Riffilpælingar

Allt sem viðkemur byssum
Svara
Hjaltilitli
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 8
Skráður: 02 Oct 2012 18:55
Staðsetning: Akureyri

Riffilpælingar

Ólesinn póstur af Hjaltilitli » 29 Apr 2015 23:30

Sælir félagar.

ég er kominn að því að fara kaupa mér riffil og er ekki kominn mjög djúft í riffilpælingar.
langar að fá vita frá ykkur sem eruð búnir að vera bauka með svona í lengri tíma hvað hefur reynst ykkur vel gegnum tíðina ?

ég er mest að spá í að nota hann í gæsaveiðar og skjóta varga t.d. máva og tófur og allt svoleiðis, þarf ekki endilega að vera nothæfur á hreindýr.

hverju mælið þið hérna með, þá í cal og tegund ?mbk. Hjalti Þ.
Hjalti Þórarinn Ásmundsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 285
Skráður: 11 May 2013 21:37
Fullt nafn: Jens Jónsson

Re: Riffilpælingar

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 30 Apr 2015 07:09

Líklega myndi ég fá mér cal 223 í dag sem fyrsta riffil ef ég ætlaði ekki að fara á hreindýr.
með 1:10 twist
Helst með stillanlegum kinn púða
setja svo heldur meiri pening í sjónaukan það má alltaf kaupa nýjan riffil undir hann.
Jens Jónsson
Akureyri

prizm
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 49
Skráður: 15 May 2012 10:07

Re: Riffilpælingar

Ólesinn póstur af prizm » 30 Apr 2015 08:30

.223 er mjög hentugur riffill sem er mjög hagkvæmur, sérstaklega ef þú hleður skotin sjálfur.
Í rimfire myndi ég mæla með 17HMR.

Ég er sammála Jens, ég þarf smá hækkun(kinnpúða) en það er ekki vandamál að finna svoleiðis enda hægt að kaupa aftermarket kydex kinnpúða sem setja má á flest öll skepti án þess að þurfa borga handlegg fyrir.

Framboð á rifflum með kinnpúða er lítið, ef þú vilt svoleiðis og þarft litla hækkun gæti Tikka T3 varmint hentað afskaplega vel en verðmiðinn á rifflum sem hafa stillanlegann kinnpúða er töluvert hærri en þá ertu kominn í 300þús kallinn(T3 Tac).

Aðrir góðir rifflar sem hægt er að setja á aftermarket kinnpúða eru t.d. Remington 700, Howa, Wheatherby og Savage.

Einnig er ég sammála Jens með að eyða meira í gott gler ofan á veiðitækið enda handónýtt að vera með góðann riffil og handónýtt gler.
Með kveðju
Ragnar Franz

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 406
Skráður: 07 Mar 2012 21:21
Staðsetning: 210 Garðabæ

Re: Riffilpælingar

Ólesinn póstur af TotiOla » 30 Apr 2015 10:05

Það vantar náttúrulega verðbilið sem þú ert að horfa á svo hægt sé að mæla með tegund, en svona almennt séð þá hafa Tikka T3 og Rem 700 verið að koma mjög vel út (verð vs. gæði) og svo eru náttúrulega þar rétt fyrir neðan Savage og Howa. Upp á við er svo endalaus flóra (og sérviska - allt gott, bara mismunandi - t.d. Sauer, Blaser, etc) og mörg hundruð þús. kr. :D

Varðandi cal. þá færi ég persónulega beint í hreindýrastærð. 6,5x55 SE, .260 Rem, 25-06 eða eitthvað í kringum það. Jafnvel bara beint í .308 8-)
prizm skrifaði:Framboð á rifflum með kinnpúða er lítið, ef þú vilt svoleiðis og þarft litla hækkun gæti Tikka T3 varmint hentað afskaplega vel en verðmiðinn á rifflum sem hafa stillanlegann kinnpúða er töluvert hærri en þá ertu kominn í 300þús kallinn(T3 Tac).
Tikka T3 Super Varmint er svo líka með stillanlegan kinnpúða og ætti að vera einhver staðar þarna mitt á milli Varmint og TAC í verði (ca. 220-250 kall mundi ég veðja á).
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 406
Skráður: 07 Mar 2012 21:21
Staðsetning: 210 Garðabæ

Re: Riffilpælingar

Ólesinn póstur af TotiOla » 30 Apr 2015 10:15

Hjaltilitli skrifaði:...frá ykkur sem eruð búnir að vera bauka með svona í lengri tíma hvað hefur reynst ykkur vel gegnum tíðina ?
:| Ég fell reyndar kannski ekki beint í þennan hóp :P
Mbk.
Þórarinn Ólason

Hjaltilitli
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 8
Skráður: 02 Oct 2012 18:55
Staðsetning: Akureyri

Re: Riffilpælingar

Ólesinn póstur af Hjaltilitli » 30 Apr 2015 10:39

verðið er kannski svona kringum 200 kallinn, ég hef aðgang að góðum riffli í hreindýr svo ég er ekki endilega að spá í stóru cal. meira kannski 243 eða 223 og þá afhverju 223 frekar en 243 eða öfugt, en hvernig eru t.d. HOWA að koma út, sá að Veiðihornið er að bjóða uppá riffla þar á 200 kallinn með kíki og fáanlegt i 243 og 223 t.d. eða er HOWA ekki það sem maður er að leita að í því, er betra fara í Tikka og setja aðeins meiri pening í þetta?
Hjalti Þórarinn Ásmundsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 406
Skráður: 07 Mar 2012 21:21
Staðsetning: 210 Garðabæ

Re: Riffilpælingar

Ólesinn póstur af TotiOla » 30 Apr 2015 10:54

Ég veit ekki betur en að Howa séu þokkalega fínir fyrir verðið. Hef amk. bara heyrt gott af þeim, m.a. frá nokkrum hér á spjallinu. Þeir eigendur eiga væntanlega eftir að sjá þetta og gefa þér review á þá riffla.

