona koll af kolli.Ég notaði bara eina púðurhleðslu og er með vikt með nákvæmni upp á 0.02 grain þannig að ég sé strax ef ég tek 2 korn af N 150 þá lækkar um þessi 0,02 grain ég mæli kúlurnar á hálsinum með hólk ekki á odd þannig að það eina sem ég á eftir er að setja hann aftur á uppgefið COL og fara að auka púðurmagnið í staðinn fyrir að reyna að finna einhvern sveetspott.

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 09 May 2015 13:01
af 257wby
Ef þetta gengur ekki þá er bara að kippa hlaupinu af,stytta það aðeins og snitta aftur :)

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 09 May 2015 14:20
af Gisminn
nei þá fer ég beint í það sem þessi er ætlaður fyrir og það var að skipta um hlaup í 6,5x47 :-)

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 09 May 2015 16:20
af karlguðna
Hvaða snúningur á að vera fyrir 6,5x47 ? ég er svolítið hissa , hélt að 308 væri bara leikur einn :?

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 09 May 2015 16:45
af Jenni Jóns
Gisminn skrifaði:Sem dæmi hef ég ég aldrei lent í því áður að prófa sem dæmi COL 2.8" og svo minka um 0,2" og hann skánar minka aftur um 0,2 og hann versnar og svo aftur mínka um 0,2 og hann skánar og svona koll af kolli
Hvað kúlu ertu að nota?

Hefur prófað að setja hana í fulla lengd á magasíninu (mestu lengd sem þú myndir nota) og hlaða svo 3 skot af hverri hleðslu frá hámarki og niður um 2,5 gr með 0,5 gr bili.

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 09 May 2015 21:08
af Gisminn
Sæll nei ég hef ekki prófað það. Magasínið leyfir 2,847 og út í rillur er 2,927" ég er búinn að prófa að fara frá rillum niður í 2,750" með 0,2 á milli en alltaf með mildri hleðslu 45gr N-140 bakvið 150 Nosler BT og svo 44,3gr N-150 bakvið 165gr Nosler BT lengi vel fannst mér hann skástur á 2,8" og svo 2,750 en hann er bara ekki stöðugur neinstaðar svo mig grunar að hleðslan sé of væg.
Grunaði kíkinn á´einhverjum tímapunkti en sem betur fer er ég með eina hleðslu af 110gr Hornady sem grúbbar 2cm stöðugt og alltaf á sama stað svo kíkirinn er saklaus.Og ég hef ekkert unnið í þeirri hleðslu en þetta er eina kúlan sem er flatbotna.
Og Kalli ég er ekki kominn svo langt að ákveða það ég vil helst ekki fara í þær breytingar fyrr en fjárráðin verða betri með öðrum orðum í haust. Nú í versta falli dreg ég söluna á Sako til baka og tek hreindýraprófið og felli dýrið mitt með honum því hann er stöðugur á 11-13mm grúbbum með 120gr Nosler :-)

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 09 May 2015 21:44
af Aflabrestur
Sæll Steini.
Hefur þú prufað 150gn Sierra GameKing SP? Það er til ríkishleðsla fyrir þær sem er 45gn N140 coal. 70.00mm kemur allavega sérlega vel út í Sako og Rem. Minnir að ég eigi svona kúlur og get gefið þér nokkrar til prufu.

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 09 May 2015 21:47
af Sveinn
Ég veit minna en ekkert um 308 en þessi linkur
http://www.nosler.com/nosler-load-data/308-winchester/

gefur upp N140 42,5 gr sem nákvæmustu hleðsluna fyrir 150 gr Nosler BallTip. Kannski er hleðslan ekki of mild. En ekki fer hún hratt... 2645 fps :)

Gangi þér vel!

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 10 May 2015 00:10
af Gisminn
Takk fyrir þetta strákar og jú Sveinn ég prófaði þessa frá Nosler og eftir 2 skot hætti ég það var 6,3cm milli gatana ská upp og niður

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 10 May 2015 09:26
af Spíri
Bara smá spurning, hvernig er með sjónaukan og festingarnar? Ég var einu sinni í svona basli var alltaf að reyna að finna hleðslu svo áttaði ég mig á að sjónaukan sem ég var með þoldi ekki bak slagið.

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 10 May 2015 10:23
af Gisminn
Eins og ég sagð hérna fyrir ofan grunaði mig hann en leupold festingar og Hawke sem var hannaður með 223 eða 308 í huga og búin að athuga hersluna og ekkert losnað

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 10 May 2015 12:14
af Haglari
Ertu búinn að finna "optimal charge weight" ?