Tikka mundi ég hins vegar segja að væri næsta stig fyrir ofan. Er sjálfur með T3 Varmint í 6.5x55 og gæti ekki verið sáttari :) En þá ertu strax kominn í 200 þús. bara með riffilinn, og átt eftir sjónauka (80-200+), festingar (25-40) og tvífót (15-40). Þannig að það er auðveldlega komið í 320-400 þús., nema auðvitað að þú finnir einhvern sem er til í að láta frá sér notaða Tikku (sjaldséð ;) en gerist þó - spurning hvað þú ert þolinmóður).
Mbk.
Þórarinn Ólason

Konni Gylfa
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 69
Skráður: 24 Oct 2012 19:01

Re: Riffilpælingar

Ólesinn póstur af Konni Gylfa » 30 Apr 2015 14:02

.223 22-250 og svo má ALLS ekki gleyma undrinu .204 ruger sem er bara algjör snilld í varginn. Það er td til einn tikka t3 varmint í ellingsen á akureyri fyrir þig og svo held ég að Davíð Jens Hallgrímsson á akureyri sé að selja howa riffil með festingum og sjónauka í því sama cal. Ég er búinn að vera með tikku t3 varmint ss í 2-3 ár og kem ekki til með að skipta þeim riffli út eftir þessa reynslu. en 223 og 22-250 hafa líka fyrir löngu sannað gildi sitt.

kv Konni Gylfa
Konráð Gylfason konni.mve(hjá)gmail.com
8494968

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Riffilpælingar

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 30 Apr 2015 17:23

Ætlar þú að hlaða sjálfur eða nota verksmiðjuskot?
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Hjaltilitli
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 8
Skráður: 02 Oct 2012 18:55
Staðsetning: Akureyri

Re: Riffilpælingar

Ólesinn póstur af Hjaltilitli » 30 Apr 2015 19:20

ég reikna með að nota verksmiðjuskot alla vega til að byrja með held ég.
Hjalti Þórarinn Ásmundsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Riffilpælingar

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 30 Apr 2015 21:05

Taktu þá Tikku í 223 eða 243
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 1841
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Riffilpælingar

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 May 2015 14:13

Jú 222 eða 223 eru ágætis kaliber til þessa sem þú talar um, ég mundi frekar ffara í 222.
Ég mundi aldrei fá mér 22-250 eða 243, þá mundi ég heldur fara í 2506 sem er mjög gott alhliða kaliber og það 2506 er raunar caliberið sém ég mundi velja í þínum sporum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Riffilpælingar

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 01 May 2015 20:47

Þér er óhætt að hlusta á Sigga - hann hefur amk séð 5 hreindýr um ævina.

Eins og ég held að 25-06 sé flott veiðicaliber hér heima þá gæti ég trúað að það væri kannski "overkill" fyrir mann sem er að byrja í þessu. Veldu bara eitthvað caliber - 222, 223 eða 243 - ekki sammála Sigga varðandi það :) - þar sem að það að AUÐVELT að fá verksmiðjuskot - helst nokkrar gerðir þannig að þú getir prufað mismunandi skot.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Hjaltilitli
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 8
Skráður: 02 Oct 2012 18:55
Staðsetning: Akureyri

Re: Riffilpælingar

Ólesinn póstur af Hjaltilitli » 01 May 2015 21:52

já, ég er eiginlega kominn niður á Tikku T3 lite 223 eða hún er fáanlega hérna fyrir austan á flottu verði, en hvað hafið þið að segja mér sem þekkið til, er frekar að bæta við 100 kalli og fara í tikka t3 varmint ss í cal 223 eða er enginn munur á þessu bara trúarbrögð ?
Hjalti Þórarinn Ásmundsson

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 105
Skráður: 10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn: Björn Jensson
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Riffilpælingar

Ólesinn póstur af Björn R. » 01 May 2015 22:40

Sjálfur tæki ég ekki varmint, einfaldlega af því að það er meira að bera fyrir venjulegan flatlending. En ef ég ætlaði bara að burðast með riflinn að næsta skotborði væri hunter týpan úr sögunni og eitthvað varmint eða BR yrði fyrir valinu.
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 166
Skráður: 07 May 2012 20:58

Re: Riffilpælingar

Ólesinn póstur af Sveinn » 01 May 2015 22:50

Munurinn á lite og varmint er aðallega hlaupið, þyngra í varmint, eins er skeftið öflugra í varmint og með kinnpúða, ef ég man rétt. Verðmunurinn er töluverður. Ég tók lite (í 6.5x55) og uppfærði í KKC skefti þegar ég var orðinn leiður á plastinu... er ennþá með lite hlaupið og ætla að skjóta því út.
Tikka 783.jpg
Aftermarket shroud (boltahlíf) og boltahandfang - sem ég mæli að sjálfsögðu sterklega með :D
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 1841
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Riffilpælingar

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 May 2015 23:13

Þetta er flott val hjá þér Hjalti, haltu þig bara við það og taktu lite inn!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Riffilpælingar

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 02 May 2015 15:52

Það er nefnilega snilldin við Tikka - lítið mál að uppfæra. Mikið til hér heima. Þegar ég verð búinn að skjóta orginal hlaupinu mínu út þá verður lítið eftir af orginal rifflinum.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Svara