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 10 May 2015 12:40
af Gisminn
sæll Óskar ég veit ekki einu sinni hvað það þýðir :-)
En það má ekki miskilja að ég sé að kvarta ég skipti einnmitt um cal til að byrja á nýju þar sem ég var búinn að fullkomna 6,5x55 og ég er með eina í 308 hleðslu sem er góð en bara mjög létt kúla.
Og samjvæmt fræðunum þá er þetta pínu útur þeim er það ekki.
308 Howa varminter 24" hlaup með 10 tvisti og svona gerir hann við 110gr Hornady SP og ég nota púður sem er ekki einu sinni nefnt fyrr en á 150gr kúlum :-)
Þetta eru 5 skot á 100 metrum

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 10 May 2015 13:31
af Haglari
http://optimalchargeweight.embarqspace.com

Èg hef nú ekki átt eða skotið 308... en ef hann er mjög vandlátur á kúlusetningu (eða aðrar breytur) fór èg að velta fyrir hvort að honum hreinlega líki ekki við þessa púðurhleðslu.

Annars lítur þessi grúbba vel út... snýr hún rètt á myndinni?... þ.e.a.s. opnast grúbban lárètt (eins og myndin sýnir) eða lóðrètt?

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 10 May 2015 14:12
af gylfisig
Eg hallast nu frekast að því að það finnist ekki ásættanleg hleðsla i þennan riffil. Yfirleitt hefur verið afar auðvelt að finna hleðslu sem virkar i 308. Mikið úrval ( yfirleitt) af góðum kúlum s.s. Sierra MK. Hornady A max, og Nosler bt sem allar hafa svínvirkað i cal 308.
Ad finna eitthvað algjört sweet spot, frá einhverjum risagrúppum bara með því að stilla Oal tel ég frekar hæpið. Spurning um ad skipta um hlaup. Kannski á ég það meira að segja til (:

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 10 May 2015 15:55
af Sveinbjörn V
Er ekki búið að bedda lásinn? Ef ekki þá er rétt að byrja á því hefði ég haldið.
Ég var með einn svona varmint í höndunum í vetur og þar var hann búinn að grafa sig svo langt niður í viðinn að aftari skrúfan stóð upp í boltan og var varla hægt að opna og loka boltanum.

Rétt að nefna að þessi riffill var líka með Hawke og hann þurfti að vera stilltur á 300 yarda til að vera paralaxfrír á 100metrum :?

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 10 May 2015 16:22
af Gisminn
Sæll Óskar já hún snýr rétt á myndini og það var örlítll hliðarvindurog Gylfi ef ég mun skipta um hlaup fer hann í 6,5x47 en það er búið að skoða hlaupið og það er virkilega fallegt og er ekki að sjá neitt við krónuna eða annarstaðar.Ég held að þetta sé frekar vandin við að finna kúlustningu sem passar í magasínið frekar.Mig grunar að ef ég færi að landinu eða ca 0,2 frá og myndi leita að púðurhleðslu þar þá kæmi hún en ég var ekki að kaupa riffil til að hafa hann einskota.
Og jú Bóbó beddaði hann og gerði það vel. Hann var áður eins og þú lýsir Sveinbjörn og líka með boltan uppúr að aftan og að sögn bóbó þá tók hann einmitt bakslagið á skrúfurnar sem héldu hlaupinu.Skothúsið er bara akkúrat ekkert auka ég þurfti að fullforma hylkin og láta pressuna snerta nokkuð þétt diann til að taka burt þvingun frá pinna í hylkin.
Og ég er sammála gylfa með að finna sweet spot frá OAL en ef maður byrjar þannig og finnur einhverja góða svörun myndi ég fara næst í að breyta púðurmagni.

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 10 May 2015 17:14
af Veiðimeistarinn
:o :o :o Jaaaa héérna, er 308 an að stríða þér Giminn vinur :? :? :? .....ég á nú erfitt með að trúa því :shock: :shock: :shock: en í lítilæti mínu hef ég vísast látið þess einhverns staðar getir svo lítið bar á að 308 an baki mönnum bara vandræði :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:

Re: Einhver sem á Howa 1500 308

Posted: 10 May 2015 19:07
af Gisminn
Hehehe en stundum er gaman að vandræðunum :-)